Stríðsglæpadómstóllinn lýkur brátt störfum eftir að dómur fellur í máli Mladic Atli Ísleifsson skrifar 21. nóvember 2017 12:59 Ratko Mladic í dómssal árið 2012. Vísir/EPA Alþjóðlegi stríðsglæpadómstóllinn í málefnum fyrrum Júgóslavíu (ICTY) mun brátt ljúka störfum, en dómur verður kveðinn upp á morgun í einu umfangsmesta máli sem komið hefur til kasta hans. Dómur verður þá kveðinn upp í máli hins 75 ára Ratko Mladic, hershöfðingja Bosníu-Serba í stríðinu, en ákæran gegn honum er í ellefu liðum. Er hann meðal annars ákærður fyrir stríðsglæpi, glæpi gegn mannkyni og aðild að þjóðarmorðinu í Srebrenica í júlí 1995 þar sem um átta þúsund múslimskir karlar og drengir voru drepnir. Mladic hefur alla tíð neitað sök. Stríðsglæpadómstólnum var komið á fót í Haag árið 1993 og var hann sá fyrsti sinnar tegundar frá því að stríðsglæpadómstólum var komið á í Nürnberg og Tókýó í kjölfar síðari heimsstyrjaldarinnar. Mál á annað hundrað manna hafa verið til meðferðar hjá dómstólnum, þar sem menn hafa verið ákærðir vegna brota í borgarastríðinu í fyrrverandi Júgóslavíu á árunum 1991 til 2001. Dómstólinn mun ljúka störfum um áramótin.377 vitni Réttarhöld í máli Mladic hófust árið 2012 og hafa alls 377 vitni verið kölluð til – 169 af saksóknurum og 208 af verjendum Mladic. Annarri stofnun, Mechanism for International Criminal Tribunals (MICT), verður falið að taka áfrýjanir og önnur mál sem áður voru á borði stríðsglæpadómstólsins til meðferðar. Þannig hefur Radovan Karadzic, pólitískur leiðtogi Bosníu-Serba í borgarastríðinu, áfrýjað fjörutíu ára fangelsisdómi sem féll í máli hans á síðasta ári. Hann var sakfelldur fyrir þjóðarmorð, stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni.Ratko Mladic og Radovan Karadzic árið 1993.Vísir/EPAEitt mikilvægasta mál dómstólsins Saksóknarinn Serge Brammertz segir mál Mladic vera eitt af mikilvægustu málunum sem hafi komið til kasta stríðsglæpadómstólsins þar sem Mladic hafi verið sakaður um að vera höfuðpaurinn þegar kom að þjóðernishreinsunum í Bosníu. Fréttaskýrendur telja margir líklegt sé að Mladic verði sakfelldur, þar sem þeir Karadzic voru ákærðir fyrir svipuð brot. Eitt af þeim málum sem hefur vakið hvað mesta athygli á þeim tíma sem dómstóllinn hefur starfað er mál fyrrverandi forsetans Slobodan Milosevic. Hann lést í fangelsisklefa sínum árið 2006, áður en dómur var kveðinn upp. Alls hafa 83 manns verið sakfelldir hjá dómnum og nítján verið sýknaðir. Bosnía og Hersegóvína Tengdar fréttir Karadzic sekur um þjóðarmorð Fyrrum leiðtogi Bosníuserba var dæmdur í 40 ára fangelsi. 24. mars 2016 15:30 Dómurinn veldur vonbrigðum Radovan Karadzic hyggst áfrýja dómi sem hann hlaut í gær fyrir stríðsglæpi og þjóðarmorð. 25. mars 2016 19:11 Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Fleiri fréttir Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Sjá meira
Alþjóðlegi stríðsglæpadómstóllinn í málefnum fyrrum Júgóslavíu (ICTY) mun brátt ljúka störfum, en dómur verður kveðinn upp á morgun í einu umfangsmesta máli sem komið hefur til kasta hans. Dómur verður þá kveðinn upp í máli hins 75 ára Ratko Mladic, hershöfðingja Bosníu-Serba í stríðinu, en ákæran gegn honum er í ellefu liðum. Er hann meðal annars ákærður fyrir stríðsglæpi, glæpi gegn mannkyni og aðild að þjóðarmorðinu í Srebrenica í júlí 1995 þar sem um átta þúsund múslimskir karlar og drengir voru drepnir. Mladic hefur alla tíð neitað sök. Stríðsglæpadómstólnum var komið á fót í Haag árið 1993 og var hann sá fyrsti sinnar tegundar frá því að stríðsglæpadómstólum var komið á í Nürnberg og Tókýó í kjölfar síðari heimsstyrjaldarinnar. Mál á annað hundrað manna hafa verið til meðferðar hjá dómstólnum, þar sem menn hafa verið ákærðir vegna brota í borgarastríðinu í fyrrverandi Júgóslavíu á árunum 1991 til 2001. Dómstólinn mun ljúka störfum um áramótin.377 vitni Réttarhöld í máli Mladic hófust árið 2012 og hafa alls 377 vitni verið kölluð til – 169 af saksóknurum og 208 af verjendum Mladic. Annarri stofnun, Mechanism for International Criminal Tribunals (MICT), verður falið að taka áfrýjanir og önnur mál sem áður voru á borði stríðsglæpadómstólsins til meðferðar. Þannig hefur Radovan Karadzic, pólitískur leiðtogi Bosníu-Serba í borgarastríðinu, áfrýjað fjörutíu ára fangelsisdómi sem féll í máli hans á síðasta ári. Hann var sakfelldur fyrir þjóðarmorð, stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni.Ratko Mladic og Radovan Karadzic árið 1993.Vísir/EPAEitt mikilvægasta mál dómstólsins Saksóknarinn Serge Brammertz segir mál Mladic vera eitt af mikilvægustu málunum sem hafi komið til kasta stríðsglæpadómstólsins þar sem Mladic hafi verið sakaður um að vera höfuðpaurinn þegar kom að þjóðernishreinsunum í Bosníu. Fréttaskýrendur telja margir líklegt sé að Mladic verði sakfelldur, þar sem þeir Karadzic voru ákærðir fyrir svipuð brot. Eitt af þeim málum sem hefur vakið hvað mesta athygli á þeim tíma sem dómstóllinn hefur starfað er mál fyrrverandi forsetans Slobodan Milosevic. Hann lést í fangelsisklefa sínum árið 2006, áður en dómur var kveðinn upp. Alls hafa 83 manns verið sakfelldir hjá dómnum og nítján verið sýknaðir.
Bosnía og Hersegóvína Tengdar fréttir Karadzic sekur um þjóðarmorð Fyrrum leiðtogi Bosníuserba var dæmdur í 40 ára fangelsi. 24. mars 2016 15:30 Dómurinn veldur vonbrigðum Radovan Karadzic hyggst áfrýja dómi sem hann hlaut í gær fyrir stríðsglæpi og þjóðarmorð. 25. mars 2016 19:11 Mest lesið Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Fundu fíkniefni í gámi sama dag og stúlkan fannst látin Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Jóhannes Þór svekktur og sár vegna skrifa þingmanns Miðflokksins Innlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent „Við segjum kynlífsvinna því það er okkar upplifun“ Innlent Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Innlent Fleiri fréttir Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Sjá meira
Karadzic sekur um þjóðarmorð Fyrrum leiðtogi Bosníuserba var dæmdur í 40 ára fangelsi. 24. mars 2016 15:30
Dómurinn veldur vonbrigðum Radovan Karadzic hyggst áfrýja dómi sem hann hlaut í gær fyrir stríðsglæpi og þjóðarmorð. 25. mars 2016 19:11