Myndband Önnu Töru bannað: „Viðbrögðin komu mér ekki á óvart” Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 21. nóvember 2017 19:30 Anna tekur neikvæðar athugasemdir ekki nærri sér. Vísir / Úr einkasafni „Ég held að ég hefði bara gott af því að fara í sjálfsskoðun því það hlýtur að vera eitthvað bogið við að vera svona tilbúin í að fá svona mikið hatur og að finnast það svona auðvelt,” segir Reykjavíkurdóttirin og tónlistarskonan Anna Tara Andrésdóttir. Anna Tara hefur aldeilis valdið miklu fjaðrafoki á internetinu eftir að hún frumsýndi myndband við nýjasta lag sitt Pussypics. Eins og nafnið gefur til kynna er píkan í aðalhlutverki í myndbandinu. Myndbandið þykir of gróft til að fá að vera sýnt á myndbandaveitum og greip Anna Tara meira að segja á það ráð að reyna að koma myndbandinu inn á þekkta klámrás, en var hafnað. Hins vegar hangir myndbandið enn inni á annarri, stórri klámsíðu. Þá hefur lífleg umræða um myndbandið skapast í hinum ýmsu hópum á Facebook og hefur Anna Tara mátt þola mikinn fúkyrðaflaum út af téðu myndbandi. Hún lætur neikvæðu ummælin ekki á sig fá. „Ég hef ekki hugmynd um hvað sé það versta sem hefur verið skrifað um vidjóið, líklega vegna þess að ekkert særði mig eða situr eftir í minninu. Ætli mér finnist athugasemdirnar ekki bara ótrúlega ópersónulegar og hafa minna með mig að gera og meira með píkur og túrblóð að gera. Mér finnst viðbrögðin við myndbandinu aðallega spegla fólkið sjálft,” segir Anna Tara. Hún er búsett erlendis og verður því eingöngu fyrir aðkasti á internetinu. Hún var samt sem áður búin að undirbúa sig fyrir það að almenningur tæki Pussypics ekki vel. Píka og túrblóð einkennir myndbandið við lagið Pussypics.Mynd / Skjáskot „Ég gat í raun ekki elskað píkuna fyllilega nema að túrblóðið væri með” „Fyrst þegar ég fæ þessa hugmynd þá átta ég mig ekki á hvað þetta myndi reita fólk mikið til reiði en síðan fer ég að deila þessu með vinum og vandamönnum og fer að átta mig á að píkur og túrblóð fríkar fólk virkilega mikið út, sem er mög sorglegt og í raun bara styrkir réttlætiskenndina. Þannig hafði ég gert mér grein fyrir hvað ég var að fara út í og viðbrögðin komu mér ekki á óvart. Viðbrögðin eru væntanlega harkaleg því við eigum ennþá mjög langt í land þegar kemur að píkum og túrblóði.” En af hverju að búa til myndband sem veldur svona miklum usla? „Ég held að listamenn skilji afhverju ég legg í þetta því þetta er eins og með önnur verk; þau brjótast um inní manni og maður fær ekki sálarró fyrr en maður er búinn að koma þeim frá sér,” segir Anna Tara og telur að lagið og myndbandið hafi haft góð áhrif á hennar eigin sjálfsmynd. „Þetta myndband kemur úr jarðvegi sem hefur verið lengi í ræktun. Ein hugmynd af fætur annarra. Byrjar sem löngun til að setja píkur á vörur, síðan að langa til að setja píkur á “backdrop”, síðan í því að finnast að það eigi að vera fleiri pussypics í heiminum og færri dickpicks, sem verður að viðlaginu ,,Can´t stop sending those pussypics”. Þegar viðlagið var komið þá lá beint við að gera myndband af píku,” segir Anna Tara og lýsir hugsunarferlinu á bak við myndbandið. „Þá fór ég að átta mig á því að ég gat í raun ekki elskað píkuna fyllilega nema að túrblóðið væri með. Þýðir ekki að skammast sín fyrir píkuna eina viku í mánuði og elska hana í þrjár. En ég myndi segja að þetta verkefni hafi haft mjög jákvæð áhrif á mína sjálfsmynd og því vonast ég til þess að það hafi það á aðra líka. Svo vildi ég auðvitað varpa ljósi á vandamálið og viðbrögðin gera það svo sannarlega að mínu mati. Mér sjálfri finnst ekkert sjokkerandi við myndbandið og það var aldrei markmið að sjokkera. Mér fannst vanta sjálfsást og það endurspeglar sig í hatrinu að hana vantar.” Anna Tara heldur áfram að reyna að koma myndbandinu fyrir augu heimsins. Skjól fyrir píkur á netinu Söngkonan Sólveig Páls syngur með Önnu Töru í laginu og BLKPRTY pródúseruðu það. Hún er þakklát fyrir það samstarf en það kemur henni jafnframt á óvart hve fáir taka upp hanskann fyrir píkunni. „Sum viðbrögðin eru bara dynjandi þögn og það segir líka mikið. Það virðast vera fáir tilbúnir að taka þennan slag með mér. Það hefur verið erfitt að halda laginu á netinu, því hefur verið eytt út af mörgum grúbbum og það var mjög erfitt að fá fjölmiðla til að fjalla um það. En það eru margir sem eiga erfitt með tilvist píkna og túrblóðs og vilja að konur séu „hógværar” með þessa hluti. Þess vegna er eitthvað ótrúlega fullnægjandi við það að blasta því í andlitið á þeim,” segir Anna Tara. Hún veltir fyrir sér hvort hún eigi að setja myndbandið upp á sínum eigin server svo það fái að sjást. „Draumurinn er að setja upp server svo að enginn hafi valdið til að taka myndbandið niður. Þannig væri komið skjól fyrir píkur á netinu annars staðar en á klámsíðum. Sömuleiðis gætu þeir sem eru í sömu sporum og ég fengið að nota það rými á internetinu. Hér með auglýsi ég eftir starfskrafti í það verkefni,” segir Anna Tara. En hvað er næst hjá þessari umdeildu listakonu? „Ég hef ekki hugmynd. Ætli ég vilji ekki líka smá hvíld og gera aðeins heilalausari verkefni inn á milli en verkefni eins og þetta og Næs í rassinn þurfa oft mikinn tíma til að vera ræktuð til að ná á dýptina. Þannig þarf ég að vera í sjálfri mér lengi og smátt og smátt komast í annan heim því frumleikann finn ég bara inní sjálfri mér.” Horfa má á myndband Önnu Töru með því að smella á þennan hlekk. Við vörum viðkvæma við. Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
„Ég held að ég hefði bara gott af því að fara í sjálfsskoðun því það hlýtur að vera eitthvað bogið við að vera svona tilbúin í að fá svona mikið hatur og að finnast það svona auðvelt,” segir Reykjavíkurdóttirin og tónlistarskonan Anna Tara Andrésdóttir. Anna Tara hefur aldeilis valdið miklu fjaðrafoki á internetinu eftir að hún frumsýndi myndband við nýjasta lag sitt Pussypics. Eins og nafnið gefur til kynna er píkan í aðalhlutverki í myndbandinu. Myndbandið þykir of gróft til að fá að vera sýnt á myndbandaveitum og greip Anna Tara meira að segja á það ráð að reyna að koma myndbandinu inn á þekkta klámrás, en var hafnað. Hins vegar hangir myndbandið enn inni á annarri, stórri klámsíðu. Þá hefur lífleg umræða um myndbandið skapast í hinum ýmsu hópum á Facebook og hefur Anna Tara mátt þola mikinn fúkyrðaflaum út af téðu myndbandi. Hún lætur neikvæðu ummælin ekki á sig fá. „Ég hef ekki hugmynd um hvað sé það versta sem hefur verið skrifað um vidjóið, líklega vegna þess að ekkert særði mig eða situr eftir í minninu. Ætli mér finnist athugasemdirnar ekki bara ótrúlega ópersónulegar og hafa minna með mig að gera og meira með píkur og túrblóð að gera. Mér finnst viðbrögðin við myndbandinu aðallega spegla fólkið sjálft,” segir Anna Tara. Hún er búsett erlendis og verður því eingöngu fyrir aðkasti á internetinu. Hún var samt sem áður búin að undirbúa sig fyrir það að almenningur tæki Pussypics ekki vel. Píka og túrblóð einkennir myndbandið við lagið Pussypics.Mynd / Skjáskot „Ég gat í raun ekki elskað píkuna fyllilega nema að túrblóðið væri með” „Fyrst þegar ég fæ þessa hugmynd þá átta ég mig ekki á hvað þetta myndi reita fólk mikið til reiði en síðan fer ég að deila þessu með vinum og vandamönnum og fer að átta mig á að píkur og túrblóð fríkar fólk virkilega mikið út, sem er mög sorglegt og í raun bara styrkir réttlætiskenndina. Þannig hafði ég gert mér grein fyrir hvað ég var að fara út í og viðbrögðin komu mér ekki á óvart. Viðbrögðin eru væntanlega harkaleg því við eigum ennþá mjög langt í land þegar kemur að píkum og túrblóði.” En af hverju að búa til myndband sem veldur svona miklum usla? „Ég held að listamenn skilji afhverju ég legg í þetta því þetta er eins og með önnur verk; þau brjótast um inní manni og maður fær ekki sálarró fyrr en maður er búinn að koma þeim frá sér,” segir Anna Tara og telur að lagið og myndbandið hafi haft góð áhrif á hennar eigin sjálfsmynd. „Þetta myndband kemur úr jarðvegi sem hefur verið lengi í ræktun. Ein hugmynd af fætur annarra. Byrjar sem löngun til að setja píkur á vörur, síðan að langa til að setja píkur á “backdrop”, síðan í því að finnast að það eigi að vera fleiri pussypics í heiminum og færri dickpicks, sem verður að viðlaginu ,,Can´t stop sending those pussypics”. Þegar viðlagið var komið þá lá beint við að gera myndband af píku,” segir Anna Tara og lýsir hugsunarferlinu á bak við myndbandið. „Þá fór ég að átta mig á því að ég gat í raun ekki elskað píkuna fyllilega nema að túrblóðið væri með. Þýðir ekki að skammast sín fyrir píkuna eina viku í mánuði og elska hana í þrjár. En ég myndi segja að þetta verkefni hafi haft mjög jákvæð áhrif á mína sjálfsmynd og því vonast ég til þess að það hafi það á aðra líka. Svo vildi ég auðvitað varpa ljósi á vandamálið og viðbrögðin gera það svo sannarlega að mínu mati. Mér sjálfri finnst ekkert sjokkerandi við myndbandið og það var aldrei markmið að sjokkera. Mér fannst vanta sjálfsást og það endurspeglar sig í hatrinu að hana vantar.” Anna Tara heldur áfram að reyna að koma myndbandinu fyrir augu heimsins. Skjól fyrir píkur á netinu Söngkonan Sólveig Páls syngur með Önnu Töru í laginu og BLKPRTY pródúseruðu það. Hún er þakklát fyrir það samstarf en það kemur henni jafnframt á óvart hve fáir taka upp hanskann fyrir píkunni. „Sum viðbrögðin eru bara dynjandi þögn og það segir líka mikið. Það virðast vera fáir tilbúnir að taka þennan slag með mér. Það hefur verið erfitt að halda laginu á netinu, því hefur verið eytt út af mörgum grúbbum og það var mjög erfitt að fá fjölmiðla til að fjalla um það. En það eru margir sem eiga erfitt með tilvist píkna og túrblóðs og vilja að konur séu „hógværar” með þessa hluti. Þess vegna er eitthvað ótrúlega fullnægjandi við það að blasta því í andlitið á þeim,” segir Anna Tara. Hún veltir fyrir sér hvort hún eigi að setja myndbandið upp á sínum eigin server svo það fái að sjást. „Draumurinn er að setja upp server svo að enginn hafi valdið til að taka myndbandið niður. Þannig væri komið skjól fyrir píkur á netinu annars staðar en á klámsíðum. Sömuleiðis gætu þeir sem eru í sömu sporum og ég fengið að nota það rými á internetinu. Hér með auglýsi ég eftir starfskrafti í það verkefni,” segir Anna Tara. En hvað er næst hjá þessari umdeildu listakonu? „Ég hef ekki hugmynd. Ætli ég vilji ekki líka smá hvíld og gera aðeins heilalausari verkefni inn á milli en verkefni eins og þetta og Næs í rassinn þurfa oft mikinn tíma til að vera ræktuð til að ná á dýptina. Þannig þarf ég að vera í sjálfri mér lengi og smátt og smátt komast í annan heim því frumleikann finn ég bara inní sjálfri mér.” Horfa má á myndband Önnu Töru með því að smella á þennan hlekk. Við vörum viðkvæma við.
Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira