Tottenham slökkti vonir Dortmund Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 21. nóvember 2017 21:45 Tottenham gerði út um veika von Dortmund að komast upp úr riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Liðin mættust í Þýskalandi í kvöld og þurfti Dortmund að vinna, og treysta á að Real Madrid tapaði sínum leik, til þess að eiga möguleika á því að komast í 16-liða úrslitin. Dortmund byrjaði leikinn betur og leiddi með einu marki í hálfleik eftir að Pierre-Emerick Aubameyang kom heimamönnum yfir á 31. mínútu. Í seinni hálfleik tók Tottenham leikinn hins vegar yfir. Harry Kane jafnaði leikinn snemma í hálfleiknum og Son Heung-Min kom gestunum svo yfir á 76. mínútu. Þar við sat og fór Tottenham með 1-2 sigur. Á sama tíma rótburstaði Real Madrid APOEL á Kýpur, 0-6. Real tryggði sér með sigrinum sæti í 16-liða úrslitunum og skilur Dortmund eftir með sárt ennið. Meistaradeild Evrópu
Tottenham gerði út um veika von Dortmund að komast upp úr riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld. Liðin mættust í Þýskalandi í kvöld og þurfti Dortmund að vinna, og treysta á að Real Madrid tapaði sínum leik, til þess að eiga möguleika á því að komast í 16-liða úrslitin. Dortmund byrjaði leikinn betur og leiddi með einu marki í hálfleik eftir að Pierre-Emerick Aubameyang kom heimamönnum yfir á 31. mínútu. Í seinni hálfleik tók Tottenham leikinn hins vegar yfir. Harry Kane jafnaði leikinn snemma í hálfleiknum og Son Heung-Min kom gestunum svo yfir á 76. mínútu. Þar við sat og fór Tottenham með 1-2 sigur. Á sama tíma rótburstaði Real Madrid APOEL á Kýpur, 0-6. Real tryggði sér með sigrinum sæti í 16-liða úrslitunum og skilur Dortmund eftir með sárt ennið.