Verð ekki með allan heiminn á herðum mér Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. nóvember 2017 06:00 Valdís Þóra bregður á leik á mótinu í Kína. mynd/let/tristan jones Valdís Þóra Jónsdóttir náði besta árangri íslensks kylfings á Evrópumótaröðinni í golfi þegar hún endaði í 3. sæti á Sanya Ladies Open mótinu í Kína um helgina. Um leið tryggði Íslandsmeistarinn sér áframhaldandi keppnisrétt á Evrópumótaröðinni. „Þetta var mjög ánægjulegt þótt sigurinn hafi ekki komið. Það var mjög gott að tryggja keppnisréttinn,“ sagði Valdís þegar Fréttablaðið náði tali af henni í gær. Hún var þá stödd á flugvelli í París að bíða eftir flugi heim til Íslands. Valdís segir að flest hafi gengið upp hjá sér á mótinu í Kína. „Í raun og veru allt saman. Ég gerði ekki mikið af mistökum. Ég týndi einum bolta á síðasta hringnum og það voru fyrstu mistökin sem ég gerði fyrir utan nokkur þrípútt. Á heildina litið gekk þetta mjög vel,“ sagði Valdís. Hún segir að frammistaðan um helgina sé í samræmi við frammistöðuna á síðustu mótum. „Ég hef spilað mjög vel á undanförnum mótum en annaðhvort hafa púttin ekki dottið eða járnahöggin hafa ekki verið alveg nógu nálægt til að gefa mér færi á mörgum fuglum. Núna small þetta betur saman. Ég ætlaði að reyna að sækja rúmlega 10.000 evrur í síðustu tveimur mótunum. Ég vissi að eitt gott mót myndi tryggja kortið. Og miðað við Abú Dabí og Indland var gott mót að koma,“ sagði Valdís sem fékk matareitrun í aðdraganda mótsins í Kína. „Ég einblíndi ekki mikið á skorið. Ég reyndi bara að komast í gegnum þessa hringi þar sem ég var með matareitrun fyrir mótið. Ég var ekki með mjög mikla orku.“ Valdís á eftir að keppa á einu móti, Omega Dubai Ladies Classic, sem er jafnframt síðasta mót ársins á Evrópumótaröðinni. Valdís verður í rúma viku hér á landi áður en hún heldur til Dúbaí. Mótið hefst 6. desember og stendur til níunda sama mánaðar. Eins og áður sagði er Valdís örugg með sæti á Evrópumótaröðinni á næsta ári og því er pressan ekki mikil fyrir mótið í Dúbaí. Hún stefnir þó á að komast ofar á peningalista Evrópumótaraðarinnar. „Maður getur bara notið þess að spila og ekki vera með allan heiminn á herðum sér. Markmiðið er að reyna að komast sem hæst á peningalistanum. Annað gott mót kæmi mér mjög hátt,“ sagði Valdís sem stökk upp í 50. sæti peningalistans með frammistöðunni í Kína. Valdís segir að hennar fyrsta markmið fyrir tímabilið hafi verið að endurnýja keppnisréttinn á Evrópumótaröðinni. „Það var aðalmarkmiðið, að þurfa ekki að fara aftur til Marokkó rétt fyrir jólin. Það er ljúft að sleppa við það í fyrsta sinn í fjögur ár,“ sagði Valdís og vísaði þar til úrtökumóta fyrir Evrópumótaröðina sem fara jafnan fram í Marokkó. „Það er ekkert spennandi. Maður kemst ekki í jólafílinginn þar. Og ef maður kemst ekki í gegn hafa jólin ekki verið mjög ánægjuleg,“ bætti Valdís við. Skagakonan hefur ekki bara tekið stórt stökk á peningalista Evrópumótaraðarinnar heldur hefur hún einnig flogið upp heimslistann í golfi. Hún er núna í 410. sæti og hefur farið upp um tæp 350 sæti á einu ári. Eins og staðan er núna á heimslistanum á Valdís möguleika á að komast inn á Ólympíuleikana í Tókýó eftir þrjú ár. „Auðvitað væri það frábært að geta farið sem kylfingur frá Íslandi á Ólympíuleikana. Það væri mjög spennandi og er inni í markmiðabókinni hjá manni,“ sagði Valdís Þóra að lokum. Golf Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Valdís Þóra Jónsdóttir náði besta árangri íslensks kylfings á Evrópumótaröðinni í golfi þegar hún endaði í 3. sæti á Sanya Ladies Open mótinu í Kína um helgina. Um leið tryggði Íslandsmeistarinn sér áframhaldandi keppnisrétt á Evrópumótaröðinni. „Þetta var mjög ánægjulegt þótt sigurinn hafi ekki komið. Það var mjög gott að tryggja keppnisréttinn,“ sagði Valdís þegar Fréttablaðið náði tali af henni í gær. Hún var þá stödd á flugvelli í París að bíða eftir flugi heim til Íslands. Valdís segir að flest hafi gengið upp hjá sér á mótinu í Kína. „Í raun og veru allt saman. Ég gerði ekki mikið af mistökum. Ég týndi einum bolta á síðasta hringnum og það voru fyrstu mistökin sem ég gerði fyrir utan nokkur þrípútt. Á heildina litið gekk þetta mjög vel,“ sagði Valdís. Hún segir að frammistaðan um helgina sé í samræmi við frammistöðuna á síðustu mótum. „Ég hef spilað mjög vel á undanförnum mótum en annaðhvort hafa púttin ekki dottið eða járnahöggin hafa ekki verið alveg nógu nálægt til að gefa mér færi á mörgum fuglum. Núna small þetta betur saman. Ég ætlaði að reyna að sækja rúmlega 10.000 evrur í síðustu tveimur mótunum. Ég vissi að eitt gott mót myndi tryggja kortið. Og miðað við Abú Dabí og Indland var gott mót að koma,“ sagði Valdís sem fékk matareitrun í aðdraganda mótsins í Kína. „Ég einblíndi ekki mikið á skorið. Ég reyndi bara að komast í gegnum þessa hringi þar sem ég var með matareitrun fyrir mótið. Ég var ekki með mjög mikla orku.“ Valdís á eftir að keppa á einu móti, Omega Dubai Ladies Classic, sem er jafnframt síðasta mót ársins á Evrópumótaröðinni. Valdís verður í rúma viku hér á landi áður en hún heldur til Dúbaí. Mótið hefst 6. desember og stendur til níunda sama mánaðar. Eins og áður sagði er Valdís örugg með sæti á Evrópumótaröðinni á næsta ári og því er pressan ekki mikil fyrir mótið í Dúbaí. Hún stefnir þó á að komast ofar á peningalista Evrópumótaraðarinnar. „Maður getur bara notið þess að spila og ekki vera með allan heiminn á herðum sér. Markmiðið er að reyna að komast sem hæst á peningalistanum. Annað gott mót kæmi mér mjög hátt,“ sagði Valdís sem stökk upp í 50. sæti peningalistans með frammistöðunni í Kína. Valdís segir að hennar fyrsta markmið fyrir tímabilið hafi verið að endurnýja keppnisréttinn á Evrópumótaröðinni. „Það var aðalmarkmiðið, að þurfa ekki að fara aftur til Marokkó rétt fyrir jólin. Það er ljúft að sleppa við það í fyrsta sinn í fjögur ár,“ sagði Valdís og vísaði þar til úrtökumóta fyrir Evrópumótaröðina sem fara jafnan fram í Marokkó. „Það er ekkert spennandi. Maður kemst ekki í jólafílinginn þar. Og ef maður kemst ekki í gegn hafa jólin ekki verið mjög ánægjuleg,“ bætti Valdís við. Skagakonan hefur ekki bara tekið stórt stökk á peningalista Evrópumótaraðarinnar heldur hefur hún einnig flogið upp heimslistann í golfi. Hún er núna í 410. sæti og hefur farið upp um tæp 350 sæti á einu ári. Eins og staðan er núna á heimslistanum á Valdís möguleika á að komast inn á Ólympíuleikana í Tókýó eftir þrjú ár. „Auðvitað væri það frábært að geta farið sem kylfingur frá Íslandi á Ólympíuleikana. Það væri mjög spennandi og er inni í markmiðabókinni hjá manni,“ sagði Valdís Þóra að lokum.
Golf Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Körfubolti Fleiri fréttir Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira