Ekki ósennilegt að kosið verði á ný í Þýskalandi Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. nóvember 2017 19:00 Í Þýskalandi blasir nú við erfiðasta stjórnarkreppa sem Þjóðverjar hafa staðið frammi fyrir í marga áratugi eftir að síðari viðræður Kristilegra demókrata, Frjálslynda flokksins og Græningja sigldu í strand rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi. Forseti Þýskalands kallaði í dag eftir því að flokkarnir færu aftur að samningaborðinu. Ríkisstjórnarsamstarf blokkar Kristilegra demókrata (CDU/CSU, Frjálslynda flokksins (FDP) og Græningja hefur verið kallað Jamaíkastjórnin eða Jamaíkabandalagið og er það skírskotun til lita í merkjum flokkanna sem eru þeir sömu og í þjóðfána Jamaíka. Önnur umferð stjórnarmyndunarviðræðna þessara flokka hófst á föstudag. Laust fyrir miðnætti í gærkvöldi lá svo fyrir að flokkarnir þrír myndu ekki ná saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Tæpir tveir mánuðir eru frá þingkosningunum 24. september. Frank-Walter Steinmeier forseti Þýskalands var ómyrkur í máli þegar hann ávarpaði fjölmiðla í Berlín í dag. „Við stöndum frammi fyrir fordæmislausum aðstæðum sem hafa ekki sést í Þýskalandi í 70 ár. Nú reynir á stjórnmálaflokkana sem aldrei fyrr. Stjórnarmyndun er alltaf erfitt ferli baráttu og deilna en verkefnið að mynda stjórn er sennilega æðsta verkefni sem kjósendur fela flokkunum í hverju lýðræðisríki. Og þetta verkefni er enn fyrir hendi,“ sagði Steinmeier í dag. Hann bað flokkanna um að axla ábyrgð og snúa aftur að samningaborðinu. Sabine Leskopf varaborgarfulltrúi flutti hingað til lands frá Þýskalandi um aldamótin síðustu.Vísir/Þorbjörn ÞórðarsonSabine Leskopf varaborgarfulltrúi er fædd í Þýskalandi en flutti hingað til lands um aldamótin. „Þetta er útfrá stjórnarskránni frekar flókið af því að í Þýskalandi þarf að kjósa fyrst kanslara. Ef það gengur ekki upp með hreinum meirihluta þarf að kjósa aftur og aftur. Svo er þetta svolítið ákvörðun forsetans, hvað hann gerir, hvort hann tilnefni kanslara í minnihlutastjórn eða hvort kosið verði á ný. En þingið getur ekki leyst sjálft sig upp. Það gengur ekki,“ segir Sabine. Forseti Þýskalands getur tilnefnt kanslara í minnihlutastjórn ef flokkarnir koma sér ekki saman um kanslaraefni. Frank Walter-Steinmeier er ekki spenntur fyrir því enda hefur það aldrei verið gert áður. Martin Schulz leiðtogi Jafnaðarmanna hefur útilokað samstarf með Kristilegum demókrötum. Það er því ekki ósennilegt að boðað verði til nýrra kosninga í Þýskalandi. Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Fleiri fréttir Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Sjá meira
Í Þýskalandi blasir nú við erfiðasta stjórnarkreppa sem Þjóðverjar hafa staðið frammi fyrir í marga áratugi eftir að síðari viðræður Kristilegra demókrata, Frjálslynda flokksins og Græningja sigldu í strand rétt fyrir miðnætti í gærkvöldi. Forseti Þýskalands kallaði í dag eftir því að flokkarnir færu aftur að samningaborðinu. Ríkisstjórnarsamstarf blokkar Kristilegra demókrata (CDU/CSU, Frjálslynda flokksins (FDP) og Græningja hefur verið kallað Jamaíkastjórnin eða Jamaíkabandalagið og er það skírskotun til lita í merkjum flokkanna sem eru þeir sömu og í þjóðfána Jamaíka. Önnur umferð stjórnarmyndunarviðræðna þessara flokka hófst á föstudag. Laust fyrir miðnætti í gærkvöldi lá svo fyrir að flokkarnir þrír myndu ekki ná saman um myndun nýrrar ríkisstjórnar. Tæpir tveir mánuðir eru frá þingkosningunum 24. september. Frank-Walter Steinmeier forseti Þýskalands var ómyrkur í máli þegar hann ávarpaði fjölmiðla í Berlín í dag. „Við stöndum frammi fyrir fordæmislausum aðstæðum sem hafa ekki sést í Þýskalandi í 70 ár. Nú reynir á stjórnmálaflokkana sem aldrei fyrr. Stjórnarmyndun er alltaf erfitt ferli baráttu og deilna en verkefnið að mynda stjórn er sennilega æðsta verkefni sem kjósendur fela flokkunum í hverju lýðræðisríki. Og þetta verkefni er enn fyrir hendi,“ sagði Steinmeier í dag. Hann bað flokkanna um að axla ábyrgð og snúa aftur að samningaborðinu. Sabine Leskopf varaborgarfulltrúi flutti hingað til lands frá Þýskalandi um aldamótin síðustu.Vísir/Þorbjörn ÞórðarsonSabine Leskopf varaborgarfulltrúi er fædd í Þýskalandi en flutti hingað til lands um aldamótin. „Þetta er útfrá stjórnarskránni frekar flókið af því að í Þýskalandi þarf að kjósa fyrst kanslara. Ef það gengur ekki upp með hreinum meirihluta þarf að kjósa aftur og aftur. Svo er þetta svolítið ákvörðun forsetans, hvað hann gerir, hvort hann tilnefni kanslara í minnihlutastjórn eða hvort kosið verði á ný. En þingið getur ekki leyst sjálft sig upp. Það gengur ekki,“ segir Sabine. Forseti Þýskalands getur tilnefnt kanslara í minnihlutastjórn ef flokkarnir koma sér ekki saman um kanslaraefni. Frank Walter-Steinmeier er ekki spenntur fyrir því enda hefur það aldrei verið gert áður. Martin Schulz leiðtogi Jafnaðarmanna hefur útilokað samstarf með Kristilegum demókrötum. Það er því ekki ósennilegt að boðað verði til nýrra kosninga í Þýskalandi.
Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Fleiri fréttir Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Trump sver embættiseið: Hyggst undirrita fjölda tilskipana strax í dag Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Sjá meira