Gæti tekið þessa viku að skrifa stjórnarsáttmálann Þorbjörn Þórðarson skrifar 20. nóvember 2017 18:30 Formenn Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna héldu áfram að skrifa málefnasamning nýrrar ríkisstjórnar í ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu í dag en sú vinna gæti tekið alla þessa viku. Ekki er búið að skipta ráðuneytum á milli flokkanna en gengið er út frá því að Katrín Jakobsdóttir verði forsætisráðherra. Í dag er vika síðan að formlegar stjórnarmyndunarviðræður Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna hófust en það var mánudaginn 13. nóvember, daginn sem þingflokkarnir samþykktu að hefja formlegar viðræður. Í dag eru 23 dagar frá alþingiskosningum. Sigurður Ingi Jóhannsson var mættur fyrstur á fund formanna flokka í ráðherrabústaðnum í morgun. „Við ætlum að vanda okkur. Þetta skiptir máli og við ætlum að láta þetta standa út kjörtímabilið og þá er betra að vanda sig í upphafi. Við sjáum alveg til enda og það eru engin stórmál sem eru að trufla en það skiptir máli að fara vel ofan í það hvað þarf að gera svo við göngum öll í takt frá fyrsta degi,“ segir Sigurður Ingi. Formennirnir fengu í síðustu viku sérfræðinga til fundar við sig. Meðal annars landlækni og fulltrúa aðila vinnumarkaðarins. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir að þessir fundir hafi reynst gagnlegir. „Þeir hafa reynst mjög gagnlegir. Það liggur fyrir til að mynda gagnvart vinnumarkaðnum að það er eitt stærsta verkefnið sem blasir við. Þannig að okkur fannst mikilvægt að hefja það samtal til að átta okkur á því hvort það væri möguleiki á því að skapa einhverja umgjörð um slíkt samtal fram á við. Þannig að já, þetta hafa verið mjög gagnlegir fundir,“ segir Katrín. Formenn flokkanna segjast öll bjartsýn á að það takist að ljúka gerð málefnasamnings nýrrar ríkisstjórnar þótt það gæti tekið alla þessa viku. „Við erum að upplifa lengsta samfellda hagvaxtarskeið Íslandssögunnar og við einfaldlega verðum að taka höndum saman á vettvangi stjórnmálanna til þess að nýta þær einstöku aðstæður til þess að byggja upp landið og ná árangri við sókn í átt að betri lífskjörum. Það má ekki gerast að órói á stjórnmálasviðinu verði til þess að tækifærið glatist í efnahagsmálum og fyrir landsmenn alla,“ segir Bjarni Benediktsson. Kosningar 2017 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Formenn Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna héldu áfram að skrifa málefnasamning nýrrar ríkisstjórnar í ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu í dag en sú vinna gæti tekið alla þessa viku. Ekki er búið að skipta ráðuneytum á milli flokkanna en gengið er út frá því að Katrín Jakobsdóttir verði forsætisráðherra. Í dag er vika síðan að formlegar stjórnarmyndunarviðræður Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna hófust en það var mánudaginn 13. nóvember, daginn sem þingflokkarnir samþykktu að hefja formlegar viðræður. Í dag eru 23 dagar frá alþingiskosningum. Sigurður Ingi Jóhannsson var mættur fyrstur á fund formanna flokka í ráðherrabústaðnum í morgun. „Við ætlum að vanda okkur. Þetta skiptir máli og við ætlum að láta þetta standa út kjörtímabilið og þá er betra að vanda sig í upphafi. Við sjáum alveg til enda og það eru engin stórmál sem eru að trufla en það skiptir máli að fara vel ofan í það hvað þarf að gera svo við göngum öll í takt frá fyrsta degi,“ segir Sigurður Ingi. Formennirnir fengu í síðustu viku sérfræðinga til fundar við sig. Meðal annars landlækni og fulltrúa aðila vinnumarkaðarins. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna segir að þessir fundir hafi reynst gagnlegir. „Þeir hafa reynst mjög gagnlegir. Það liggur fyrir til að mynda gagnvart vinnumarkaðnum að það er eitt stærsta verkefnið sem blasir við. Þannig að okkur fannst mikilvægt að hefja það samtal til að átta okkur á því hvort það væri möguleiki á því að skapa einhverja umgjörð um slíkt samtal fram á við. Þannig að já, þetta hafa verið mjög gagnlegir fundir,“ segir Katrín. Formenn flokkanna segjast öll bjartsýn á að það takist að ljúka gerð málefnasamnings nýrrar ríkisstjórnar þótt það gæti tekið alla þessa viku. „Við erum að upplifa lengsta samfellda hagvaxtarskeið Íslandssögunnar og við einfaldlega verðum að taka höndum saman á vettvangi stjórnmálanna til þess að nýta þær einstöku aðstæður til þess að byggja upp landið og ná árangri við sókn í átt að betri lífskjörum. Það má ekki gerast að órói á stjórnmálasviðinu verði til þess að tækifærið glatist í efnahagsmálum og fyrir landsmenn alla,“ segir Bjarni Benediktsson.
Kosningar 2017 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira