Aðgerðaleysi … Gunnar Alexander Ólafsson skrifar 21. nóvember 2017 07:00 Ég hef lengi fylgst með þróun Landspítala-Háskólasjúkrahúss (LSH). Síðan spítalinn sameinaðist Borgarspítalanum hefur staðið til að byggja upp nýjar byggingar við Hringbraut. Byggingarsaga spítalans er að verða ein sorgarsaga og uppbygging hans gengur alltof hægt, þrátt fyrir digurbarkalegar yfirlýsingar stjórnmálamanna. Aðgerðaleysi undanfarin ár í að byggja upp Landspítalann helst í hendur við fjársvelti heilbrigðisþjónustunnar. Afleiðing aðgerðaleysis og fjársveltis hefur bitnað á þjónustu og gæðum spítalans og allri annarri framþróun í heilbrigðisþjónustunni, ekki síst t.d. á uppbyggingu öldrunarþjónustu í landinu. Þrátt fyrir þá augljósu staðreynd sem hefur legið fyrir í áratugi að öldruðum fer fjölgandi, hafa stjórnmálamenn neitað að mæta þeirri þróun með stefnu í málaflokknum og beinum aðgerðum. Afleiðingin er sú að þjónusta við aldraða heldur ekki í við fjölgun þeirra og fer því versnandi. Ein birtingarmynd þessa er að undanfarin ár hefur öldruðum sem „liggja fastir“ inni á LSH farið fjölgandi. Það þýðir að þessir sjúklingar fá ekki viðeigandi hjúkrunarþjónustu, annaðhvort á hjúkrunarheimili og/eða í heimahjúkrun. Nú er svo komið að um 100 aldraðir „liggja fastir“ m.a. á göngum, setustofum og í vinnurými starfsfólks á LSH. Fyrir tveimur árum lágu um 60 aldraðir „fastir“ inni á LSH. Þessi staðreynd gerir það að verkum að ekki er hægt að reka spítalann á fullum afköstum, þar sem legurými eru teppt vegna úrræðaleysis varðandi hjúkrunarþjónustu við aldraða. Aðgerðaleysi og fjársvelti er m.a. vegna þess að Framkvæmdasjóður aldraðra hefur aðeins til úthlutunar í stofnframkvæmdir 30% af því fjármagni sem sjóðurinn fær, því stjórnmálamönnum hefur tekist að láta 70% af því fé sem sjóðurinn fær renna til REKSTRAR hjúkrunarheimila! Vegna þessarar manngerðu hringavitleysu, þarf að leggja til nokkra milljarða, jafnvel tug, til að byggja upp hjúkrunarrými og styrkja heimaþjónustu við aldraða, þannig að hægt sé að fjölga rýmum á spítalanum til að keyra hann á fullum afköstum! Höfundur er heilsuhagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson Skoðun Skoðun Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason skrifar Sjá meira
Ég hef lengi fylgst með þróun Landspítala-Háskólasjúkrahúss (LSH). Síðan spítalinn sameinaðist Borgarspítalanum hefur staðið til að byggja upp nýjar byggingar við Hringbraut. Byggingarsaga spítalans er að verða ein sorgarsaga og uppbygging hans gengur alltof hægt, þrátt fyrir digurbarkalegar yfirlýsingar stjórnmálamanna. Aðgerðaleysi undanfarin ár í að byggja upp Landspítalann helst í hendur við fjársvelti heilbrigðisþjónustunnar. Afleiðing aðgerðaleysis og fjársveltis hefur bitnað á þjónustu og gæðum spítalans og allri annarri framþróun í heilbrigðisþjónustunni, ekki síst t.d. á uppbyggingu öldrunarþjónustu í landinu. Þrátt fyrir þá augljósu staðreynd sem hefur legið fyrir í áratugi að öldruðum fer fjölgandi, hafa stjórnmálamenn neitað að mæta þeirri þróun með stefnu í málaflokknum og beinum aðgerðum. Afleiðingin er sú að þjónusta við aldraða heldur ekki í við fjölgun þeirra og fer því versnandi. Ein birtingarmynd þessa er að undanfarin ár hefur öldruðum sem „liggja fastir“ inni á LSH farið fjölgandi. Það þýðir að þessir sjúklingar fá ekki viðeigandi hjúkrunarþjónustu, annaðhvort á hjúkrunarheimili og/eða í heimahjúkrun. Nú er svo komið að um 100 aldraðir „liggja fastir“ m.a. á göngum, setustofum og í vinnurými starfsfólks á LSH. Fyrir tveimur árum lágu um 60 aldraðir „fastir“ inni á LSH. Þessi staðreynd gerir það að verkum að ekki er hægt að reka spítalann á fullum afköstum, þar sem legurými eru teppt vegna úrræðaleysis varðandi hjúkrunarþjónustu við aldraða. Aðgerðaleysi og fjársvelti er m.a. vegna þess að Framkvæmdasjóður aldraðra hefur aðeins til úthlutunar í stofnframkvæmdir 30% af því fjármagni sem sjóðurinn fær, því stjórnmálamönnum hefur tekist að láta 70% af því fé sem sjóðurinn fær renna til REKSTRAR hjúkrunarheimila! Vegna þessarar manngerðu hringavitleysu, þarf að leggja til nokkra milljarða, jafnvel tug, til að byggja upp hjúkrunarrými og styrkja heimaþjónustu við aldraða, þannig að hægt sé að fjölga rýmum á spítalanum til að keyra hann á fullum afköstum! Höfundur er heilsuhagfræðingur.
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
„Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson Skoðun