„Skipið er orðið 38 ára gamalt og við ýmsu að búast“ Aron Ingi Guðmundsson skrifar 20. nóvember 2017 13:51 Gunnlaugur Grettisson segir bilunina mikið áfall. vísir/óskar p. friðriksson „Þetta eru okkur gríðarleg vonbrigði og mikið áfall,“ segir Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæferða, um bilunina sem kom upp í aðalvél ferjunnar Baldurs í gær. Allar ferðir hafa verið felldar niður og ekki liggur fyrir á þessum tímapunkti hve langan tíma viðgerð mun taka. Báturinn Særún mun þjónusta Flatey á meðan, en hún tekur ekki við bílum. Aðspurður segir Gunnlaugur bilunina ekki tengjast því að hætt hafi verið við að setja Baldur í slipp í haust. Slipptakan snúist um úttekt á öryggisbúnaði og það hafi allt verið innan marka. Ekki sé hægt að leggja það á Vestfirðinga að taka skipið tvisvar úr umferð á einu ári, en skipið var sent í siglingar til Vestmannaeyja í vor. „Skipið er orðið 38 ára gamalt og við ýmsu að búast. Það eru góðir menn þarna um borð sem fylgjast vel með, það hefði verið hægt að sigla áfram og hefðum við þá verið í verri málum. En það var gott að þeir voru árvökulir og lásu rétt í þær vísbendingar og tóku hárréttar ákvarðanir. Ég er mjög ánægður með það,“ segir hann. „Við erum að fara að funda um þetta með okkar sérfræðingum, það eru menn frá vélsmiðjunni Framtak sem vinna með okkur og svo okkar hæfu vélstjórar. Þetta getur verið flókið mál við að eiga en við erum með góða menn í verkinu. Það er ákveðin pressa að hafa Baldur í umferð vegna vegamálanna á sunnanverðum Vestfjörðum. Blessunarlega erum við ekki komin í versta árstímann hvað veður varðar og erum við í sambandi við Vegagerðina um að halda vegum opnum,“ bætir hann við. Gunnlaugur segir að það sé unnið dag og nótt við viðgerðina og fundað verður klukkan 16 í dag og vonandi fást frekari upplýsingar þá. “Þetta eru okkur gríðarleg vonbrigði og mikið áfall.” Gunnlaugur segir að báturinn Særún muni þjónusta Flatey á meðan að viðgerð á Baldri standi yfir, en Særún geti þó ekki tekið við bílum. Það sé þó mögulega hægt að fara yfir á Brjánslæk með hópa ef það þarf og mun þetta vera skoðað með Vegagerðinni síðar í dag. Þá segir hann að endurnýjun ferjunnar sé í skoðun, en hún var keypt árið 2015, rétt áður en Eimskip keypti félagið. Það komi tími á þetta skip eins og önnur, en reksturinn sé lítill og þeim þröngur stakkur sniðinn. Tengdar fréttir Ferðir Baldurs falla niður Bilun er í aðalvél ferjunnar og stendur viðgerð yfir. 20. nóvember 2017 10:41 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
„Þetta eru okkur gríðarleg vonbrigði og mikið áfall,“ segir Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæferða, um bilunina sem kom upp í aðalvél ferjunnar Baldurs í gær. Allar ferðir hafa verið felldar niður og ekki liggur fyrir á þessum tímapunkti hve langan tíma viðgerð mun taka. Báturinn Særún mun þjónusta Flatey á meðan, en hún tekur ekki við bílum. Aðspurður segir Gunnlaugur bilunina ekki tengjast því að hætt hafi verið við að setja Baldur í slipp í haust. Slipptakan snúist um úttekt á öryggisbúnaði og það hafi allt verið innan marka. Ekki sé hægt að leggja það á Vestfirðinga að taka skipið tvisvar úr umferð á einu ári, en skipið var sent í siglingar til Vestmannaeyja í vor. „Skipið er orðið 38 ára gamalt og við ýmsu að búast. Það eru góðir menn þarna um borð sem fylgjast vel með, það hefði verið hægt að sigla áfram og hefðum við þá verið í verri málum. En það var gott að þeir voru árvökulir og lásu rétt í þær vísbendingar og tóku hárréttar ákvarðanir. Ég er mjög ánægður með það,“ segir hann. „Við erum að fara að funda um þetta með okkar sérfræðingum, það eru menn frá vélsmiðjunni Framtak sem vinna með okkur og svo okkar hæfu vélstjórar. Þetta getur verið flókið mál við að eiga en við erum með góða menn í verkinu. Það er ákveðin pressa að hafa Baldur í umferð vegna vegamálanna á sunnanverðum Vestfjörðum. Blessunarlega erum við ekki komin í versta árstímann hvað veður varðar og erum við í sambandi við Vegagerðina um að halda vegum opnum,“ bætir hann við. Gunnlaugur segir að það sé unnið dag og nótt við viðgerðina og fundað verður klukkan 16 í dag og vonandi fást frekari upplýsingar þá. “Þetta eru okkur gríðarleg vonbrigði og mikið áfall.” Gunnlaugur segir að báturinn Særún muni þjónusta Flatey á meðan að viðgerð á Baldri standi yfir, en Særún geti þó ekki tekið við bílum. Það sé þó mögulega hægt að fara yfir á Brjánslæk með hópa ef það þarf og mun þetta vera skoðað með Vegagerðinni síðar í dag. Þá segir hann að endurnýjun ferjunnar sé í skoðun, en hún var keypt árið 2015, rétt áður en Eimskip keypti félagið. Það komi tími á þetta skip eins og önnur, en reksturinn sé lítill og þeim þröngur stakkur sniðinn.
Tengdar fréttir Ferðir Baldurs falla niður Bilun er í aðalvél ferjunnar og stendur viðgerð yfir. 20. nóvember 2017 10:41 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Ferðir Baldurs falla niður Bilun er í aðalvél ferjunnar og stendur viðgerð yfir. 20. nóvember 2017 10:41