„Skipið er orðið 38 ára gamalt og við ýmsu að búast“ Aron Ingi Guðmundsson skrifar 20. nóvember 2017 13:51 Gunnlaugur Grettisson segir bilunina mikið áfall. vísir/óskar p. friðriksson „Þetta eru okkur gríðarleg vonbrigði og mikið áfall,“ segir Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæferða, um bilunina sem kom upp í aðalvél ferjunnar Baldurs í gær. Allar ferðir hafa verið felldar niður og ekki liggur fyrir á þessum tímapunkti hve langan tíma viðgerð mun taka. Báturinn Særún mun þjónusta Flatey á meðan, en hún tekur ekki við bílum. Aðspurður segir Gunnlaugur bilunina ekki tengjast því að hætt hafi verið við að setja Baldur í slipp í haust. Slipptakan snúist um úttekt á öryggisbúnaði og það hafi allt verið innan marka. Ekki sé hægt að leggja það á Vestfirðinga að taka skipið tvisvar úr umferð á einu ári, en skipið var sent í siglingar til Vestmannaeyja í vor. „Skipið er orðið 38 ára gamalt og við ýmsu að búast. Það eru góðir menn þarna um borð sem fylgjast vel með, það hefði verið hægt að sigla áfram og hefðum við þá verið í verri málum. En það var gott að þeir voru árvökulir og lásu rétt í þær vísbendingar og tóku hárréttar ákvarðanir. Ég er mjög ánægður með það,“ segir hann. „Við erum að fara að funda um þetta með okkar sérfræðingum, það eru menn frá vélsmiðjunni Framtak sem vinna með okkur og svo okkar hæfu vélstjórar. Þetta getur verið flókið mál við að eiga en við erum með góða menn í verkinu. Það er ákveðin pressa að hafa Baldur í umferð vegna vegamálanna á sunnanverðum Vestfjörðum. Blessunarlega erum við ekki komin í versta árstímann hvað veður varðar og erum við í sambandi við Vegagerðina um að halda vegum opnum,“ bætir hann við. Gunnlaugur segir að það sé unnið dag og nótt við viðgerðina og fundað verður klukkan 16 í dag og vonandi fást frekari upplýsingar þá. “Þetta eru okkur gríðarleg vonbrigði og mikið áfall.” Gunnlaugur segir að báturinn Særún muni þjónusta Flatey á meðan að viðgerð á Baldri standi yfir, en Særún geti þó ekki tekið við bílum. Það sé þó mögulega hægt að fara yfir á Brjánslæk með hópa ef það þarf og mun þetta vera skoðað með Vegagerðinni síðar í dag. Þá segir hann að endurnýjun ferjunnar sé í skoðun, en hún var keypt árið 2015, rétt áður en Eimskip keypti félagið. Það komi tími á þetta skip eins og önnur, en reksturinn sé lítill og þeim þröngur stakkur sniðinn. Tengdar fréttir Ferðir Baldurs falla niður Bilun er í aðalvél ferjunnar og stendur viðgerð yfir. 20. nóvember 2017 10:41 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira
„Þetta eru okkur gríðarleg vonbrigði og mikið áfall,“ segir Gunnlaugur Grettisson, framkvæmdastjóri Sæferða, um bilunina sem kom upp í aðalvél ferjunnar Baldurs í gær. Allar ferðir hafa verið felldar niður og ekki liggur fyrir á þessum tímapunkti hve langan tíma viðgerð mun taka. Báturinn Særún mun þjónusta Flatey á meðan, en hún tekur ekki við bílum. Aðspurður segir Gunnlaugur bilunina ekki tengjast því að hætt hafi verið við að setja Baldur í slipp í haust. Slipptakan snúist um úttekt á öryggisbúnaði og það hafi allt verið innan marka. Ekki sé hægt að leggja það á Vestfirðinga að taka skipið tvisvar úr umferð á einu ári, en skipið var sent í siglingar til Vestmannaeyja í vor. „Skipið er orðið 38 ára gamalt og við ýmsu að búast. Það eru góðir menn þarna um borð sem fylgjast vel með, það hefði verið hægt að sigla áfram og hefðum við þá verið í verri málum. En það var gott að þeir voru árvökulir og lásu rétt í þær vísbendingar og tóku hárréttar ákvarðanir. Ég er mjög ánægður með það,“ segir hann. „Við erum að fara að funda um þetta með okkar sérfræðingum, það eru menn frá vélsmiðjunni Framtak sem vinna með okkur og svo okkar hæfu vélstjórar. Þetta getur verið flókið mál við að eiga en við erum með góða menn í verkinu. Það er ákveðin pressa að hafa Baldur í umferð vegna vegamálanna á sunnanverðum Vestfjörðum. Blessunarlega erum við ekki komin í versta árstímann hvað veður varðar og erum við í sambandi við Vegagerðina um að halda vegum opnum,“ bætir hann við. Gunnlaugur segir að það sé unnið dag og nótt við viðgerðina og fundað verður klukkan 16 í dag og vonandi fást frekari upplýsingar þá. “Þetta eru okkur gríðarleg vonbrigði og mikið áfall.” Gunnlaugur segir að báturinn Særún muni þjónusta Flatey á meðan að viðgerð á Baldri standi yfir, en Særún geti þó ekki tekið við bílum. Það sé þó mögulega hægt að fara yfir á Brjánslæk með hópa ef það þarf og mun þetta vera skoðað með Vegagerðinni síðar í dag. Þá segir hann að endurnýjun ferjunnar sé í skoðun, en hún var keypt árið 2015, rétt áður en Eimskip keypti félagið. Það komi tími á þetta skip eins og önnur, en reksturinn sé lítill og þeim þröngur stakkur sniðinn.
Tengdar fréttir Ferðir Baldurs falla niður Bilun er í aðalvél ferjunnar og stendur viðgerð yfir. 20. nóvember 2017 10:41 Mest lesið „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Níu létust í árásinni í Vancouver Erlent Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Áætlun Trump gangi engan veginn upp Innlent Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Erlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Fleiri fréttir Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Sjá meira
Ferðir Baldurs falla niður Bilun er í aðalvél ferjunnar og stendur viðgerð yfir. 20. nóvember 2017 10:41