Öræfajökull að vakna aftur til lífs: „Verðum að fylgjast vel með“ Birgir Olgeirsson skrifar 20. nóvember 2017 11:23 Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur fór yfir helstu tíðindi af Öræfajökli í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Vísir/Vilhelm/GVA Jarðvísindamenn reyna nú að komast að því að olli því að sigketill myndaðist í miðri öskju Öræfajökuls. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur ræddi málið í þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun. Hann sagði að mögulega gætu jarðskjálftar á svæðinu hafa opnað sprungur að heitu svæði sem bræddi íshelluna. Einnig gæti kvika verið að troða sér inn í Öræfajökul. „Við þurfum að gera betri mælingar og athuganir til að átta okkur á þessari atburðarás,“ sagði Magnús Tumi.Undanfari Eyjafjallajökuls 16 til 18 ár Hann sagði jarðskjálfta vera líklegan undanfara eldgoss í Öræfajökli. Landris og aukin jarðhitavirkni segi einnig einhverja sögu og hægt að líta til hvernig aðrar kaldar eldstöðvar hafa hegðað sér þar sem ekki hefur gosið nema með nokkur hundruð ára millibili. Slíkar eldstöðvar þurfa að sögn Magnúsar Tuma að leggja töluvert á sig til að gjósa. Miklir jarðskjálftar voru í Eyjafjallajökli áður en gosið þar hófst árið 2010 og búast megi við það að Öræfajökull hegði sér með svipuðum hætti. „Ef það er það sem stefnir í gæti verið dálítill tími í það. Í Eyjafjallajökli var það sextán til átján ár,“ sagði Magnús Tumi.Tvö gos á sögulegum tíma Á sögulegum tíma hefur gosið í tvígang í Öræfajökli, árin 1362 og 1727. Gosið árið 1362 var með þeim stærstu sem orðið hafa á Íslandi. Um var að ræða sprengigos sem fylgdu um 10 rúmkílómetrar af gosefnum sem lögðust yfir Suðausturland og Austurland en aska frá þessu gosi fannst í jarðvegi víða í Evrópu og Skandinavíu. Magnús Tumi rakti hvernig Litla hérað, sem þótti góð sveit, eyddist í þessu gosi. Svæðið var byggt upp aftur síðar meir og hefur verið nefnd Öræfi síðan. Nafn með rentu enda var ekki búið á svæðinu næstu hundrað árin. Magnús Tumi segir ekki vitað með vissu afdrif íbúa Litla héraðs en talið er að þeir hafi farist í þessu gosi. Eldgosið árið 1727 var minna, en þó nokkuð, og olli miklu jökulhlaupi.Vakning Öræfajökuls tekin alvarlega Magnús Tumi sagði ljóst að Öræfajökull væri að vakna aftur til lífsins og það verði að taka alvarlega. „En það er sennilegast að ef hann ætlar að gjósa á næstunni þá sé nú svolítið í það. Þá er ég ekki að tala um í dag, vikur eða mánuði, en við verðum að fylgjast vel með.“ Hann sagði byggðina í Öræfasveit raðast þannig að flestum bæjum sé raðað þannig að þeir séu í sem mestu skjóli fyrir flóðum. Fyrir nokkrum árum var unnið ítarlegt hættumat af jökulhlaupum frá Öræfajökli þannig að vitað er nokkurn veginn hvert hlaup munu fara ef þau færu niður hinn eða þennan skriðjökulinn.Aðstæður mjög breyttar á fimm árum Magnús Tumi benti á að aðstæður í Öræfasveit séu með allt öðrum hætti í dag en fyrir fimm árum. Í dag séu miklu meira af fólki í Öræfasveit allan ársins hring vegna ferðamennsku. Hann sagði þessa náttúruvá fylgja því að búa á Íslandi. Þessi náttúruvá verði þó þess valdandi að fólk erlendis frá komi hingað til lands til að skoða hana. Íslendingar þurfi að vera viðbúnir og íbúar í Öræfasveit séu mjög vel upplýstir um þennan nágranna sinn sem Öræfajökull er. Verður fundað með íbúum annað kvöld og farið yfir þessi mál. Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Óvissustig almannavarna áfram í gildi vegna Öræfajökuls Stöðufundur var haldinn á Veðurstofu Íslands í kvöld til þess að reyna fá skýrari mynd um hvað sé að gerast í Öræfajökli en í gær kom í ljós nýr sigketill sem segir til um að eldstöðin sé að vakna til lífsins. Óvissustig almannavarna verður áfram í gildi á meðan staðan er rannsökuð. 18. nóvember 2017 22:30 Rýmingaráætlun útfærð með hjálp íbúa við Öræfajökul Í nýlegu hættumati vegna óvissustigsins við jökulinn kemur m.a. fram að aðeins 20 mínútur myndu líða frá því að eldgos næði til yfirborðs á jöklinum og þangað til að flóð væri komið að þjóðvegi 1. 19. nóvember 2017 16:02 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir „Fólk er uggandi“ Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Sjá meira
Jarðvísindamenn reyna nú að komast að því að olli því að sigketill myndaðist í miðri öskju Öræfajökuls. Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur ræddi málið í þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun. Hann sagði að mögulega gætu jarðskjálftar á svæðinu hafa opnað sprungur að heitu svæði sem bræddi íshelluna. Einnig gæti kvika verið að troða sér inn í Öræfajökul. „Við þurfum að gera betri mælingar og athuganir til að átta okkur á þessari atburðarás,“ sagði Magnús Tumi.Undanfari Eyjafjallajökuls 16 til 18 ár Hann sagði jarðskjálfta vera líklegan undanfara eldgoss í Öræfajökli. Landris og aukin jarðhitavirkni segi einnig einhverja sögu og hægt að líta til hvernig aðrar kaldar eldstöðvar hafa hegðað sér þar sem ekki hefur gosið nema með nokkur hundruð ára millibili. Slíkar eldstöðvar þurfa að sögn Magnúsar Tuma að leggja töluvert á sig til að gjósa. Miklir jarðskjálftar voru í Eyjafjallajökli áður en gosið þar hófst árið 2010 og búast megi við það að Öræfajökull hegði sér með svipuðum hætti. „Ef það er það sem stefnir í gæti verið dálítill tími í það. Í Eyjafjallajökli var það sextán til átján ár,“ sagði Magnús Tumi.Tvö gos á sögulegum tíma Á sögulegum tíma hefur gosið í tvígang í Öræfajökli, árin 1362 og 1727. Gosið árið 1362 var með þeim stærstu sem orðið hafa á Íslandi. Um var að ræða sprengigos sem fylgdu um 10 rúmkílómetrar af gosefnum sem lögðust yfir Suðausturland og Austurland en aska frá þessu gosi fannst í jarðvegi víða í Evrópu og Skandinavíu. Magnús Tumi rakti hvernig Litla hérað, sem þótti góð sveit, eyddist í þessu gosi. Svæðið var byggt upp aftur síðar meir og hefur verið nefnd Öræfi síðan. Nafn með rentu enda var ekki búið á svæðinu næstu hundrað árin. Magnús Tumi segir ekki vitað með vissu afdrif íbúa Litla héraðs en talið er að þeir hafi farist í þessu gosi. Eldgosið árið 1727 var minna, en þó nokkuð, og olli miklu jökulhlaupi.Vakning Öræfajökuls tekin alvarlega Magnús Tumi sagði ljóst að Öræfajökull væri að vakna aftur til lífsins og það verði að taka alvarlega. „En það er sennilegast að ef hann ætlar að gjósa á næstunni þá sé nú svolítið í það. Þá er ég ekki að tala um í dag, vikur eða mánuði, en við verðum að fylgjast vel með.“ Hann sagði byggðina í Öræfasveit raðast þannig að flestum bæjum sé raðað þannig að þeir séu í sem mestu skjóli fyrir flóðum. Fyrir nokkrum árum var unnið ítarlegt hættumat af jökulhlaupum frá Öræfajökli þannig að vitað er nokkurn veginn hvert hlaup munu fara ef þau færu niður hinn eða þennan skriðjökulinn.Aðstæður mjög breyttar á fimm árum Magnús Tumi benti á að aðstæður í Öræfasveit séu með allt öðrum hætti í dag en fyrir fimm árum. Í dag séu miklu meira af fólki í Öræfasveit allan ársins hring vegna ferðamennsku. Hann sagði þessa náttúruvá fylgja því að búa á Íslandi. Þessi náttúruvá verði þó þess valdandi að fólk erlendis frá komi hingað til lands til að skoða hana. Íslendingar þurfi að vera viðbúnir og íbúar í Öræfasveit séu mjög vel upplýstir um þennan nágranna sinn sem Öræfajökull er. Verður fundað með íbúum annað kvöld og farið yfir þessi mál.
Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Óvissustig almannavarna áfram í gildi vegna Öræfajökuls Stöðufundur var haldinn á Veðurstofu Íslands í kvöld til þess að reyna fá skýrari mynd um hvað sé að gerast í Öræfajökli en í gær kom í ljós nýr sigketill sem segir til um að eldstöðin sé að vakna til lífsins. Óvissustig almannavarna verður áfram í gildi á meðan staðan er rannsökuð. 18. nóvember 2017 22:30 Rýmingaráætlun útfærð með hjálp íbúa við Öræfajökul Í nýlegu hættumati vegna óvissustigsins við jökulinn kemur m.a. fram að aðeins 20 mínútur myndu líða frá því að eldgos næði til yfirborðs á jöklinum og þangað til að flóð væri komið að þjóðvegi 1. 19. nóvember 2017 16:02 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir „Fólk er uggandi“ Aðeins bjartsýnustu menn geti rekið skíðasvæði á Íslandi Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Sjá meira
Óvissustig almannavarna áfram í gildi vegna Öræfajökuls Stöðufundur var haldinn á Veðurstofu Íslands í kvöld til þess að reyna fá skýrari mynd um hvað sé að gerast í Öræfajökli en í gær kom í ljós nýr sigketill sem segir til um að eldstöðin sé að vakna til lífsins. Óvissustig almannavarna verður áfram í gildi á meðan staðan er rannsökuð. 18. nóvember 2017 22:30
Rýmingaráætlun útfærð með hjálp íbúa við Öræfajökul Í nýlegu hættumati vegna óvissustigsins við jökulinn kemur m.a. fram að aðeins 20 mínútur myndu líða frá því að eldgos næði til yfirborðs á jöklinum og þangað til að flóð væri komið að þjóðvegi 1. 19. nóvember 2017 16:02