Reginn kaupir turninn við Höfðatorg Daníel Freyr Birkisson skrifar 20. nóvember 2017 09:45 Fasteignafélagið FAST-1 keypti turninn við Höfðatorg af Íslandsbanka árið 2013. Vísir/GVA Fasteignafélagið Reginn hf. skrifaði í gær undir samning um einkaviðræður og helstu skilmála vegna fyrirhugaðra kaupa á öllu hlutafé dótturfélaganna Fast-1, HTO og Fast-2. Fyrirhuguð kaup miðast við að heildarvirði félaganna sé um 23,2 milljarðar króna. Meðal eigna þeirra eru Katrínartún 2 (turninn við Höfðatorg) og Borgartún 8-16. Aðrar eignir félagsins eru Skúlagata 21, Vegmúli 3 og Skútuvogur 1. Markaðurinn, fylgirit Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál, greindi frá því í lok ágúst að Fast-1 væri að undirbúa sölu á öllum eignum samstæðunnar og að fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka yrði ráðgjafi seljenda í söluferlinu. Ef að kaupunum verður er áætlað að EBITDA Regins hækki um 1,24 milljarða á ársgrundvelli og að eignasafn stækki um 14 prósent miðað við fermetra. Reginn mun gefa út nýtt hlutafé að markaðsvirði 5,8 milljarða króna á meðalgengi hlutabréfa Regins undangengis mánaðar fyrir undirritun kaupsamnings auk þess sem viðskiptin verða fjármögnuð með útgáfu á nýjum skuldabréfaflokki undir útgáfuramma Regins. Takmörkun verður á viðskiptum með 2/3 af hlutum sem gefnir verða út vegna viðskiptanna, í annars vegar 2 mánuði og hins vegar 4 mánuði. Fast-1 fengi því afhent ný hlutabréf í Regin sem næmi um 13 prósenta eignarhlut í fasteignafélaginu. Meðal stærstu hluthafa Fast-1 eru Gildi lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóður verzlunarmanna, en hlutur þeirra er um 20 prósent hver. Auk þess eru Festa lífeyrissjóður með um 10 prósent hlut og Almenni lífeyrissjóðurinn tæplega 7 prósent. Með skiptunum verður eignasafn Regins hf. 366 þúsund fermetrar en eignir ofangreindra félaga telja 44 þúsund fermetra ásamt bílakjallara með 600 bílastæðum. Fjárfestingastefna Regins felur í sér að auka hlut félagsins í hágæða atvinnuhúsnæði á sterkum markaðssvæðum. Viðskiptin eru m.a. háð skilyrðum um að samkomulag náist um endanlegan kaupsamning, niðurstöðu áreiðanleikakannana, samþykki hluthafafundar fyrir aukningu hlutafjár, samþykki stjórnar fyrir útgáfu skuldabréfaflokks og samþykki Samkeppniseftirlitsins. Gangi viðskiptin eftir er gert ráð fyrir að þeim ljúki á 2. ársfjórðungi 2018. Tengdar fréttir Lífeyrissjóðir að selja turninn við Höfðatorg Fasteignafélag í eigu lífeyrissjóða undirbýr nú sölu á öllum eignum félagsins sem eru metnar á um 22 milljarða króna. Langsamlega stærsta eignin er turninn við Höfðatorg. Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hefur umsjón með söluferlinu. 30. ágúst 2017 07:30 Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Sjá meira
Fasteignafélagið Reginn hf. skrifaði í gær undir samning um einkaviðræður og helstu skilmála vegna fyrirhugaðra kaupa á öllu hlutafé dótturfélaganna Fast-1, HTO og Fast-2. Fyrirhuguð kaup miðast við að heildarvirði félaganna sé um 23,2 milljarðar króna. Meðal eigna þeirra eru Katrínartún 2 (turninn við Höfðatorg) og Borgartún 8-16. Aðrar eignir félagsins eru Skúlagata 21, Vegmúli 3 og Skútuvogur 1. Markaðurinn, fylgirit Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál, greindi frá því í lok ágúst að Fast-1 væri að undirbúa sölu á öllum eignum samstæðunnar og að fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka yrði ráðgjafi seljenda í söluferlinu. Ef að kaupunum verður er áætlað að EBITDA Regins hækki um 1,24 milljarða á ársgrundvelli og að eignasafn stækki um 14 prósent miðað við fermetra. Reginn mun gefa út nýtt hlutafé að markaðsvirði 5,8 milljarða króna á meðalgengi hlutabréfa Regins undangengis mánaðar fyrir undirritun kaupsamnings auk þess sem viðskiptin verða fjármögnuð með útgáfu á nýjum skuldabréfaflokki undir útgáfuramma Regins. Takmörkun verður á viðskiptum með 2/3 af hlutum sem gefnir verða út vegna viðskiptanna, í annars vegar 2 mánuði og hins vegar 4 mánuði. Fast-1 fengi því afhent ný hlutabréf í Regin sem næmi um 13 prósenta eignarhlut í fasteignafélaginu. Meðal stærstu hluthafa Fast-1 eru Gildi lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóður verzlunarmanna, en hlutur þeirra er um 20 prósent hver. Auk þess eru Festa lífeyrissjóður með um 10 prósent hlut og Almenni lífeyrissjóðurinn tæplega 7 prósent. Með skiptunum verður eignasafn Regins hf. 366 þúsund fermetrar en eignir ofangreindra félaga telja 44 þúsund fermetra ásamt bílakjallara með 600 bílastæðum. Fjárfestingastefna Regins felur í sér að auka hlut félagsins í hágæða atvinnuhúsnæði á sterkum markaðssvæðum. Viðskiptin eru m.a. háð skilyrðum um að samkomulag náist um endanlegan kaupsamning, niðurstöðu áreiðanleikakannana, samþykki hluthafafundar fyrir aukningu hlutafjár, samþykki stjórnar fyrir útgáfu skuldabréfaflokks og samþykki Samkeppniseftirlitsins. Gangi viðskiptin eftir er gert ráð fyrir að þeim ljúki á 2. ársfjórðungi 2018.
Tengdar fréttir Lífeyrissjóðir að selja turninn við Höfðatorg Fasteignafélag í eigu lífeyrissjóða undirbýr nú sölu á öllum eignum félagsins sem eru metnar á um 22 milljarða króna. Langsamlega stærsta eignin er turninn við Höfðatorg. Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hefur umsjón með söluferlinu. 30. ágúst 2017 07:30 Mest lesið „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Viðskipti innlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Sjá meira
Lífeyrissjóðir að selja turninn við Höfðatorg Fasteignafélag í eigu lífeyrissjóða undirbýr nú sölu á öllum eignum félagsins sem eru metnar á um 22 milljarða króna. Langsamlega stærsta eignin er turninn við Höfðatorg. Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hefur umsjón með söluferlinu. 30. ágúst 2017 07:30