Reginn kaupir turninn við Höfðatorg Daníel Freyr Birkisson skrifar 20. nóvember 2017 09:45 Fasteignafélagið FAST-1 keypti turninn við Höfðatorg af Íslandsbanka árið 2013. Vísir/GVA Fasteignafélagið Reginn hf. skrifaði í gær undir samning um einkaviðræður og helstu skilmála vegna fyrirhugaðra kaupa á öllu hlutafé dótturfélaganna Fast-1, HTO og Fast-2. Fyrirhuguð kaup miðast við að heildarvirði félaganna sé um 23,2 milljarðar króna. Meðal eigna þeirra eru Katrínartún 2 (turninn við Höfðatorg) og Borgartún 8-16. Aðrar eignir félagsins eru Skúlagata 21, Vegmúli 3 og Skútuvogur 1. Markaðurinn, fylgirit Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál, greindi frá því í lok ágúst að Fast-1 væri að undirbúa sölu á öllum eignum samstæðunnar og að fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka yrði ráðgjafi seljenda í söluferlinu. Ef að kaupunum verður er áætlað að EBITDA Regins hækki um 1,24 milljarða á ársgrundvelli og að eignasafn stækki um 14 prósent miðað við fermetra. Reginn mun gefa út nýtt hlutafé að markaðsvirði 5,8 milljarða króna á meðalgengi hlutabréfa Regins undangengis mánaðar fyrir undirritun kaupsamnings auk þess sem viðskiptin verða fjármögnuð með útgáfu á nýjum skuldabréfaflokki undir útgáfuramma Regins. Takmörkun verður á viðskiptum með 2/3 af hlutum sem gefnir verða út vegna viðskiptanna, í annars vegar 2 mánuði og hins vegar 4 mánuði. Fast-1 fengi því afhent ný hlutabréf í Regin sem næmi um 13 prósenta eignarhlut í fasteignafélaginu. Meðal stærstu hluthafa Fast-1 eru Gildi lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóður verzlunarmanna, en hlutur þeirra er um 20 prósent hver. Auk þess eru Festa lífeyrissjóður með um 10 prósent hlut og Almenni lífeyrissjóðurinn tæplega 7 prósent. Með skiptunum verður eignasafn Regins hf. 366 þúsund fermetrar en eignir ofangreindra félaga telja 44 þúsund fermetra ásamt bílakjallara með 600 bílastæðum. Fjárfestingastefna Regins felur í sér að auka hlut félagsins í hágæða atvinnuhúsnæði á sterkum markaðssvæðum. Viðskiptin eru m.a. háð skilyrðum um að samkomulag náist um endanlegan kaupsamning, niðurstöðu áreiðanleikakannana, samþykki hluthafafundar fyrir aukningu hlutafjár, samþykki stjórnar fyrir útgáfu skuldabréfaflokks og samþykki Samkeppniseftirlitsins. Gangi viðskiptin eftir er gert ráð fyrir að þeim ljúki á 2. ársfjórðungi 2018. Tengdar fréttir Lífeyrissjóðir að selja turninn við Höfðatorg Fasteignafélag í eigu lífeyrissjóða undirbýr nú sölu á öllum eignum félagsins sem eru metnar á um 22 milljarða króna. Langsamlega stærsta eignin er turninn við Höfðatorg. Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hefur umsjón með söluferlinu. 30. ágúst 2017 07:30 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Sjá meira
Fasteignafélagið Reginn hf. skrifaði í gær undir samning um einkaviðræður og helstu skilmála vegna fyrirhugaðra kaupa á öllu hlutafé dótturfélaganna Fast-1, HTO og Fast-2. Fyrirhuguð kaup miðast við að heildarvirði félaganna sé um 23,2 milljarðar króna. Meðal eigna þeirra eru Katrínartún 2 (turninn við Höfðatorg) og Borgartún 8-16. Aðrar eignir félagsins eru Skúlagata 21, Vegmúli 3 og Skútuvogur 1. Markaðurinn, fylgirit Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál, greindi frá því í lok ágúst að Fast-1 væri að undirbúa sölu á öllum eignum samstæðunnar og að fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka yrði ráðgjafi seljenda í söluferlinu. Ef að kaupunum verður er áætlað að EBITDA Regins hækki um 1,24 milljarða á ársgrundvelli og að eignasafn stækki um 14 prósent miðað við fermetra. Reginn mun gefa út nýtt hlutafé að markaðsvirði 5,8 milljarða króna á meðalgengi hlutabréfa Regins undangengis mánaðar fyrir undirritun kaupsamnings auk þess sem viðskiptin verða fjármögnuð með útgáfu á nýjum skuldabréfaflokki undir útgáfuramma Regins. Takmörkun verður á viðskiptum með 2/3 af hlutum sem gefnir verða út vegna viðskiptanna, í annars vegar 2 mánuði og hins vegar 4 mánuði. Fast-1 fengi því afhent ný hlutabréf í Regin sem næmi um 13 prósenta eignarhlut í fasteignafélaginu. Meðal stærstu hluthafa Fast-1 eru Gildi lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins og Lífeyrissjóður verzlunarmanna, en hlutur þeirra er um 20 prósent hver. Auk þess eru Festa lífeyrissjóður með um 10 prósent hlut og Almenni lífeyrissjóðurinn tæplega 7 prósent. Með skiptunum verður eignasafn Regins hf. 366 þúsund fermetrar en eignir ofangreindra félaga telja 44 þúsund fermetra ásamt bílakjallara með 600 bílastæðum. Fjárfestingastefna Regins felur í sér að auka hlut félagsins í hágæða atvinnuhúsnæði á sterkum markaðssvæðum. Viðskiptin eru m.a. háð skilyrðum um að samkomulag náist um endanlegan kaupsamning, niðurstöðu áreiðanleikakannana, samþykki hluthafafundar fyrir aukningu hlutafjár, samþykki stjórnar fyrir útgáfu skuldabréfaflokks og samþykki Samkeppniseftirlitsins. Gangi viðskiptin eftir er gert ráð fyrir að þeim ljúki á 2. ársfjórðungi 2018.
Tengdar fréttir Lífeyrissjóðir að selja turninn við Höfðatorg Fasteignafélag í eigu lífeyrissjóða undirbýr nú sölu á öllum eignum félagsins sem eru metnar á um 22 milljarða króna. Langsamlega stærsta eignin er turninn við Höfðatorg. Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hefur umsjón með söluferlinu. 30. ágúst 2017 07:30 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Sjá meira
Lífeyrissjóðir að selja turninn við Höfðatorg Fasteignafélag í eigu lífeyrissjóða undirbýr nú sölu á öllum eignum félagsins sem eru metnar á um 22 milljarða króna. Langsamlega stærsta eignin er turninn við Höfðatorg. Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hefur umsjón með söluferlinu. 30. ágúst 2017 07:30