Fótbolti

Algjört hrun í markaskorun hjá Cristiano Ronaldo í spænsku deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo.
Cristiano Ronaldo. Vísir/Getty
Cristiano Ronaldo hefur safnað að sér verðlaunum í haust og varð pabbi í fjórða sinn á dögunum. Lífið leikur við kappann eða alveg þangað til að kemur að því að koma boltanum í markið í spænsku deildinni.

Cristiano Ronaldo náði ekki að skora í markalausu jafntefli Real Madrid og Atletico Madrid um helgina og það hlýtur að vera erfitt fyrir þennan metnaðarfulla leikmenn að horfa á tölfræði sína í spænsku deildinni það sem af er á þessu tímabili.

Cristiano Ronaldo hefur nefnilega aðeins skorað eitt mark í átta deildarleikjum í byrjun tímabilsins og stoðsendingarnar eru „aðeins“ tvær.









Ronaldo hefur þegar reynt 55 skot í þessum átta leikjum og er því með aðeins tæplega tvö prósent skotnýtingu í spænsku deildinni.

Þegar við skoðum tölfræði Cristiano Ronaldo frá síðustu tímabilum með Real Madrid þá er um að ræða algjört hrun í markaskorun hjá Cristiano Ronaldo í spænsku deildinni.

Hann var kominn með sjö fleiri mörk á sama tíma á síðustu tveimur tímabilum á undan og tímabilið 2014-15 þá var hann búinn að skorað nítján fleiri mörk en í vetur.





Það sem meira er að þetta markaleysi Cristiano Ronaldo á sinn þátt í því að Real Madrid liðið er þegar komið tíu stigum á eftir toppliði Barcelona eftir þessar tólf umferðir. Real Madrid er meira að segja sex stigum frá öðru sætinu þar sem Valencia er.

Það er kannski ekkert skrýtið þótt að hann sé efni í nokkrar fyndnar færslur á Twitter eins og þessa hér fyrir neðan.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×