Versta frumraunin í aldarfjórðung entist bara fram í hálfleik Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2017 22:30 Nathan Peterman, til hægri, var langt frá því að vera tilbúinn fyrir stóra sviðið. Vísir/Getty Erfiðasta staðan í ameríska fótboltanum er staða leikstjórnanda. Það er því stórfrétt í bandarískum fjölmiðlum þegar þjálfari NFL-liðs ákveður að skipta um mann í mikilvægustu stöðu leiksins. NFL-liðið Buffalo Bills ákvað að gera breytingu fyrir leik helgarinnar og kom sú breyting mörgum á óvart. Það sem gerðist í leiknum sjálfur var þó eitthvað sem fáir gátu séð fyrir. Þjálfarar liðsins voru greinilega sannfærðir um að það væri rétt að setja Tyrod Taylor á bekkinn en hann hefur verið aðalleikstjórnandi í Buffalo frá árinu 2015. Þjálfarateymið vildi frekar gefa nýliðanum Nathan Peterman tækifæri til að stýra liðinu en það kom fljótt í ljós að sá maður var ekki alveg klár í slíkt verkefni. Nathan Peterman var vissulega að taka risastórt skref þegar hann var í fyrsta sinn í byrjunarliði í NFL-leik. Sú frumraun breyttist fljótt í martröð enda tók við versta byrjun leikstjórnanda í NFL-deildinni í 26 ár. Í fyrstu sókninni kastaði hann beint á mótherjana sem hlupu upp völlinn og skoruðu. Framhaldið var ekki mikið betra. Þegar var komið fram í hálfleik þá var Nathan Peterman búinn að kasta boltanum fimm sinnum frá sér eða tvisvar sinnum oftar en Tyrod Taylor hafði gert allt tímabilið. Það var ekkert annað í stöðunni að kalla aftur á Tyrod Taylor og setja Nathan Peterman á bekkinn. Nathan Peterman fékk sinn skerf af slæmum samanburðum á Twitter eins og sjá má hér fyrir neðan. Í einum hálfleik var hann búinn að kasta boltanum oftar frá sér en lið Dallas Cowboys, New England Patriots og Los Angeles Rams allt tímabilið. Hér fyrir neðan má sjá fleiri staðreyndir um þessa hryllilegu frumraun.Nathan Peterman's 5 interceptions are already tied for the most by any player in his first career start since 1991 (Keith Null, 5 INT in 2009 for Rams) — NFL Research (@NFLResearch) November 19, 2017After 5 interceptions in the first half, Nathan Peterman goes to the bench. The #Bills have Tyrod Taylor in at QB. — Ian Rapoport (@RapSheet) November 19, 2017Nathan Peterman threw five picks on his first 14 passes: https://t.co/1ukbooZk8ypic.twitter.com/fySBDBZa3l — Deadspin (@Deadspin) November 19, 2017Nathan Peterman threw more interceptions in the first half than the Cowboys, Patriots and Rams have thrown all season. pic.twitter.com/j93vajF64H — ESPN (@espn) November 19, 2017Nathan Peterman threw a pick-6 on his first drive as the Bills starting QB Tyrod Taylor did not throw a pick-6 in 38 starts for the Bills from 2015-2017 — NFL Research (@NFLResearch) November 19, 2017 NFL Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Brentford - Tottenham | Rísa Spurs upp frá dauðum? Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Sjá meira
Erfiðasta staðan í ameríska fótboltanum er staða leikstjórnanda. Það er því stórfrétt í bandarískum fjölmiðlum þegar þjálfari NFL-liðs ákveður að skipta um mann í mikilvægustu stöðu leiksins. NFL-liðið Buffalo Bills ákvað að gera breytingu fyrir leik helgarinnar og kom sú breyting mörgum á óvart. Það sem gerðist í leiknum sjálfur var þó eitthvað sem fáir gátu séð fyrir. Þjálfarar liðsins voru greinilega sannfærðir um að það væri rétt að setja Tyrod Taylor á bekkinn en hann hefur verið aðalleikstjórnandi í Buffalo frá árinu 2015. Þjálfarateymið vildi frekar gefa nýliðanum Nathan Peterman tækifæri til að stýra liðinu en það kom fljótt í ljós að sá maður var ekki alveg klár í slíkt verkefni. Nathan Peterman var vissulega að taka risastórt skref þegar hann var í fyrsta sinn í byrjunarliði í NFL-leik. Sú frumraun breyttist fljótt í martröð enda tók við versta byrjun leikstjórnanda í NFL-deildinni í 26 ár. Í fyrstu sókninni kastaði hann beint á mótherjana sem hlupu upp völlinn og skoruðu. Framhaldið var ekki mikið betra. Þegar var komið fram í hálfleik þá var Nathan Peterman búinn að kasta boltanum fimm sinnum frá sér eða tvisvar sinnum oftar en Tyrod Taylor hafði gert allt tímabilið. Það var ekkert annað í stöðunni að kalla aftur á Tyrod Taylor og setja Nathan Peterman á bekkinn. Nathan Peterman fékk sinn skerf af slæmum samanburðum á Twitter eins og sjá má hér fyrir neðan. Í einum hálfleik var hann búinn að kasta boltanum oftar frá sér en lið Dallas Cowboys, New England Patriots og Los Angeles Rams allt tímabilið. Hér fyrir neðan má sjá fleiri staðreyndir um þessa hryllilegu frumraun.Nathan Peterman's 5 interceptions are already tied for the most by any player in his first career start since 1991 (Keith Null, 5 INT in 2009 for Rams) — NFL Research (@NFLResearch) November 19, 2017After 5 interceptions in the first half, Nathan Peterman goes to the bench. The #Bills have Tyrod Taylor in at QB. — Ian Rapoport (@RapSheet) November 19, 2017Nathan Peterman threw five picks on his first 14 passes: https://t.co/1ukbooZk8ypic.twitter.com/fySBDBZa3l — Deadspin (@Deadspin) November 19, 2017Nathan Peterman threw more interceptions in the first half than the Cowboys, Patriots and Rams have thrown all season. pic.twitter.com/j93vajF64H — ESPN (@espn) November 19, 2017Nathan Peterman threw a pick-6 on his first drive as the Bills starting QB Tyrod Taylor did not throw a pick-6 in 38 starts for the Bills from 2015-2017 — NFL Research (@NFLResearch) November 19, 2017
NFL Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Brentford - Tottenham | Rísa Spurs upp frá dauðum? Í beinni: Man. Utd - Crystal Palace | Tekst United lokst að tengja saman sigra? Hákon byrjar sinn fyrsta leik í ensku deildinni Í beinni: Barcelona - Alaves | Börsungar komnir á beinu brautina? Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Martin í fjórða sæti í stoðsendingum í EuroLeague Manchester United búið að kaupa Danann frá Lecce Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Sjá meira