Enski boltinn

Hægt að vinna teikningu eftir Gylfa en hvern er hann að teikna?

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson lagði upp jöfnunarmark Everton um helgina og gaf þar sína fyrstu stoðsendingu í ensku úrvalsdeildinni sem leikmaður Everton.

Gylfi var fyrir þessa helgi búinn að spila tíu leiki án þess að búa til mark fyrir Everton liðið í deildinni og markið sem hann lagði upp fyrir Oumar Niasse tryggði liðinu 2-2 jafntefli á móti Crystal Palace. Það má sjá svipmyndir frá leiknum í spilaranum hér fyrir ofan.

Gylfi er gestur í Match Attax Gallery leiknum í þessari viku þar sem íslenski landsliðsmaðurinn var fenginn til að teikna einn liðsfélaga sinn.

Hér fyrir neðan má sjá Gylfa með teiknipennann á lofti auk þess að hann gefur nokkrar góðar vísbendingar um hvern hann er að teikna.





Eins og sjá má hér fyrir ofan þá geta menn giskað á hvaða leikmann Everton Gylfi var að teikna og þeir sem svara þessu tísti eiga möguleika á því að vinna myndina.

Meðal vísbendinganna sem Gylfi gefur er að hann hefur spilað með þessum leikmanni bæði hjá Everton og Swansea City og þar kemur eiginlega bara einn til greina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×