NBA: Stephen Curry með sinn besta leik á tímabilinu | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2017 07:30 Stephen Curry. Vísir/Getty Stephen Curry átti flottan leik með Golden State Warriors í NBA-deildinni í nótt en þurfti reyndar að setjast á bekkinn með sex villur þremur mínútum fyrir leikslok og treysta á það að félagar hans lönduðu sigrinum. Nýliðinn Lonzo Ball hjá LA Lakers náði sinni annarri þrennu á tímabilinu.Stephen Curry var með 39 stig og 11 fráköst í 118-111 útisigri Golden State Warriors á Brooklyn Nets. Meistararnir í Golden State Warriors voru komnir með 22 stiga forystu í hálfleik en Curry skoraði einmitt 22 stig í fyrri hálfleiknum. Kevin Durant lék ekki með liðinu í nótt og það leit lengi vel eins og það skipti engu máli enda náði Golden State mest 27 stiga forystu í þriðja leikhluta. Leikmönnum Brooklyn Nets tókst hinsvegar að minnka muninn niður í fjögur stig eftir að Stephen Curry fór útaf með sex villur. Klay Thompson koma þá til bjargar og skoraði 7 af 23 stigum sínum í leiknum á síðustu tveimur mínútunum. Ísraelsmaðurinn Omri Casspi byrjaði inná í staðinn fyrir Kevin Durant og endaði leikinn með 12 stig og 8 fráköst. Stephen Curry var auk 39 stig og 11 frákasta einnig með 7 stoðsendingar og 3 stolna bolta en hann hitti úr 4 af 10 þriggja stiga skotum í leiknum. Skvettubræðurnir voru einu leikmenn Warriors með meira en tíu fráköst, Curry tók 11 fráköst og Klay 10. Allen Crabbe skoraði 25 stig fyrir Brooklyn Nets og Spencer Dinwiddie var með 21 stig og 8 stoðsendingar.Nýliðinn Lonzo Ball var með sína aðra þrennu á tímabilinu þegar lið hans Los Angeles Lakers vann 127-109 sigur á Denver Nuggets í Staples Center. Ball endaði leikinn með 11 stig, 16 fráköst og 11 stoðsendingar en enginn nýliði hefur tekið fleiri fráköst í einum leik á leiktíðinni. Mike Malone þjálfari Denver Nuggets og aðalstjarna liðsins, miðherjinn Nikola Jokic, voru báðir reknir út úr húsi þegar rúmar sex mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum. DeMar DeRoan skoraði 33 stig þegar Totonto Raptors vann 100-91 sigur á Washington Wizards en næststigahæsti leikmaður liðsins var C.J. Miles með 12 stig. John Wall spilaði ekki með Washington vegna hnémeiðsla. Bradley Beal var stigahæstur með 27 stig.Andre Drummond var með 20 stig og 16 fráköst þegar Detroit Pistons vann 100-97 sigur á Minnesota Timberwolves á útivelli. Tobias Harris og Avery Bradley voru báðir með 18 stig. Jimmy Butler skoraði 26 stig og tók 10 fráköst fyrir Minnesota og Andrew Wiggins var með 24 stig.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Lakers - Denver Nuggets 127-109 Phoenix Suns - Chicago Bulls 113-105 Minnesota Timberwolves - Detroit Pistons 97-100 Brooklyn Nets - Golden State Warriors 111-118 Miami Heat - Indiana Pacers 95-120 Toronto Raptors - Washington Wizards 100-91 NBA Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum LeBron stoltur af stráknum eftir fyrstu stigin hans í NBA Gaz-leikur Pavels: Að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Þessar taka upp þráðinn eftir eins árs bið Sjá meira
Stephen Curry átti flottan leik með Golden State Warriors í NBA-deildinni í nótt en þurfti reyndar að setjast á bekkinn með sex villur þremur mínútum fyrir leikslok og treysta á það að félagar hans lönduðu sigrinum. Nýliðinn Lonzo Ball hjá LA Lakers náði sinni annarri þrennu á tímabilinu.Stephen Curry var með 39 stig og 11 fráköst í 118-111 útisigri Golden State Warriors á Brooklyn Nets. Meistararnir í Golden State Warriors voru komnir með 22 stiga forystu í hálfleik en Curry skoraði einmitt 22 stig í fyrri hálfleiknum. Kevin Durant lék ekki með liðinu í nótt og það leit lengi vel eins og það skipti engu máli enda náði Golden State mest 27 stiga forystu í þriðja leikhluta. Leikmönnum Brooklyn Nets tókst hinsvegar að minnka muninn niður í fjögur stig eftir að Stephen Curry fór útaf með sex villur. Klay Thompson koma þá til bjargar og skoraði 7 af 23 stigum sínum í leiknum á síðustu tveimur mínútunum. Ísraelsmaðurinn Omri Casspi byrjaði inná í staðinn fyrir Kevin Durant og endaði leikinn með 12 stig og 8 fráköst. Stephen Curry var auk 39 stig og 11 frákasta einnig með 7 stoðsendingar og 3 stolna bolta en hann hitti úr 4 af 10 þriggja stiga skotum í leiknum. Skvettubræðurnir voru einu leikmenn Warriors með meira en tíu fráköst, Curry tók 11 fráköst og Klay 10. Allen Crabbe skoraði 25 stig fyrir Brooklyn Nets og Spencer Dinwiddie var með 21 stig og 8 stoðsendingar.Nýliðinn Lonzo Ball var með sína aðra þrennu á tímabilinu þegar lið hans Los Angeles Lakers vann 127-109 sigur á Denver Nuggets í Staples Center. Ball endaði leikinn með 11 stig, 16 fráköst og 11 stoðsendingar en enginn nýliði hefur tekið fleiri fráköst í einum leik á leiktíðinni. Mike Malone þjálfari Denver Nuggets og aðalstjarna liðsins, miðherjinn Nikola Jokic, voru báðir reknir út úr húsi þegar rúmar sex mínútur voru eftir af fyrri hálfleiknum. DeMar DeRoan skoraði 33 stig þegar Totonto Raptors vann 100-91 sigur á Washington Wizards en næststigahæsti leikmaður liðsins var C.J. Miles með 12 stig. John Wall spilaði ekki með Washington vegna hnémeiðsla. Bradley Beal var stigahæstur með 27 stig.Andre Drummond var með 20 stig og 16 fráköst þegar Detroit Pistons vann 100-97 sigur á Minnesota Timberwolves á útivelli. Tobias Harris og Avery Bradley voru báðir með 18 stig. Jimmy Butler skoraði 26 stig og tók 10 fráköst fyrir Minnesota og Andrew Wiggins var með 24 stig.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Los Angeles Lakers - Denver Nuggets 127-109 Phoenix Suns - Chicago Bulls 113-105 Minnesota Timberwolves - Detroit Pistons 97-100 Brooklyn Nets - Golden State Warriors 111-118 Miami Heat - Indiana Pacers 95-120 Toronto Raptors - Washington Wizards 100-91
NBA Mest lesið Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Enski boltinn Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Fram flaug áfram í bikarnum Handbolti Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Fótbolti Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Fótbolti Fleiri fréttir Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Mahomes vill eignast lið í WNBA og koma með það til Kansas City Kane reyndi að róa menn meðan sjúkraþjálfari ýtti leikmanni Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 104-98 | Stjörnumenn taplausir á toppi deildarinnar Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ „Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ „Vorum ógeðslega góðir sóknarlega í tvo leikhluta“ Uppgjörið: Álftanes - ÍR 93-87 | Hræðilegur fjórði leikhluti varð ÍR-ingum að falli Uppgjörið: Njarðvík - Valur 101-94 | Héldu meisturunum í skefjum Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum LeBron stoltur af stráknum eftir fyrstu stigin hans í NBA Gaz-leikur Pavels: Að gerjast einhver geggjuð liðsheild þarna Stuðaði Keflavík og Friðrik kallaði „fuck off“ Þessar taka upp þráðinn eftir eins árs bið Sjá meira