Settur af sem formaður en hyggst sitja áfram Jóhann Óli Eiðsson skrifar 20. nóvember 2017 06:00 Það mátti greina mikla ánægju á miðstjórnarfundi Zanu-PF þegar forsetinn var settur af. vísir/afp Robert Mugabe, forseta Simbabve, hafa verið settir afarkostir. Annaðhvort segi hann af sér sem forseti landsins af sjálfsdáðum eða verði ella hrakinn úr embætti með vantrausti þingsins. Mugabe hefur verið gefinn frestur til miðdegis í dag til að segja af sér. Forsetinn ávarpaði þjóð sína í beinni útsendingu í ríkissjónvarpinu seint í gærkvöldi. Flestir bjuggust við því að í ávarpinu myndi hann segja af sér en öldungurinn skautaði alfarið fram hjá því.Robert Mugabe, forseti Simbabvevísir/afp„Við verðum að læra að fyrirgefa og jafna ágreining, raunverulegan jafnt sem tilbúinn, í þeim anda sem Simbabve hefur vanist. […] Ég er sannfærður um, að frá og með kvöldinu í kvöld muni landið okkar setja stefnuna fram á við,“ sagði Mugabe í ávarpinu. Hann lauk því á orðunum „þakka ykkur og góða nótt“ en þá hafði hann ekki minnst einu orði á mögulega afsögn eða þá pressu sem flokkurinn hafði sett á hann. Simbabve hefur verið í hers höndum frá því um miðja síðustu viku. Hermenn á skriðdrekum óku þá inn í höfuðborgina Harare og settu forsetann í stofufangelsi. Í raun var um byltingu að ræða. Ástæðan fyrir aðgerðinni var sú að forsetinn rak varaforseta sinn, Emmerson Mnangagwa, úr embætti auk þess sem aðrar hreinsanir Mugabe í Zanu-PF fóru illa í herinn. „Við komum saman hér í dag af illri nauðsyn. Eiginkona Mugabe og þeir sem standa henni næst hafa nýtt sér bágt ástand forsetans til að skara eld að sinni köku,“ sagði Opert Mpofu, innanríkisráðherra, á miðstjórnarfundi Zanu-PF í gær. „Ég býð ykkur velkomna á þennan sögulega fund sem mun marka þáttaskil, ekki aðeins fyrir land vort heldur einnig fyrir flokkinn.“ Fundurinn samþykkti yfirlýsingu þar sem Mugabe var settur af sem formaður og Mnangagwa gerður að formanni í hans stað. Að auki voru áðurnefndir afarkostir samþykktir af fulltrúum fundarins og Grace Mugabe, eiginkona forsetans, rekin með skömm úr flokknum ásamt sínum helstu samstarfsmönnum. Um helgina flykktist fólk út á götur og fagnaði því að valdatíð hins 93 ára gamla Mugabe væri brátt á enda. Ekki er langt síðan að slíkt hefði þótt óhugsandi. Mugabe hefur stýrt landinu, fyrst sem forsætisráðherra og síðar sem forseti, frá því að Simbabve fékk sjálfstæði frá Bretum árið 1980. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Herinn fagnar velgengni í Simbabve Mikill árangur hefur náðst í aðgerðum hersins í Simbabve. Þetta segir í ríkisfjölmiðlinum Herald. Herforingjar fagna því að vel gangi að uppræta glæpamenn sem starfað hafa með forseta landsins. 18. nóvember 2017 07:00 Þúsundir mótmæla í Simbabve og krefjast afsagnar Mugabe Mótmælendur krefjast afsagnar Mugabe, sem hefur gegnt embætti forseta í 37 ár. 18. nóvember 2017 11:38 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Robert Mugabe, forseta Simbabve, hafa verið settir afarkostir. Annaðhvort segi hann af sér sem forseti landsins af sjálfsdáðum eða verði ella hrakinn úr embætti með vantrausti þingsins. Mugabe hefur verið gefinn frestur til miðdegis í dag til að segja af sér. Forsetinn ávarpaði þjóð sína í beinni útsendingu í ríkissjónvarpinu seint í gærkvöldi. Flestir bjuggust við því að í ávarpinu myndi hann segja af sér en öldungurinn skautaði alfarið fram hjá því.Robert Mugabe, forseti Simbabvevísir/afp„Við verðum að læra að fyrirgefa og jafna ágreining, raunverulegan jafnt sem tilbúinn, í þeim anda sem Simbabve hefur vanist. […] Ég er sannfærður um, að frá og með kvöldinu í kvöld muni landið okkar setja stefnuna fram á við,“ sagði Mugabe í ávarpinu. Hann lauk því á orðunum „þakka ykkur og góða nótt“ en þá hafði hann ekki minnst einu orði á mögulega afsögn eða þá pressu sem flokkurinn hafði sett á hann. Simbabve hefur verið í hers höndum frá því um miðja síðustu viku. Hermenn á skriðdrekum óku þá inn í höfuðborgina Harare og settu forsetann í stofufangelsi. Í raun var um byltingu að ræða. Ástæðan fyrir aðgerðinni var sú að forsetinn rak varaforseta sinn, Emmerson Mnangagwa, úr embætti auk þess sem aðrar hreinsanir Mugabe í Zanu-PF fóru illa í herinn. „Við komum saman hér í dag af illri nauðsyn. Eiginkona Mugabe og þeir sem standa henni næst hafa nýtt sér bágt ástand forsetans til að skara eld að sinni köku,“ sagði Opert Mpofu, innanríkisráðherra, á miðstjórnarfundi Zanu-PF í gær. „Ég býð ykkur velkomna á þennan sögulega fund sem mun marka þáttaskil, ekki aðeins fyrir land vort heldur einnig fyrir flokkinn.“ Fundurinn samþykkti yfirlýsingu þar sem Mugabe var settur af sem formaður og Mnangagwa gerður að formanni í hans stað. Að auki voru áðurnefndir afarkostir samþykktir af fulltrúum fundarins og Grace Mugabe, eiginkona forsetans, rekin með skömm úr flokknum ásamt sínum helstu samstarfsmönnum. Um helgina flykktist fólk út á götur og fagnaði því að valdatíð hins 93 ára gamla Mugabe væri brátt á enda. Ekki er langt síðan að slíkt hefði þótt óhugsandi. Mugabe hefur stýrt landinu, fyrst sem forsætisráðherra og síðar sem forseti, frá því að Simbabve fékk sjálfstæði frá Bretum árið 1980.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Herinn fagnar velgengni í Simbabve Mikill árangur hefur náðst í aðgerðum hersins í Simbabve. Þetta segir í ríkisfjölmiðlinum Herald. Herforingjar fagna því að vel gangi að uppræta glæpamenn sem starfað hafa með forseta landsins. 18. nóvember 2017 07:00 Þúsundir mótmæla í Simbabve og krefjast afsagnar Mugabe Mótmælendur krefjast afsagnar Mugabe, sem hefur gegnt embætti forseta í 37 ár. 18. nóvember 2017 11:38 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Herinn fagnar velgengni í Simbabve Mikill árangur hefur náðst í aðgerðum hersins í Simbabve. Þetta segir í ríkisfjölmiðlinum Herald. Herforingjar fagna því að vel gangi að uppræta glæpamenn sem starfað hafa með forseta landsins. 18. nóvember 2017 07:00
Þúsundir mótmæla í Simbabve og krefjast afsagnar Mugabe Mótmælendur krefjast afsagnar Mugabe, sem hefur gegnt embætti forseta í 37 ár. 18. nóvember 2017 11:38