Settur af sem formaður en hyggst sitja áfram Jóhann Óli Eiðsson skrifar 20. nóvember 2017 06:00 Það mátti greina mikla ánægju á miðstjórnarfundi Zanu-PF þegar forsetinn var settur af. vísir/afp Robert Mugabe, forseta Simbabve, hafa verið settir afarkostir. Annaðhvort segi hann af sér sem forseti landsins af sjálfsdáðum eða verði ella hrakinn úr embætti með vantrausti þingsins. Mugabe hefur verið gefinn frestur til miðdegis í dag til að segja af sér. Forsetinn ávarpaði þjóð sína í beinni útsendingu í ríkissjónvarpinu seint í gærkvöldi. Flestir bjuggust við því að í ávarpinu myndi hann segja af sér en öldungurinn skautaði alfarið fram hjá því.Robert Mugabe, forseti Simbabvevísir/afp„Við verðum að læra að fyrirgefa og jafna ágreining, raunverulegan jafnt sem tilbúinn, í þeim anda sem Simbabve hefur vanist. […] Ég er sannfærður um, að frá og með kvöldinu í kvöld muni landið okkar setja stefnuna fram á við,“ sagði Mugabe í ávarpinu. Hann lauk því á orðunum „þakka ykkur og góða nótt“ en þá hafði hann ekki minnst einu orði á mögulega afsögn eða þá pressu sem flokkurinn hafði sett á hann. Simbabve hefur verið í hers höndum frá því um miðja síðustu viku. Hermenn á skriðdrekum óku þá inn í höfuðborgina Harare og settu forsetann í stofufangelsi. Í raun var um byltingu að ræða. Ástæðan fyrir aðgerðinni var sú að forsetinn rak varaforseta sinn, Emmerson Mnangagwa, úr embætti auk þess sem aðrar hreinsanir Mugabe í Zanu-PF fóru illa í herinn. „Við komum saman hér í dag af illri nauðsyn. Eiginkona Mugabe og þeir sem standa henni næst hafa nýtt sér bágt ástand forsetans til að skara eld að sinni köku,“ sagði Opert Mpofu, innanríkisráðherra, á miðstjórnarfundi Zanu-PF í gær. „Ég býð ykkur velkomna á þennan sögulega fund sem mun marka þáttaskil, ekki aðeins fyrir land vort heldur einnig fyrir flokkinn.“ Fundurinn samþykkti yfirlýsingu þar sem Mugabe var settur af sem formaður og Mnangagwa gerður að formanni í hans stað. Að auki voru áðurnefndir afarkostir samþykktir af fulltrúum fundarins og Grace Mugabe, eiginkona forsetans, rekin með skömm úr flokknum ásamt sínum helstu samstarfsmönnum. Um helgina flykktist fólk út á götur og fagnaði því að valdatíð hins 93 ára gamla Mugabe væri brátt á enda. Ekki er langt síðan að slíkt hefði þótt óhugsandi. Mugabe hefur stýrt landinu, fyrst sem forsætisráðherra og síðar sem forseti, frá því að Simbabve fékk sjálfstæði frá Bretum árið 1980. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Herinn fagnar velgengni í Simbabve Mikill árangur hefur náðst í aðgerðum hersins í Simbabve. Þetta segir í ríkisfjölmiðlinum Herald. Herforingjar fagna því að vel gangi að uppræta glæpamenn sem starfað hafa með forseta landsins. 18. nóvember 2017 07:00 Þúsundir mótmæla í Simbabve og krefjast afsagnar Mugabe Mótmælendur krefjast afsagnar Mugabe, sem hefur gegnt embætti forseta í 37 ár. 18. nóvember 2017 11:38 Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Sjá meira
Robert Mugabe, forseta Simbabve, hafa verið settir afarkostir. Annaðhvort segi hann af sér sem forseti landsins af sjálfsdáðum eða verði ella hrakinn úr embætti með vantrausti þingsins. Mugabe hefur verið gefinn frestur til miðdegis í dag til að segja af sér. Forsetinn ávarpaði þjóð sína í beinni útsendingu í ríkissjónvarpinu seint í gærkvöldi. Flestir bjuggust við því að í ávarpinu myndi hann segja af sér en öldungurinn skautaði alfarið fram hjá því.Robert Mugabe, forseti Simbabvevísir/afp„Við verðum að læra að fyrirgefa og jafna ágreining, raunverulegan jafnt sem tilbúinn, í þeim anda sem Simbabve hefur vanist. […] Ég er sannfærður um, að frá og með kvöldinu í kvöld muni landið okkar setja stefnuna fram á við,“ sagði Mugabe í ávarpinu. Hann lauk því á orðunum „þakka ykkur og góða nótt“ en þá hafði hann ekki minnst einu orði á mögulega afsögn eða þá pressu sem flokkurinn hafði sett á hann. Simbabve hefur verið í hers höndum frá því um miðja síðustu viku. Hermenn á skriðdrekum óku þá inn í höfuðborgina Harare og settu forsetann í stofufangelsi. Í raun var um byltingu að ræða. Ástæðan fyrir aðgerðinni var sú að forsetinn rak varaforseta sinn, Emmerson Mnangagwa, úr embætti auk þess sem aðrar hreinsanir Mugabe í Zanu-PF fóru illa í herinn. „Við komum saman hér í dag af illri nauðsyn. Eiginkona Mugabe og þeir sem standa henni næst hafa nýtt sér bágt ástand forsetans til að skara eld að sinni köku,“ sagði Opert Mpofu, innanríkisráðherra, á miðstjórnarfundi Zanu-PF í gær. „Ég býð ykkur velkomna á þennan sögulega fund sem mun marka þáttaskil, ekki aðeins fyrir land vort heldur einnig fyrir flokkinn.“ Fundurinn samþykkti yfirlýsingu þar sem Mugabe var settur af sem formaður og Mnangagwa gerður að formanni í hans stað. Að auki voru áðurnefndir afarkostir samþykktir af fulltrúum fundarins og Grace Mugabe, eiginkona forsetans, rekin með skömm úr flokknum ásamt sínum helstu samstarfsmönnum. Um helgina flykktist fólk út á götur og fagnaði því að valdatíð hins 93 ára gamla Mugabe væri brátt á enda. Ekki er langt síðan að slíkt hefði þótt óhugsandi. Mugabe hefur stýrt landinu, fyrst sem forsætisráðherra og síðar sem forseti, frá því að Simbabve fékk sjálfstæði frá Bretum árið 1980.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Herinn fagnar velgengni í Simbabve Mikill árangur hefur náðst í aðgerðum hersins í Simbabve. Þetta segir í ríkisfjölmiðlinum Herald. Herforingjar fagna því að vel gangi að uppræta glæpamenn sem starfað hafa með forseta landsins. 18. nóvember 2017 07:00 Þúsundir mótmæla í Simbabve og krefjast afsagnar Mugabe Mótmælendur krefjast afsagnar Mugabe, sem hefur gegnt embætti forseta í 37 ár. 18. nóvember 2017 11:38 Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Sjá meira
Herinn fagnar velgengni í Simbabve Mikill árangur hefur náðst í aðgerðum hersins í Simbabve. Þetta segir í ríkisfjölmiðlinum Herald. Herforingjar fagna því að vel gangi að uppræta glæpamenn sem starfað hafa með forseta landsins. 18. nóvember 2017 07:00
Þúsundir mótmæla í Simbabve og krefjast afsagnar Mugabe Mótmælendur krefjast afsagnar Mugabe, sem hefur gegnt embætti forseta í 37 ár. 18. nóvember 2017 11:38