Snapchat-stjarnan Vargurinn fangaði örn skammt frá Ólafsvík Birgir Olgeirsson skrifar 30. nóvember 2017 18:10 Snorri Rafnsson með örninn sem hann fangaði um átta kílómetra frá Ólafsvík. Hann sýndi ferlið allt saman á Snapchat. Stefán Hilmarsson Snorri Rafnsson, sem er vel þekktur innan íslenska veiðiheimsins, gerði sér lítið fyrir og fangaði ungan örn fyrr í dag. Tólf þúsund manns fylgjast reglulega með Snorra á Snapchat þar sem hann er mjög virkur og sýnir frá því þegar hann er við allskyns veiðar, en Snorri kallar sig Varginn á Snapchat. Það er nafngift við hæfi því hans aðalstarf eru veiðar og hefur hann til fjölda ára starfað við að veiða mink. Snorri, sem búsettur er Ólafsvík á Snæfellsnesi, segir í samtali við Vísi hann hafi gefið sér um fjóra til fimm tíma til að ná erninum í dag. Örninn fangaði hann um átta kílómetrum frá Ólafsvík en hann var búinn að eltast við hann í um fjórar vikur og reynt þrisvar sinnum áður að ná honum. Ástæðan fyrir því að Snorri hafði fylgst svo vel með erninum og reynt að ná honum er sú að Snorri sá að það var greinilega eitthvað að Erninum og vildi hann koma honum undir hendur manna sem geta hjálpað honum. „Við gefum honum hvíld núna og leyfum honum að slaka á og losna við stressið,“ segir Snorri. Örninn verður síðan fluttur til Reykjavíkur þar sem hann verður líklegast settur í umsjón í Húsdýragarðinum.Rúmlega tólf þúsund manns fylgjast með Snorra á Snapchat.Engar hættur ef þú ert ekki hræddur Hann segir að ekki liggi á hreinu hvað ami að erninum, sem var fremur veiklulegur að sjá þegar þeir fönguðu hann. Stundum geti þeir hreinlega verið blautir og kaldir að sögn Snorra. Spurður hverjar séu hætturnar við að fanga örn svarar Snorri: „Þær eru engar ef þú ert ekki hræddur. Ég bjóst við að hann myndi ná að klípa mig fastar þegar ég náði honum. En ég náði strax að klemma niður á bakið á honum, þannig að hann náði ekki sprikla eða neitt svoleiðis.“Gataði höfuð Snorra Þegar Snorri tók hins vegar mynd af sér með erninum stökk hann á höfuð Snorra. „Og gataði á mér hausinn. En það er ekkert sem maður deyr af. Þeir hafa alveg læst sig inni í fólki en ég var ekkert að fara að lenda í því.“ Líkt og fyrr segir hefur Snorri til fjölda ára stundað minkaveiðar og farið með hunda sína út um allt land að leita að minkum fyrir sveitarfélög. Hann starfaði einnig sem minkaveiðimaður fyrir ríkið í mörg ár. Mikið amstur með átta hunda Hann segir amstrið mikið í kringum veiðimennskuna, enda með átta hunda. „Þeir þurftu að sitja á hakanum á meðan ég var að fanga örninn í dag. Nú er ég að klára að gefa þeim að borða setja þá í búrin sín,“ segir Snorri sem var önnum kafinn á meðan blaðamaður heyrði í honum. Þeir sem hafa áhuga á að fylgjast með Snorra á Snapchat geta bætt honum við með því að leita að nafninu Vargurinn. Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Sjá meira
Snorri Rafnsson, sem er vel þekktur innan íslenska veiðiheimsins, gerði sér lítið fyrir og fangaði ungan örn fyrr í dag. Tólf þúsund manns fylgjast reglulega með Snorra á Snapchat þar sem hann er mjög virkur og sýnir frá því þegar hann er við allskyns veiðar, en Snorri kallar sig Varginn á Snapchat. Það er nafngift við hæfi því hans aðalstarf eru veiðar og hefur hann til fjölda ára starfað við að veiða mink. Snorri, sem búsettur er Ólafsvík á Snæfellsnesi, segir í samtali við Vísi hann hafi gefið sér um fjóra til fimm tíma til að ná erninum í dag. Örninn fangaði hann um átta kílómetrum frá Ólafsvík en hann var búinn að eltast við hann í um fjórar vikur og reynt þrisvar sinnum áður að ná honum. Ástæðan fyrir því að Snorri hafði fylgst svo vel með erninum og reynt að ná honum er sú að Snorri sá að það var greinilega eitthvað að Erninum og vildi hann koma honum undir hendur manna sem geta hjálpað honum. „Við gefum honum hvíld núna og leyfum honum að slaka á og losna við stressið,“ segir Snorri. Örninn verður síðan fluttur til Reykjavíkur þar sem hann verður líklegast settur í umsjón í Húsdýragarðinum.Rúmlega tólf þúsund manns fylgjast með Snorra á Snapchat.Engar hættur ef þú ert ekki hræddur Hann segir að ekki liggi á hreinu hvað ami að erninum, sem var fremur veiklulegur að sjá þegar þeir fönguðu hann. Stundum geti þeir hreinlega verið blautir og kaldir að sögn Snorra. Spurður hverjar séu hætturnar við að fanga örn svarar Snorri: „Þær eru engar ef þú ert ekki hræddur. Ég bjóst við að hann myndi ná að klípa mig fastar þegar ég náði honum. En ég náði strax að klemma niður á bakið á honum, þannig að hann náði ekki sprikla eða neitt svoleiðis.“Gataði höfuð Snorra Þegar Snorri tók hins vegar mynd af sér með erninum stökk hann á höfuð Snorra. „Og gataði á mér hausinn. En það er ekkert sem maður deyr af. Þeir hafa alveg læst sig inni í fólki en ég var ekkert að fara að lenda í því.“ Líkt og fyrr segir hefur Snorri til fjölda ára stundað minkaveiðar og farið með hunda sína út um allt land að leita að minkum fyrir sveitarfélög. Hann starfaði einnig sem minkaveiðimaður fyrir ríkið í mörg ár. Mikið amstur með átta hunda Hann segir amstrið mikið í kringum veiðimennskuna, enda með átta hunda. „Þeir þurftu að sitja á hakanum á meðan ég var að fanga örninn í dag. Nú er ég að klára að gefa þeim að borða setja þá í búrin sín,“ segir Snorri sem var önnum kafinn á meðan blaðamaður heyrði í honum. Þeir sem hafa áhuga á að fylgjast með Snorra á Snapchat geta bætt honum við með því að leita að nafninu Vargurinn.
Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Fleiri fréttir Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Sjá meira