Alfreð Már Hjaltalín hefur skrifað undir þriggja ára samning við ÍBV.
Alfreð hefur verið í stóru hlutverki hjá Víkingi Ó. undanfarin ár. Hann hefur leikið 153 leiki fyrir Víking í deild og bikar og skorað 19 mörk. Á síðasta tímabili lék Alfreð alla 22 leiki Ólsara í Pepsi-deildinni.
Alfreð, sem er 23 ára, getur spilað bæði sem bakvörður og kantmaður.
Þá hefur íranski framherjinn Shahab Zahedi framlengt samning sinn við ÍBV.
Shabab kom sterkur inn í lið Eyjamanna á síðasta tímabili og skoraði fjögur mörk í níu deildarleikjum.
Alfreð til Eyja

Mest lesið




Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum
Íslenski boltinn

Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby
Íslenski boltinn


Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona
Enski boltinn

Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn
Enski boltinn

