Almarr kemur frá KA á Akureyri, en hann er uppalinn hjá félaginu. Hann lék 20 leiki með KA í Pepsi deildinni í sumar og skoraði í þeim þrjú mörk.
Hann hefur einnig spilað fyrir Fram og KR og orðið bikarmeistari með báðum félögum.
Fjölnir endaði í tíunda sæti Pepsi deildarinnar í haust, eftir að hafa verið í fallbaráttunni bróðurpart sumarsins.
Almarr er annar leikmaðurinn sem gengur til liðs við Grafarvogsliðið fyrir komandi tímabil, en Sigurpáll Melberg Pálsson er kominn frá Fram.
Nýjasti leikmaður Fjölnis gott fólk! Við bjóðum @almarrormars hjartanlega velkominn í Grafarvoginn #FélagiðOkkar#Gulurpic.twitter.com/OvIW3AVS2y
— Fjölnir FC (@Fjolnir_FC) November 30, 2017