Innlent

Kristján Þór verður sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Þau fimm verða ráðherrar Sjálfstæðisflokksins í nýrri ríkisstjórn.
Þau fimm verða ráðherrar Sjálfstæðisflokksins í nýrri ríkisstjórn. vísir
Kristján Þór Júlíusson verður sjávarútvegs-og landbúnaðarráðherra og Jón Gunnarsson fer úr ríkisstjórn. Frá þessu greindi Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, í hádegisfréttum Stöðvar 2 nú rétt í þessu.

Þar kom einnig fram að Bjarni verði fjármálaráðherra, Sigríður Andersen verður áfram dómsmálaráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir áfram ferðamála-og iðnaðarráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson verður áfram í utanríkismálum.



Sjá einnig:
Jón Gunnarsson fékk ekki ráðherrastól

Í samtali við Þorbjörn Þórðarson sagði Bjarni að Jón Gunnarsson hefði lýst yfir stuðningi við niðurstöðuna en vonbrigðum með að fá ekki ráðherraembætti.

„Ég var í óþægilegri stöðu þar sem ég hafði úr færri embættum að spila en fyrir ári og að því leytinu var ekki við því að búast að allir yrðu ánægðir,“ sagði Bjarni.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×