Innlent

Ríkisráð fundar tvívegis á Bessastöðum

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Fráfarandi ríkisráð á Bessastöðum.
Fráfarandi ríkisráð á Bessastöðum. VÍSIR/STEFÁN
Ríkisráð Íslands hefur verið kvatt saman til tveggja funda á Bessastöðum í dag.

Hefst fyrri fundurinn klukkan 13:30 þar sem ráðuneyti Bjarna Benediktssonar lýkur störfum.

Seinni fundurinn hefst klukkan 15:00 þar sem forseti Íslands mun skipa fyrsta ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur.  Að loknum ríkisráðsfundi fara nýskipaðir ráðherrar til sinna ráðuneyta og taka við lyklavöldum.

Þá munu Formenn VG, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins undirrita stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar í Listasafni Íslands klukkan 10.

Vísir mun greina í beinni frá öllum helstu vendingum í stjórnmálum í dag. Þú getur fylgst með gangi mála með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×