Innlent

Vaktin: Ríkisstjórn Katrínar tekur við völdum

Ritstjórn skrifar
Formennirnir þrír hafa haft í nógu að snúast undanfarna daga. Stjórn þeirra verður formlega kynnt í dag.
Formennirnir þrír hafa haft í nógu að snúast undanfarna daga. Stjórn þeirra verður formlega kynnt í dag. VÍSIR/Eyþór
Það verður margt um að vera á sviði stjórnmálanna í dag.

Formenn VG, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins munu undirrita stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar í Listasafni Íslands klukkan 10 í dag.

Að undirrituninni lokinni munu formennirnir þrír funda með flokkum sínum og mun ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur formlega taka við stjórnartaumunum seinni partinn. Að loknum ríkisráðsfundi fara nýskipaðir ráðherrar til sinna ráðuneyta og taka við lyklavöldum.

Vísir mun greina frá öllu því helsta sem gerist í dag, um leið og það gerist, í vaktinni hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×