Tveir þingmenn heltast úr lestinni Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 30. nóvember 2017 07:00 Rósa Björk Brynjólfsdóttir og Andrés Ingi Jónsson greiddu atkvæði gegn málefnasamningi nýrrar ríkisstjórnar á flokksráðsfundi Vinstri grænna í gærkvöldi. Vísir/Anton „Ég er búinn að gefa upp að ég styðji ekki málefnasamninginn en svo verðum við með þingflokksfund á morgun þar sem þetta verður til lykta leitt varðandi stjórnarsamstarfið í heild sinni,“ segir Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, en hann og Rósa Björk Brynjólfsdóttir samflokksmaður hans greiddu atkvæði gegn málefnasamningi nýrrar ríkisstjórnar á flokksráðsfundi Vinstri grænna í gærkvöldi. Aðspurður segist Andrés ekki geta svarað því hvort hann muni verja nýja ríkisstjórn vantrausti eða einstaka ráðherra hennar. Ekki liggur því fyrir hversu góðan meirihluta hin nýja stjórn hefur og hvort þingmenn að baki henni eru 33 eða 35. Mikill titringur var á flokksráðsfundi Vinstri grænna en hann stóð í tæpar fimm klukkustundir í gær og lauk ekki fyrr en rétt fyrir tíu í gærkvöldi. Fimmtán flokksráðsmenn greiddu atkvæði gegn samningnum en hann var samþykktur með 75 atkvæðum. Ónotum var beint að Rósu Björk og Andrési Inga úr ræðustól fundarins sem fór mjög illa í marga fundarmenn. Kosning um málefnasamninginn var skrifleg en óskað hafði verið eftir því fyrir fundinn. Atkvæðagreiðsla í hinum flokkunum fór fram með handauppréttingu. Samningurinn var samþykktur samhljóða á fundi miðstjórnar Framsóknarflokksins klukkan tíu í gærkvöldi. Fyrr í gær samþykktu Sjálfstæðismenn samninginn einróma á klukkustundarlöngum fundi í Valhöll. „Það var algjör eining um þetta og almenn ánægja,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson um fund Framsóknarmanna í gær. Hann segist ekki hafa áhyggjur af þeim þingmönnum VG sem samþykktu ekki samninginn. Fundir verða í þingflokkum stjórnarflokkanna fyrir hádegi í dag og ríkisráðsfundir síðdegis í dag þar sem ráðherrum fráfarandi stjórnar verður veitt lausn og nýir ráðherrar ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur skipaðir. Að loknum ríkisráðsfundi fara nýskipaðir ráðherrar til sinna ráðuneyta og taka við lyklavöldum. Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
„Ég er búinn að gefa upp að ég styðji ekki málefnasamninginn en svo verðum við með þingflokksfund á morgun þar sem þetta verður til lykta leitt varðandi stjórnarsamstarfið í heild sinni,“ segir Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, en hann og Rósa Björk Brynjólfsdóttir samflokksmaður hans greiddu atkvæði gegn málefnasamningi nýrrar ríkisstjórnar á flokksráðsfundi Vinstri grænna í gærkvöldi. Aðspurður segist Andrés ekki geta svarað því hvort hann muni verja nýja ríkisstjórn vantrausti eða einstaka ráðherra hennar. Ekki liggur því fyrir hversu góðan meirihluta hin nýja stjórn hefur og hvort þingmenn að baki henni eru 33 eða 35. Mikill titringur var á flokksráðsfundi Vinstri grænna en hann stóð í tæpar fimm klukkustundir í gær og lauk ekki fyrr en rétt fyrir tíu í gærkvöldi. Fimmtán flokksráðsmenn greiddu atkvæði gegn samningnum en hann var samþykktur með 75 atkvæðum. Ónotum var beint að Rósu Björk og Andrési Inga úr ræðustól fundarins sem fór mjög illa í marga fundarmenn. Kosning um málefnasamninginn var skrifleg en óskað hafði verið eftir því fyrir fundinn. Atkvæðagreiðsla í hinum flokkunum fór fram með handauppréttingu. Samningurinn var samþykktur samhljóða á fundi miðstjórnar Framsóknarflokksins klukkan tíu í gærkvöldi. Fyrr í gær samþykktu Sjálfstæðismenn samninginn einróma á klukkustundarlöngum fundi í Valhöll. „Það var algjör eining um þetta og almenn ánægja,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson um fund Framsóknarmanna í gær. Hann segist ekki hafa áhyggjur af þeim þingmönnum VG sem samþykktu ekki samninginn. Fundir verða í þingflokkum stjórnarflokkanna fyrir hádegi í dag og ríkisráðsfundir síðdegis í dag þar sem ráðherrum fráfarandi stjórnar verður veitt lausn og nýir ráðherrar ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur skipaðir. Að loknum ríkisráðsfundi fara nýskipaðir ráðherrar til sinna ráðuneyta og taka við lyklavöldum.
Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira