Áreitni og launamunur kynjanna eru nátengd fyrirbæri Drífa Snædal skrifar 30. nóvember 2017 07:00 Við höfum lengi talið öryggismál á vinnustöðum fjalla um að vera í öryggisbelti, hafa hjálm á höfði, fara í slysavarnaskóla og girða fyrir fallhættu. Við þurfum að hugsa upp á nýtt. Öryggismál snúa líka að því að starfsumhverfið sé laust við áreitni og ofbeldi af hendi viðskiptavina, vinnufélaga, birgja og yfirmanna. Það er það svo sannarlega ekki í dag. Um helmingur kvenna í þjónustustörfum verður fyrir kynferðislegri áreitni í störfum sínum og um fjórðungur karla. Hvaða afleiðingar hefur það fyrir ungar stúlkur sem eru að stíga sín fyrstu spor á vinnumarkaðnum? Um þriðjungur kvenna, sem hafa orðið fyrir áreitni, segir það hafa áhrif á öryggistilfinningu sína en karlar upplifa þetta ekki sem skert öryggi. Hvað gera konur þegar þær upplifa sig ekki öruggar á vinnustað? Þær hætta í vinnunni, reyna að forðast óöryggi, hafa sig hægar til að draga úr líkunum á áreitni, skrá sig veikar o.s.frv. Allt eru þetta þættir sem hafa áhrif á framgang í starfi, sjálfsöryggi og stöðu á vinnumarkaði. Kona sem verður fyrir áreitni af hendi yfirmanns er ekkert sérstaklega líkleg til að standa upp í hárinu á honum og krefjast launahækkunar. Karl í yfirmannastöðu sem áreitir undirmenn sína er ekkert sérstaklega líklegur til að virða jafnrétti í stöðuveitingum og launaákvörðunum.Ábyrgð vinnustaða Það hversu áreitni er útbreidd hér á landi og annars staðar segir okkur að það sé hluti af menningunni og er leyft að viðgangast. #metoo byltingin hefur opnað augu okkar og gert það að verkum að það er ekki lengur hægt að stinga höfðinu í sandinn. Afleiðingarnar eru líka hluti af menningunni. Konur eru frekar líklegar til að verða öryrkjar, síður líklegar til að ná framgangi á vinnumarkaði og launamunur kynjanna hér á landi er 16%. Allt er þetta hluti af menningu okkar og allt er þetta nátengt. Baráttan fyrir öryggi á vinnustöðum er því baráttan fyrir bættri stöðu kvenna á vinnumarkaði og útrýmingu launamunar kynjanna. Það er langt í land en við getum gert ýmislegt til að ná landi. Við getum tekið mark á því þegar þolendur segja frá. Við getum gert athugasemdir þegar við verðum vitni að áreitni. Við getum krafist þess að vinnustaðir setji sér áætlanir um forvarnir og aðgerðir (sem þeir eiga reyndar að gera lögum samkvæmt) og við getum menntað og frætt fólk um hvernig eigi að bregðast við, hvað er í lagi og hvað er ekki í lagi. Það er á ábyrgð vinnustaða að tryggja öryggi starfsfólks hvort sem það lýtur að umgengni við hættuleg efni, fallhættu, slysahættu eða ofbeldi í hvaða mynd sem það birtist. Svo einfalt er það! Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Drífa Snædal Mest lesið Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Sterk og breið samtök – tími til að styrkja rödd minni fyrirtækja Friðrik Árnason skrifar Skoðun Nýjar ráðleggingar um mataræði María Heimisdóttir skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hvalveiðar eru slæmar fyrir ímynd Íslands Clive Stacey skrifar Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Í heimi sem samþykkir þjóðarmorð er ekkert jafnrétti Najlaa Attaallah skrifar Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Sjá meira
Við höfum lengi talið öryggismál á vinnustöðum fjalla um að vera í öryggisbelti, hafa hjálm á höfði, fara í slysavarnaskóla og girða fyrir fallhættu. Við þurfum að hugsa upp á nýtt. Öryggismál snúa líka að því að starfsumhverfið sé laust við áreitni og ofbeldi af hendi viðskiptavina, vinnufélaga, birgja og yfirmanna. Það er það svo sannarlega ekki í dag. Um helmingur kvenna í þjónustustörfum verður fyrir kynferðislegri áreitni í störfum sínum og um fjórðungur karla. Hvaða afleiðingar hefur það fyrir ungar stúlkur sem eru að stíga sín fyrstu spor á vinnumarkaðnum? Um þriðjungur kvenna, sem hafa orðið fyrir áreitni, segir það hafa áhrif á öryggistilfinningu sína en karlar upplifa þetta ekki sem skert öryggi. Hvað gera konur þegar þær upplifa sig ekki öruggar á vinnustað? Þær hætta í vinnunni, reyna að forðast óöryggi, hafa sig hægar til að draga úr líkunum á áreitni, skrá sig veikar o.s.frv. Allt eru þetta þættir sem hafa áhrif á framgang í starfi, sjálfsöryggi og stöðu á vinnumarkaði. Kona sem verður fyrir áreitni af hendi yfirmanns er ekkert sérstaklega líkleg til að standa upp í hárinu á honum og krefjast launahækkunar. Karl í yfirmannastöðu sem áreitir undirmenn sína er ekkert sérstaklega líklegur til að virða jafnrétti í stöðuveitingum og launaákvörðunum.Ábyrgð vinnustaða Það hversu áreitni er útbreidd hér á landi og annars staðar segir okkur að það sé hluti af menningunni og er leyft að viðgangast. #metoo byltingin hefur opnað augu okkar og gert það að verkum að það er ekki lengur hægt að stinga höfðinu í sandinn. Afleiðingarnar eru líka hluti af menningunni. Konur eru frekar líklegar til að verða öryrkjar, síður líklegar til að ná framgangi á vinnumarkaði og launamunur kynjanna hér á landi er 16%. Allt er þetta hluti af menningu okkar og allt er þetta nátengt. Baráttan fyrir öryggi á vinnustöðum er því baráttan fyrir bættri stöðu kvenna á vinnumarkaði og útrýmingu launamunar kynjanna. Það er langt í land en við getum gert ýmislegt til að ná landi. Við getum tekið mark á því þegar þolendur segja frá. Við getum gert athugasemdir þegar við verðum vitni að áreitni. Við getum krafist þess að vinnustaðir setji sér áætlanir um forvarnir og aðgerðir (sem þeir eiga reyndar að gera lögum samkvæmt) og við getum menntað og frætt fólk um hvernig eigi að bregðast við, hvað er í lagi og hvað er ekki í lagi. Það er á ábyrgð vinnustaða að tryggja öryggi starfsfólks hvort sem það lýtur að umgengni við hættuleg efni, fallhættu, slysahættu eða ofbeldi í hvaða mynd sem það birtist. Svo einfalt er það! Höfundur er framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands.
Skoðun Netöryggi á krossgötum: Hvernig tryggjum við íslenska innviði? Heimir Fannar Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar