Segir Íslendinga þurfa að sýna meiri yfirvegun þegar kemur að mygluskemmdum Hersir Aron Ólafsson skrifar 9. desember 2017 14:14 Sérfræðingur hjá Mannviti segir áhugavert að bera saman nálgun Íslendinga og Þjóðverja þegar kemur að myglu – en hann telur að verkferlar í Þýskalandi séu langtum þróaðri en hérlendis. Vísir/Getty Nálgast þarf rakaskemmdir og myglu í byggingum hérlendis með yfirvegaðri hætti. Þetta segir sérfræðingur hjá verkfræðistofunni Mannviti. Hann segir viðbrögðin hér á landi oft ofsafengin, en í Þýskalandi sé nánast óheyrt að hús séu rifin vegna myglu. Mygluskemmdir voru í kastljósinu á fræðslufundi Samtaka verslunar og þjónustu sem haldinn var í vikunni. Meðal ræðumanna var þýskur myglusérfræðingur sem er einn helsti ráðgjafi þýskra stjórnvalda um málefnið auk verkfræðingsins Einars Ragnarssonar. Einar segir áhugavert að bera saman nálgun Íslendinga og Þjóðverja þegar kemur að myglu – en hann telur að verkferlar í Þýskalandi séu langtum þróaðri en hérlendis. „Þeir flokka húsnæði niður eftir því hve vandamálið er mikið. Það fer auðvitað eftir því hversu mikið, hversu útbreitt þetta er.Það er nánast óþekkt að hús séu rýmd með öllu. Ef upp koma svona mál hvað varðar til dæmis skóla, þá er oftar en ekki að það er tekið fyrir eitt herbergi, eitt rými, ein kennslustofa, en annað er í rekstri á meðan,“ segir Einar.Notast við sérstaka „mygluhunda“ Þá megi taka sér ýmiss konar nýlega tækni til fyrirmyndar, en þannig nota Þjóðverjar til að mynda sérstaka mygluhunda sér til aðstoðar. „Þú getur þá nokkurn veginn treyst því að ef þú ferð með hundinn inn í rými, þá þarft ekki að vera að leita að myglu á öðrum stöðum en þeim sem hann veitir einhverja athygli,“ segir Einar. Þannig segir hann Íslendinga nokkuð gjarna á að dæma hús ónýt, rýma þau og jafnvel rífa án þess að búið sé greina og kanna alvarleika hvers tilviks. Hann ítrekar að heilsufarslegar afleiðingar myglu séu tvímælalaust oft miklar og alvarlegar. Aftur á móti vær oft hægt að leysa þann þátt er snýr að byggingunum sjálfum með yfirvegaðri hætti, enda geti til að mynda verið afar miklir fjárhagslegir hagsmunir í húfi. „Í fyrsta lagi þurfum við að rannsaka þetta, þekkja þetta, athuga umfangið hérna á Íslandi, og svo þurfum við að finna einhverjar leiðir til að bregðast við á skynsamari hátt þannig að við séum ekki hreinlega að sóa fjármunum að óþörfu.“ Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Nálgast þarf rakaskemmdir og myglu í byggingum hérlendis með yfirvegaðri hætti. Þetta segir sérfræðingur hjá verkfræðistofunni Mannviti. Hann segir viðbrögðin hér á landi oft ofsafengin, en í Þýskalandi sé nánast óheyrt að hús séu rifin vegna myglu. Mygluskemmdir voru í kastljósinu á fræðslufundi Samtaka verslunar og þjónustu sem haldinn var í vikunni. Meðal ræðumanna var þýskur myglusérfræðingur sem er einn helsti ráðgjafi þýskra stjórnvalda um málefnið auk verkfræðingsins Einars Ragnarssonar. Einar segir áhugavert að bera saman nálgun Íslendinga og Þjóðverja þegar kemur að myglu – en hann telur að verkferlar í Þýskalandi séu langtum þróaðri en hérlendis. „Þeir flokka húsnæði niður eftir því hve vandamálið er mikið. Það fer auðvitað eftir því hversu mikið, hversu útbreitt þetta er.Það er nánast óþekkt að hús séu rýmd með öllu. Ef upp koma svona mál hvað varðar til dæmis skóla, þá er oftar en ekki að það er tekið fyrir eitt herbergi, eitt rými, ein kennslustofa, en annað er í rekstri á meðan,“ segir Einar.Notast við sérstaka „mygluhunda“ Þá megi taka sér ýmiss konar nýlega tækni til fyrirmyndar, en þannig nota Þjóðverjar til að mynda sérstaka mygluhunda sér til aðstoðar. „Þú getur þá nokkurn veginn treyst því að ef þú ferð með hundinn inn í rými, þá þarft ekki að vera að leita að myglu á öðrum stöðum en þeim sem hann veitir einhverja athygli,“ segir Einar. Þannig segir hann Íslendinga nokkuð gjarna á að dæma hús ónýt, rýma þau og jafnvel rífa án þess að búið sé greina og kanna alvarleika hvers tilviks. Hann ítrekar að heilsufarslegar afleiðingar myglu séu tvímælalaust oft miklar og alvarlegar. Aftur á móti vær oft hægt að leysa þann þátt er snýr að byggingunum sjálfum með yfirvegaðri hætti, enda geti til að mynda verið afar miklir fjárhagslegir hagsmunir í húfi. „Í fyrsta lagi þurfum við að rannsaka þetta, þekkja þetta, athuga umfangið hérna á Íslandi, og svo þurfum við að finna einhverjar leiðir til að bregðast við á skynsamari hátt þannig að við séum ekki hreinlega að sóa fjármunum að óþörfu.“
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira