Ekkert yfirnáttúrlegt – bara praktískt atriði Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 9. desember 2017 13:30 "Í kennslunni hef ég alltaf lagt meiri áherslu á það hagnýta en fræðilega,“ segir Halldór. Vísir/Eyþór Árnason Þegar Halldór Haraldsson píanóleikari er plataður í viðtal um nýju bókina sem Jónas Sen, kollegi hans, ritaði er hann fyrst spurður út í titilinn. Þá er ástæða til að hlæja. Hvernig er hann tilkominn? „Þetta er síðasta setningin í bókinni,“ segir Halldór. „Mín hugmynd var að hafa titilinn Þetta er praktískt atriði. Það kom mér nefnilega á óvart þegar nemendur í Listaháskólanum voru spurðir á skemmtun hvað kennarar þeirra segðu oftast og einn nemandi minn svaraði: Þetta er praktískt atriði. En í kennslunni hef ég alltaf lagt meiri áherslu á það hagnýta en fræðilega. Fólkinu sem stendur að bókinni með mér fannst þessi titilhugmynd of prívat og sagði að enginn mundi skilja samhengið. En bókin byrjar á fyrstu minningu minni frá því þegar ég var þriggja ára, sitjandi hlæjandi í sófa í stofunni og síðasta setningin er tilvísun í hana. Enda er húmor í bókinni.“ Það passar. Margar skemmtilegar sögur eru í bókinni, frásagnir af ferðalögum, fjölskyldunni og öðru samferðafólki og auðvitað tónlistarferlinum. Halldór lýsir líka erfiðum stundum í lífinu, sorglegum systurmissi og sviplegu andláti föður. Andleg leit hans gengur líka eins og rauður þráður gegnum bókina. Hann hefur verið óþreytandi að efla vitundina enda segir hann tónverk oft sprottin úr vangaveltum um huldar víddir tilverunnar. Hann hrífst meðal annars af kenningum heimspekingsins Krishnamurti. Á vorin þegar prófin voru búin kveðst hann hafa lesið rit hans og líkir því við að fara í ískalt sturtubað. „Krishnamurti tekur burt alla köngulóarvefi og er ögrandi, ég er ekki alltaf sammála honum en það er tært vatn sem hann býður upp á. Hann er einn þeirra höfunda sem ég hef lesið en er ekki allsráðandi á neinn hátt.“ Bók eftir Yogi Ramacharaka hafði einnig sterk áhrif á hann, í henni er kafli um hvernig tónlistarmaður getur búið sig undir að koma fram. „Á lokatónleikum í skólanum var ég pikknervus að vanda en notaði aðferðir sem bent var á í bókinni og þegar ég settist við hljóðfærið var ég alveg pollrólegur. Ég hef kennt nemendum mínum aðferðina þegar þeir fara í lokapróf og hún virkar alltaf vel. Þetta er ekkert yfirnáttúrlegt, bara praktískt atriði!“ segir Halldór sem um tíma var formaður Guðspekifélags Íslands. Tekur fram að fólk geti verið andlega sinnað án þess að það tengist trúarbrögðum en hann hafi enga fordóma gagnvart þeim. Víða hefur Halldór komið við á ferli sínum sem píanóleikari og nemendur hans skipta hundruðum. „Það koma enn til mín nemendur sem eru að fást við einstök verkefni. Ég hef gaman af því en ég er hættur að koma fram. Spilaði þó upptökur nýlega. Síðast lék ég opinberlega í Finnlandi 2005.“ Halldór er hamingjumaður í einkalífinu. Stóru ástinni, henni Sue, sem er hjúkrunarkona, gaf hann fyrst gaum á neðanjarðarlestarstöð í London þar sem hún var á leið í djassklúbbinn og fyrsti kossinn átti sér stað í skoðunarferð að Windsorkastala. Það var töfrastund. Halldór er svo heppinn að Sue heillaðist af Íslandi og var fús til að setjast hér að. „Þó raddir heyrðust um að millilandahjónabönd lukkuðust sjaldnast létum við það ekki á okkur fá,“ segir hann. „Síðar komst ég að því að af þeim karlkyns bekkjarfélögum sem útskrifuðust sama ár og ég úr Menntaskólanum í Reykjavík hafi 24 gifst erlendum konum, þannig að við vorum ekkert ein á báti.“ Bókmenntir Menning Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Þegar Halldór Haraldsson píanóleikari er plataður í viðtal um nýju bókina sem Jónas Sen, kollegi hans, ritaði er hann fyrst spurður út í titilinn. Þá er ástæða til að hlæja. Hvernig er hann tilkominn? „Þetta er síðasta setningin í bókinni,“ segir Halldór. „Mín hugmynd var að hafa titilinn Þetta er praktískt atriði. Það kom mér nefnilega á óvart þegar nemendur í Listaháskólanum voru spurðir á skemmtun hvað kennarar þeirra segðu oftast og einn nemandi minn svaraði: Þetta er praktískt atriði. En í kennslunni hef ég alltaf lagt meiri áherslu á það hagnýta en fræðilega. Fólkinu sem stendur að bókinni með mér fannst þessi titilhugmynd of prívat og sagði að enginn mundi skilja samhengið. En bókin byrjar á fyrstu minningu minni frá því þegar ég var þriggja ára, sitjandi hlæjandi í sófa í stofunni og síðasta setningin er tilvísun í hana. Enda er húmor í bókinni.“ Það passar. Margar skemmtilegar sögur eru í bókinni, frásagnir af ferðalögum, fjölskyldunni og öðru samferðafólki og auðvitað tónlistarferlinum. Halldór lýsir líka erfiðum stundum í lífinu, sorglegum systurmissi og sviplegu andláti föður. Andleg leit hans gengur líka eins og rauður þráður gegnum bókina. Hann hefur verið óþreytandi að efla vitundina enda segir hann tónverk oft sprottin úr vangaveltum um huldar víddir tilverunnar. Hann hrífst meðal annars af kenningum heimspekingsins Krishnamurti. Á vorin þegar prófin voru búin kveðst hann hafa lesið rit hans og líkir því við að fara í ískalt sturtubað. „Krishnamurti tekur burt alla köngulóarvefi og er ögrandi, ég er ekki alltaf sammála honum en það er tært vatn sem hann býður upp á. Hann er einn þeirra höfunda sem ég hef lesið en er ekki allsráðandi á neinn hátt.“ Bók eftir Yogi Ramacharaka hafði einnig sterk áhrif á hann, í henni er kafli um hvernig tónlistarmaður getur búið sig undir að koma fram. „Á lokatónleikum í skólanum var ég pikknervus að vanda en notaði aðferðir sem bent var á í bókinni og þegar ég settist við hljóðfærið var ég alveg pollrólegur. Ég hef kennt nemendum mínum aðferðina þegar þeir fara í lokapróf og hún virkar alltaf vel. Þetta er ekkert yfirnáttúrlegt, bara praktískt atriði!“ segir Halldór sem um tíma var formaður Guðspekifélags Íslands. Tekur fram að fólk geti verið andlega sinnað án þess að það tengist trúarbrögðum en hann hafi enga fordóma gagnvart þeim. Víða hefur Halldór komið við á ferli sínum sem píanóleikari og nemendur hans skipta hundruðum. „Það koma enn til mín nemendur sem eru að fást við einstök verkefni. Ég hef gaman af því en ég er hættur að koma fram. Spilaði þó upptökur nýlega. Síðast lék ég opinberlega í Finnlandi 2005.“ Halldór er hamingjumaður í einkalífinu. Stóru ástinni, henni Sue, sem er hjúkrunarkona, gaf hann fyrst gaum á neðanjarðarlestarstöð í London þar sem hún var á leið í djassklúbbinn og fyrsti kossinn átti sér stað í skoðunarferð að Windsorkastala. Það var töfrastund. Halldór er svo heppinn að Sue heillaðist af Íslandi og var fús til að setjast hér að. „Þó raddir heyrðust um að millilandahjónabönd lukkuðust sjaldnast létum við það ekki á okkur fá,“ segir hann. „Síðar komst ég að því að af þeim karlkyns bekkjarfélögum sem útskrifuðust sama ár og ég úr Menntaskólanum í Reykjavík hafi 24 gifst erlendum konum, þannig að við vorum ekkert ein á báti.“
Bókmenntir Menning Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira