Enski boltinn

Bristol City skoraði sigurmarkið í uppbótartíma

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hörður Björgvin Magnússon.
Hörður Björgvin Magnússon. Vísir/Getty
Íslenski landsliðsmaðurinn Hörður Björgvin Magnússon var allan tímann á varamannabekknum þegar Bristol City vann dramatískan sigur í ensku b-deildinni í fótbolta.

Bristol City vann 2-1 útisigur á Sheffield United þar sem sigurmarkið kom ekki fyrr en í uppbótartíma leiksins. Þessi þrjú þrjú stig koma Bristol City upp í þriðja sætið en liðið fór upp fyrir Sheffield United á markatölu.

Varnarmaðurinn Aden Flint var hetja Bristol City en hann skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu í uppbótartíma eftir stoðsendingu Bobby Reid.

Sheffield United hafði ekki heppnina með sér í kvöld en leikmenn liðsins skutu þrisvar í markstangirnar í fyrri hálfleiknum.

Jamie Paterson kom Bristol City hinsvegar í 1-0 en Leon Clarke jafnaði metin. Það stefndi í jafntefli en Bristol City landaði dýrmætum sigri í lokin.

Hörður Björgvin hefur verið mikið á bekknum í deildinni í vetur en hafði spilað 90 mínútur í síðustu tveimur leikjum sem unnust báðir.

Hann var hinsvegar aftur út í kuldanum í kvöld.





 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×