Sendiherra Bretlands bjartsýnn á samning um gagnkvæm réttindi Breta og Íslendinga Heimir Már Pétursson skrifar 8. desember 2017 18:45 Michael Nevin, sendiherra Bretlands á Íslandi. Skjáskot/Stöð 2 Sendiherra Bretlands á Íslandi vonast til að sams konar samkomulag náist við Íslendinga um réttindi fólks og Bretar náðu við Evrópusambandið í morgun. Óformlegar viðræður við íslensk stjórnvöld hafi verið á jákvæðum nótum og hann reikni með að svo verði áfram með nýrri ríkisstjórn. Fjölmargir Íslendingar búa og starfa eða eru við nám í Bretlandi. Sömuleiðis eru margir Bretar búsettir á Íslandi og vinna hér. Um stöðu þessa fólks þarf að semja upp á nýtt þegar Bretar ganga úr Evrópusambandinu. Viðræðum Breta og Evrópusambandsins á að ljúka innan næstu tólf mánaða. En EES samningurinn tryggir fjórfrelsis svo kallaða milli Íslands og sambandsins, meðal annars frjálsa för fólks og fjármagns. Michael Nevin sendiherra Bretlands á íslandi segir samkomulagið í Brussel geta haft jákvæð áhrif á framtíð samskipta Íslands og Bretlands. En við höfum ávalt sagt skýrt að við myndum vilja framlengja réttindi fólks til Íslands og raunar Noregs líka. Við höfum nú þegar rætt það við íslensk stjórnvöld hvernig við gætum leitt þau mál áfram. Þetta samkomulag gefur okkur tryggari grunn til að halda þeim viðræðum áfram,“ segir sendiherrann. Talið er að um átta hundruð Bretar búi á Íslandi og um tvö þúsund Íslendingar í Bretlandi. Sendiherrann segir óformlegar viðræður um framtíð samskipta Íslands og Bretlands í tíð fyrri ríkisstjórna hafa verið jákvæðar og hann búist við að svo verði áfram með nýrri ríkisstjórn. „Og utanríkisráðherrann hefur vissulega verið mjög jákvæður og við höfum unnið mjög vel með honum og embættismönnum hans. Þannig að ég hef fulla ástæðu til að vera bjartsýnn,“ segir Nevin. Ekki sé þó hægt að ganga frá endanlegum samningum milli Íslands og Bretlands fyrr en Bretar hafi yfirgefið sambandið en hægt sé að undirbúa slíka samninga með viðræðum. Áfanginn í Brussel í dag sé mikilvægt skref og vonandi náist síðan samkomulag við íslendinga um viðskipti og tollamál. Íslendingar í Bretlandi og Bretar á Íslandi þurfi ekki að óttast um rétt sinn til atvinnu, heilsugæslu og svo framvegis. „Eins og er og jafnvel áður en við yfirgefum Evrópusambandið muni fólk bókstaflega ekki finna fyrir neinum breytingum á aðstæðum sínum. Þessi réttindi verði tryggð bæði í Bretlandi og á íslandi,“ segir Michael Nevin. Tengdar fréttir Reikningur Breta vegna Brexit rúmir fimm þúsund milljarðar króna Theresa May og Jean-Claude Juncker tilkynntu í morgun að samkomulag hefði náðst um tiltekin atriði í Brexit-viðræðunum sem gæfu viðsemjendum færi á að færa viðræðurnar á næsta stig. 8. desember 2017 14:40 Komust að samkomulagi í Brexit-viðræðunum Nægileg framvinda hefur náðst í Brexit viðræðum Breta og Evrópusambandsins til að færa þær á annað stig. 8. desember 2017 08:00 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Sjá meira
Sendiherra Bretlands á Íslandi vonast til að sams konar samkomulag náist við Íslendinga um réttindi fólks og Bretar náðu við Evrópusambandið í morgun. Óformlegar viðræður við íslensk stjórnvöld hafi verið á jákvæðum nótum og hann reikni með að svo verði áfram með nýrri ríkisstjórn. Fjölmargir Íslendingar búa og starfa eða eru við nám í Bretlandi. Sömuleiðis eru margir Bretar búsettir á Íslandi og vinna hér. Um stöðu þessa fólks þarf að semja upp á nýtt þegar Bretar ganga úr Evrópusambandinu. Viðræðum Breta og Evrópusambandsins á að ljúka innan næstu tólf mánaða. En EES samningurinn tryggir fjórfrelsis svo kallaða milli Íslands og sambandsins, meðal annars frjálsa för fólks og fjármagns. Michael Nevin sendiherra Bretlands á íslandi segir samkomulagið í Brussel geta haft jákvæð áhrif á framtíð samskipta Íslands og Bretlands. En við höfum ávalt sagt skýrt að við myndum vilja framlengja réttindi fólks til Íslands og raunar Noregs líka. Við höfum nú þegar rætt það við íslensk stjórnvöld hvernig við gætum leitt þau mál áfram. Þetta samkomulag gefur okkur tryggari grunn til að halda þeim viðræðum áfram,“ segir sendiherrann. Talið er að um átta hundruð Bretar búi á Íslandi og um tvö þúsund Íslendingar í Bretlandi. Sendiherrann segir óformlegar viðræður um framtíð samskipta Íslands og Bretlands í tíð fyrri ríkisstjórna hafa verið jákvæðar og hann búist við að svo verði áfram með nýrri ríkisstjórn. „Og utanríkisráðherrann hefur vissulega verið mjög jákvæður og við höfum unnið mjög vel með honum og embættismönnum hans. Þannig að ég hef fulla ástæðu til að vera bjartsýnn,“ segir Nevin. Ekki sé þó hægt að ganga frá endanlegum samningum milli Íslands og Bretlands fyrr en Bretar hafi yfirgefið sambandið en hægt sé að undirbúa slíka samninga með viðræðum. Áfanginn í Brussel í dag sé mikilvægt skref og vonandi náist síðan samkomulag við íslendinga um viðskipti og tollamál. Íslendingar í Bretlandi og Bretar á Íslandi þurfi ekki að óttast um rétt sinn til atvinnu, heilsugæslu og svo framvegis. „Eins og er og jafnvel áður en við yfirgefum Evrópusambandið muni fólk bókstaflega ekki finna fyrir neinum breytingum á aðstæðum sínum. Þessi réttindi verði tryggð bæði í Bretlandi og á íslandi,“ segir Michael Nevin.
Tengdar fréttir Reikningur Breta vegna Brexit rúmir fimm þúsund milljarðar króna Theresa May og Jean-Claude Juncker tilkynntu í morgun að samkomulag hefði náðst um tiltekin atriði í Brexit-viðræðunum sem gæfu viðsemjendum færi á að færa viðræðurnar á næsta stig. 8. desember 2017 14:40 Komust að samkomulagi í Brexit-viðræðunum Nægileg framvinda hefur náðst í Brexit viðræðum Breta og Evrópusambandsins til að færa þær á annað stig. 8. desember 2017 08:00 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Fleiri fréttir „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Sjá meira
Reikningur Breta vegna Brexit rúmir fimm þúsund milljarðar króna Theresa May og Jean-Claude Juncker tilkynntu í morgun að samkomulag hefði náðst um tiltekin atriði í Brexit-viðræðunum sem gæfu viðsemjendum færi á að færa viðræðurnar á næsta stig. 8. desember 2017 14:40
Komust að samkomulagi í Brexit-viðræðunum Nægileg framvinda hefur náðst í Brexit viðræðum Breta og Evrópusambandsins til að færa þær á annað stig. 8. desember 2017 08:00