Fagna því að gripið sé til aðgerða fyrir heimilislausa Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. desember 2017 13:41 Sigrún Dóra og Kjartan eru þakklát fyrir að baráttan sé farin að skila árangri. Sigrún Dóra Jónsdóttir og Kjartan Theódórsson sem hafa barist fyrir réttindum heimilislausra og fátækra undanfarin misseri fagna þeim aðgerðum sem Reykjavíkurborg ætla að ráðast í til að leysa úr vanda þeirra sem eru heimilislausir. Kjartan, eða Kjarri eins og hann er jafnan kallaður, hefur búið í nokkra mánuði í tjaldi og undanfarið á tjaldsvæðinu í Laugardal. Sigrún Dóra hefur einnig verið á hrakhólum en er nýbúin að fá framtíðarhúsnæði í Reykjanesbæ. Þau vilja koma á framfæri þakklæti vegna aðgerðanna sem Reykjavíkurborg hefur boðað en eftir helgi fá fjórtán einstaklingar, sem meðal annar hafa búið á tjaldsvæðinu í Laugardal, bráðabirgðahúsnæði í Víðinesi. Þá hefur borgin samþykkt að veita 60 milljóna króna viðbótarframlagi til stuðnings búsetu utangarðsfólks sem meðal annars verður nýtt til þess að fjölga starfsmönnum í vettvangsteymi borgarinnar og í að fjölga íbúðum fyrir þá sem búa sjálfstætt með aðstoð vettvangsteymsins.Stöð 2 ræddi við Kjartan í lok sumars en þá bjó hann í tjaldi í Hafnarfirði.„Við viljum bara koma á framfæri þakklæti fyrir að þessar aðgerðir,“ segir Sigrún Dóra og Kjarri tekur undir það. „Við erum bara mjög þakklát fyrir það að stjórnvöld og yfirvöld séu búin að opna augun og að þau ætli að sporna við heimilisleysi,“ segir Kjarri. Sigrún Dóra segir þau mjög glöð að sjá loksins aðgerðir og að barátta þeirra sé farin að skila árangri. „Þetta er búin að vera barátta hjá mér síðan í apríl, en þá missti ég síðasta fasta staðinn til að búa á, og við Kjarri tengjumst saman í millitíðinni. Við höfum bæði verið í þessari baráttu út af þessu ástandi og tókum höndum saman,“ segir Sigrún Dóra og bætir við: „Það hafa allir bent á aðra en það hefur ekkert verið gert og nú sjáum við loksins aðgerðirnar sem við höfum beðið eftir.“ Þau skora á önnur bæjarfélög að ráðast í svipaðar aðgerðir og Reykjavíkurborg og einnig að ríkið standi við bakið á þeim sveitarfélögum sem vilja leysa vanda heimilislausra.Ítarlega hefur verið fjallað um vanda heimilislausra í fréttum Stöðvar 2 undanfarið og má hér fyrir neðan sjá eina af þeim fréttum. Tengdar fréttir Nauðsynlegt að koma fólki strax í skjól Fólki sem er á götunni í Reykjavík verður boðið að flytja inn í íbúðir í borginni og á Víðinesi á næstu dögum og vikum að sögn borgarstjóra, sem segir nauðsynlegt að koma fólkinu strax í skjól. Fréttastofa skoðaði nýtt úrræði fyrir heimilislausa í Kópavogi en fyrsti íbúinn flytur inn næstkomandi föstudag 3. desember 2017 19:15 Sofa í bílakjallara eða ruslageymslu Heimilislausir einstaklingar í Reykjavík telja borgaryfirvöld hafa brugðist og gagnrýna úrræðaleysi. Þrír einstaklingar hafa komið sér upp tjöldum í Öskjuhlíð og búa þar. Annar maður hefur sofið í bílakjallara Ráðhúss Reykjavíkur í nokkra mánuði. 2. desember 2017 20:00 Fleiri ungir menn í Gistiskýlinu Sérstakt átaksverkefni hefur komið því til leiða að tólf pólskir utangarðsmenn sem höfðust við í Gistiskýlinu hafa farið til síns heima í áfengismeðferð. Erfiður húsnæðismarkaður veldur því að fleiri eru í erfiðri stöðu. Forstöðumaður Gistiskýlsins segir þörf á fjölbreyttum úrræðum fyrir fjölbreyttan hóp utangarðsmanna. 5. desember 2017 20:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira
Sigrún Dóra Jónsdóttir og Kjartan Theódórsson sem hafa barist fyrir réttindum heimilislausra og fátækra undanfarin misseri fagna þeim aðgerðum sem Reykjavíkurborg ætla að ráðast í til að leysa úr vanda þeirra sem eru heimilislausir. Kjartan, eða Kjarri eins og hann er jafnan kallaður, hefur búið í nokkra mánuði í tjaldi og undanfarið á tjaldsvæðinu í Laugardal. Sigrún Dóra hefur einnig verið á hrakhólum en er nýbúin að fá framtíðarhúsnæði í Reykjanesbæ. Þau vilja koma á framfæri þakklæti vegna aðgerðanna sem Reykjavíkurborg hefur boðað en eftir helgi fá fjórtán einstaklingar, sem meðal annar hafa búið á tjaldsvæðinu í Laugardal, bráðabirgðahúsnæði í Víðinesi. Þá hefur borgin samþykkt að veita 60 milljóna króna viðbótarframlagi til stuðnings búsetu utangarðsfólks sem meðal annars verður nýtt til þess að fjölga starfsmönnum í vettvangsteymi borgarinnar og í að fjölga íbúðum fyrir þá sem búa sjálfstætt með aðstoð vettvangsteymsins.Stöð 2 ræddi við Kjartan í lok sumars en þá bjó hann í tjaldi í Hafnarfirði.„Við viljum bara koma á framfæri þakklæti fyrir að þessar aðgerðir,“ segir Sigrún Dóra og Kjarri tekur undir það. „Við erum bara mjög þakklát fyrir það að stjórnvöld og yfirvöld séu búin að opna augun og að þau ætli að sporna við heimilisleysi,“ segir Kjarri. Sigrún Dóra segir þau mjög glöð að sjá loksins aðgerðir og að barátta þeirra sé farin að skila árangri. „Þetta er búin að vera barátta hjá mér síðan í apríl, en þá missti ég síðasta fasta staðinn til að búa á, og við Kjarri tengjumst saman í millitíðinni. Við höfum bæði verið í þessari baráttu út af þessu ástandi og tókum höndum saman,“ segir Sigrún Dóra og bætir við: „Það hafa allir bent á aðra en það hefur ekkert verið gert og nú sjáum við loksins aðgerðirnar sem við höfum beðið eftir.“ Þau skora á önnur bæjarfélög að ráðast í svipaðar aðgerðir og Reykjavíkurborg og einnig að ríkið standi við bakið á þeim sveitarfélögum sem vilja leysa vanda heimilislausra.Ítarlega hefur verið fjallað um vanda heimilislausra í fréttum Stöðvar 2 undanfarið og má hér fyrir neðan sjá eina af þeim fréttum.
Tengdar fréttir Nauðsynlegt að koma fólki strax í skjól Fólki sem er á götunni í Reykjavík verður boðið að flytja inn í íbúðir í borginni og á Víðinesi á næstu dögum og vikum að sögn borgarstjóra, sem segir nauðsynlegt að koma fólkinu strax í skjól. Fréttastofa skoðaði nýtt úrræði fyrir heimilislausa í Kópavogi en fyrsti íbúinn flytur inn næstkomandi föstudag 3. desember 2017 19:15 Sofa í bílakjallara eða ruslageymslu Heimilislausir einstaklingar í Reykjavík telja borgaryfirvöld hafa brugðist og gagnrýna úrræðaleysi. Þrír einstaklingar hafa komið sér upp tjöldum í Öskjuhlíð og búa þar. Annar maður hefur sofið í bílakjallara Ráðhúss Reykjavíkur í nokkra mánuði. 2. desember 2017 20:00 Fleiri ungir menn í Gistiskýlinu Sérstakt átaksverkefni hefur komið því til leiða að tólf pólskir utangarðsmenn sem höfðust við í Gistiskýlinu hafa farið til síns heima í áfengismeðferð. Erfiður húsnæðismarkaður veldur því að fleiri eru í erfiðri stöðu. Forstöðumaður Gistiskýlsins segir þörf á fjölbreyttum úrræðum fyrir fjölbreyttan hóp utangarðsmanna. 5. desember 2017 20:00 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Fleiri fréttir Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Sjá meira
Nauðsynlegt að koma fólki strax í skjól Fólki sem er á götunni í Reykjavík verður boðið að flytja inn í íbúðir í borginni og á Víðinesi á næstu dögum og vikum að sögn borgarstjóra, sem segir nauðsynlegt að koma fólkinu strax í skjól. Fréttastofa skoðaði nýtt úrræði fyrir heimilislausa í Kópavogi en fyrsti íbúinn flytur inn næstkomandi föstudag 3. desember 2017 19:15
Sofa í bílakjallara eða ruslageymslu Heimilislausir einstaklingar í Reykjavík telja borgaryfirvöld hafa brugðist og gagnrýna úrræðaleysi. Þrír einstaklingar hafa komið sér upp tjöldum í Öskjuhlíð og búa þar. Annar maður hefur sofið í bílakjallara Ráðhúss Reykjavíkur í nokkra mánuði. 2. desember 2017 20:00
Fleiri ungir menn í Gistiskýlinu Sérstakt átaksverkefni hefur komið því til leiða að tólf pólskir utangarðsmenn sem höfðust við í Gistiskýlinu hafa farið til síns heima í áfengismeðferð. Erfiður húsnæðismarkaður veldur því að fleiri eru í erfiðri stöðu. Forstöðumaður Gistiskýlsins segir þörf á fjölbreyttum úrræðum fyrir fjölbreyttan hóp utangarðsmanna. 5. desember 2017 20:00