Icelandair Hótel Vík stækkar við sig: „Við bregðumst bara við vexti ferðaþjónustunnar“ Daníel Freyr Birkisson skrifar 8. desember 2017 12:17 Drög að viðbyggingunni. Hún verður í austurhluta hússins. Icelandair hótel vík „Við teygðum þetta og breyttum aðeins vegna eftirspurnar. Upprunalega áttu þetta að vera um 30 herbergi,“ segir Sigurður Elías Guðmundsson, oftast kallaður Elías, en hann er eigandi starfseminnar á Icelandair Hotel Vík. Fyrirhugað er að bæta við 48 herbergjum með nýrri viðbyggingu. Dagskráin, fréttablað Suðurlands greindi frá í gær. Um er að ræða 20 lúxusherbergi, fjórar 55 fermetra svítur, fjölskylduherbergi á tveimur hæðum og minni herbergi. Á fyrstu hæð hússins verður spa með heitum pottum fyrir gesti. Á annarri hæð verða fundasalir og á þeirri þriðju svokallaður „panorama northern light bar“. Í samtali við fréttastofu Vísis segir Elías að þetta sé lokahnykkurinn í byggingu hótelsins, en það opnaði dyr sínar í júní 2014. Herbergin eru fyrir 88 talsins en eftir viðbætur verða þau 136.Bregðast við vexti ferðaþjónustunnar Upprunalega átti bara að bæta við 30 herbergjum en ör vöxtur ferðaþjónustunnar gerði það að verkum að ákveðið var að fjölga þeim. „Við erum að sjá enn eitt metárið í nýtingu hjá okkur. Við bregðumst bara við vexti ferðaþjónustunnar með viðbætum á þjónustu og umgjörð,“ segir Elías og ítrekar að stöðugt flæði ferðamanna í gegnum Vík aukist. „Það er þannig að við erum með gríðarlegan straum austur til okkar. Yfir Reynisfjallið aka yfir 4.000 bílar á dag á sumrin. Við erum að tala um að það fari kannski um 10.000 manns í gegnum Vík á dag þegar best lætur.“ Ætla má að fyrirhuguðum byggingarframkvæmdum ljúki í maí 2019. Elías er eigandi hótelsins í Vík í Mýrdal, en Icelandair Hotels sér um markaðssetningu fyrir hótelið. Það opnaði dyr sínar, sem fyrr segir, árið 2014.Byggingin mun líta svona út að framkvæmdum loknum.icelandair hótel víkViðbyggingin í austurhlutanum.icelandair hótel vík Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Sjá meira
„Við teygðum þetta og breyttum aðeins vegna eftirspurnar. Upprunalega áttu þetta að vera um 30 herbergi,“ segir Sigurður Elías Guðmundsson, oftast kallaður Elías, en hann er eigandi starfseminnar á Icelandair Hotel Vík. Fyrirhugað er að bæta við 48 herbergjum með nýrri viðbyggingu. Dagskráin, fréttablað Suðurlands greindi frá í gær. Um er að ræða 20 lúxusherbergi, fjórar 55 fermetra svítur, fjölskylduherbergi á tveimur hæðum og minni herbergi. Á fyrstu hæð hússins verður spa með heitum pottum fyrir gesti. Á annarri hæð verða fundasalir og á þeirri þriðju svokallaður „panorama northern light bar“. Í samtali við fréttastofu Vísis segir Elías að þetta sé lokahnykkurinn í byggingu hótelsins, en það opnaði dyr sínar í júní 2014. Herbergin eru fyrir 88 talsins en eftir viðbætur verða þau 136.Bregðast við vexti ferðaþjónustunnar Upprunalega átti bara að bæta við 30 herbergjum en ör vöxtur ferðaþjónustunnar gerði það að verkum að ákveðið var að fjölga þeim. „Við erum að sjá enn eitt metárið í nýtingu hjá okkur. Við bregðumst bara við vexti ferðaþjónustunnar með viðbætum á þjónustu og umgjörð,“ segir Elías og ítrekar að stöðugt flæði ferðamanna í gegnum Vík aukist. „Það er þannig að við erum með gríðarlegan straum austur til okkar. Yfir Reynisfjallið aka yfir 4.000 bílar á dag á sumrin. Við erum að tala um að það fari kannski um 10.000 manns í gegnum Vík á dag þegar best lætur.“ Ætla má að fyrirhuguðum byggingarframkvæmdum ljúki í maí 2019. Elías er eigandi hótelsins í Vík í Mýrdal, en Icelandair Hotels sér um markaðssetningu fyrir hótelið. Það opnaði dyr sínar, sem fyrr segir, árið 2014.Byggingin mun líta svona út að framkvæmdum loknum.icelandair hótel víkViðbyggingin í austurhlutanum.icelandair hótel vík
Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Sjá meira