Íslendingar kaupa vatnsdælur í stórum stíl Jakob Bjarnar skrifar 7. desember 2017 16:43 Í kjölfar skrifa Guðna Elíssonar hafa vatnsdælur selst sem aldrei fyrr. „Síðan á laugardaginn hafa selst 22 vatnsdælur í gegnum Sannar gjafir UNICEF, sem er alveg ótrúlegt,“ segir Steinunn Jakobsdóttir kynningarstjóri og upplýsingafulltrúi UNICEF á Íslandi. Steinunn er himinlifandi með þennan kipp sem komið hefur í sölu vatnsdæla, eðlilega og rekur þessa söluaukningu beint til pistils Guðna Elíssonar prófessors, sem birtist á Vísi á laugardaginn. „Það hefur orðið algert met í sölunni, rosaleg rosaleg viðbrögð og sýnir virkilega hvað við hér á Íslandi látum okkur heilsu og réttindi barna varða og tökum okkur saman til að hjálpa fólki í neyð.“ Steinunn segir að þekktir einstaklingar á borð við Stefán Pálsson og Bergljótu Kristjánsdóttur hafa tekið boltann á loft og safnað sjálf meðal vina sinna á Facebook. Vatnsdælurnar munu gjörbreyta lífi barna sem þurfa á hjálp að halda.Steinunn Jakobsdóttir hjá UNICEF er harla ánægð með hvernig gengur við vatnsdælusöluna.visir/vilhelm„UNICEF mun síðan setja upp vatnsdælurnar þar sem þarf á þeim að halda. Á þessu ári hefur UNICEF t.a.m sett upp vatnsdælur í flóttamannabúðum fyrir Rohingja í Bangladess, í afskekktum þorpum í Eþíópíu og við barnaskóla á Indlandi. Ein vatnsdæla getur útvegað heilu þorpi drykkjarvatn og gjörbreytt lífi barna og fjölskyldna á svæðinu,“ segir Steinunn. Heilnæmt drykkjarvatn er öllum lífsnauðsynlegt og kemur í veg fyrir útbreiðslu sjúkdóma. „Með því að setja vatnsdælu upp í þorpunum er einnig verið að bæta verulega líf kvenna og barna á staðnum. Gönguleið þeirra með þungar vatnsfötur styttist til muna en það að sækja vatn fyrir heimilið lendir oftast á þeirra herðum. Börnum gefst þá meiri tími til skólagöngu, heimanáms – og þess að fá að vera börn og leika sér,“ segir Steinunn, afar kát með mikla sölu í vatnsdælum. Tengdar fréttir Vatnsdæla – gjöf sem getur breytt heiminum Á síðu Unicef, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, leynist þýðingarmesta jólagjöfin sem Íslendingar geta gefið börnunum sínum í ár. 2. desember 2017 19:01 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Sjá meira
„Síðan á laugardaginn hafa selst 22 vatnsdælur í gegnum Sannar gjafir UNICEF, sem er alveg ótrúlegt,“ segir Steinunn Jakobsdóttir kynningarstjóri og upplýsingafulltrúi UNICEF á Íslandi. Steinunn er himinlifandi með þennan kipp sem komið hefur í sölu vatnsdæla, eðlilega og rekur þessa söluaukningu beint til pistils Guðna Elíssonar prófessors, sem birtist á Vísi á laugardaginn. „Það hefur orðið algert met í sölunni, rosaleg rosaleg viðbrögð og sýnir virkilega hvað við hér á Íslandi látum okkur heilsu og réttindi barna varða og tökum okkur saman til að hjálpa fólki í neyð.“ Steinunn segir að þekktir einstaklingar á borð við Stefán Pálsson og Bergljótu Kristjánsdóttur hafa tekið boltann á loft og safnað sjálf meðal vina sinna á Facebook. Vatnsdælurnar munu gjörbreyta lífi barna sem þurfa á hjálp að halda.Steinunn Jakobsdóttir hjá UNICEF er harla ánægð með hvernig gengur við vatnsdælusöluna.visir/vilhelm„UNICEF mun síðan setja upp vatnsdælurnar þar sem þarf á þeim að halda. Á þessu ári hefur UNICEF t.a.m sett upp vatnsdælur í flóttamannabúðum fyrir Rohingja í Bangladess, í afskekktum þorpum í Eþíópíu og við barnaskóla á Indlandi. Ein vatnsdæla getur útvegað heilu þorpi drykkjarvatn og gjörbreytt lífi barna og fjölskyldna á svæðinu,“ segir Steinunn. Heilnæmt drykkjarvatn er öllum lífsnauðsynlegt og kemur í veg fyrir útbreiðslu sjúkdóma. „Með því að setja vatnsdælu upp í þorpunum er einnig verið að bæta verulega líf kvenna og barna á staðnum. Gönguleið þeirra með þungar vatnsfötur styttist til muna en það að sækja vatn fyrir heimilið lendir oftast á þeirra herðum. Börnum gefst þá meiri tími til skólagöngu, heimanáms – og þess að fá að vera börn og leika sér,“ segir Steinunn, afar kát með mikla sölu í vatnsdælum.
Tengdar fréttir Vatnsdæla – gjöf sem getur breytt heiminum Á síðu Unicef, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, leynist þýðingarmesta jólagjöfin sem Íslendingar geta gefið börnunum sínum í ár. 2. desember 2017 19:01 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Sjá meira
Vatnsdæla – gjöf sem getur breytt heiminum Á síðu Unicef, Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna á Íslandi, leynist þýðingarmesta jólagjöfin sem Íslendingar geta gefið börnunum sínum í ár. 2. desember 2017 19:01