Dóttir Steinunnar Valdísar: Var hrædd við „reiðu karlana“ en reyndi að vera sterk fyrir mömmu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. desember 2017 14:40 Steinunn Valdís Óskarsdóttir, fyrrverandi borgarstjóri og þingmaður Samfylkingarinnar. Dóttir hennar segir nú frá upplifun sinni af því þegar mótmælt var við heimili fjölskyldunnar í fimm vikur vorið 2010. vísir/valli Kristrún Vala Ólafsdóttir, dóttir Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, fyrrvearndi alþingismanns og borgarstjóra, og manns hennar, Ólafs Haraldssonar, skrifar einlæga frásögn á Facebook-síðu sína í dag þar sem hún segir frá upplifun sinni af því þegar mótmælt var við heimili fjölskyldunnar í um fimm vikur vorið 2010. Kristrún segist hafa upplifað hræðslu vegna mótmæla „reiðu karlanna“ sem voru fyrir utan heimilið en hún hafi reynt að vera sterk fyrir mömmu sína. Á sunnudag tjáði sig Steinunn Valdís sig um mótmælin í Silfrinu á RÚV og upplifun sína af þeim en mótmælendurnir kröfðust afsagnar hennar vegna styrkja sem hún þáði á árunum 2006 til 2007. Í maí 2010 sagði Steinunn Valdís af sér þingmennsku. Dóttir Steinunnar var 10 ára gömul þegar mótmælin fóru fram. Í Facebook-færslunni segist hún ekki hafa látið það á sig fá þegar henni var sagt frá því einn daginn að um kvöldið myndi fólk að öllum líkindum koma og standa fyrir utan heimilið.Gerði krók á heimleiðinni til þess að hjóla fram hjá mótmælendunum „Verandi barn skildi stúlkan lítið sem ekkert hvað það þýddi og lét það lítið á sig fá. Þangað til að fréttirnar urðu að veruleika. Stúlkan horfði út um eldhúsgluggann og sá þar karla, reiða karla, sem einhverra hluta vegna voru þarna vegna þess að reiðu karlarnir sögðu að mamma hennar væri vond. 10 ára gamalt barnið fór fram í stofu, stúlkan var hrædd, hún spurði hvers vegna, henni var svarað en hún skildi ekki hvers vegna. Stúlkan vissi mæta vel að mamma hennar væri ekki vond, en hvers vegna voru karlarnir úti í garði að segja það? Stúlkan var hrædd við reiðu karlana. Stúlkan þorði ekki á æfingar vegna reiðu karlana. Hún gerði krók á leið sína heim til þess eins að þurfa ekki að hjóla framhjá reiðu körlunum,“ segir Kristrún Vala í Facebook-færslunni. Þá lýsir hún því hvernig mennirnir hafi tekið myndir af henni og vinkonum hennar einn daginn þar sem þær þurftu að ganga fram hjá þeim. „Stúlkan og vinkonurnar voru miður sín þegar þær stigu inn heima hjá stúlkunni. Fullorðna fólkið inni sagði þeim að þær þyrftu að biðja þá um að eyða myndunum. Stúlkan og vinkonur hennar þurftu 10 ára gamlar að fara aftur út í hóp reiðu karlana og biðja þá vinsamlegast um að þurrka út myndirnar sem fullorðnu karlmennirnir tóku af ungu stúlkunum. Stúlkan var hrædd. Hún þóttist hafa talað við þá en hún þorði því ekki. Stúlkan reyndi að vera sterk, hún reyndi að vera sterk fyrir mömmu. Því hún vissi að mamma væri sterk. En stúlkan grét mikið inni hjá sér. Í rúmar 5 vikur þurfti 10 ára gömul stúlkan að mana sig upp í að fara út af heimili sínu. Í rúmar 5 vikur grét stúlkan á kvöldin, stundum fékk hún martraðir um að reiðu karlarnir væru komnir inn í húsið. Stúlkan skildi aldrei til hins fyllsta hvers vegna karlarnir voru svona reiðir,“ segir Kristrún Vala.„Ég er ekki lengur hrædd við reiðu karlana“ Hún segir síðan frá því að þegar árin liðu fór hún að rekast á alls kyns ummæli um móður sína sem höfðu ekkert með stefnu hennar í stjórnmálum að gera heldur um persónu hennar og líkama. Kristrún segist ekki heldur hafa skilið hvers vegna talað var svona um mömmu hennar en hugsaði með sér að fyrst þetta væri sagt um hana hlyti að vera í lagi að segja svona líka um dótturina. „Þá hlaut stúlkan að þurfa að sætta sig við það þegar hún yrði stór að ef hún segði skoðanir sínar og stóð með sér þá mætti segja svona um hana, þá mætti hóta henni og ofsækja hana. Þessi unga stúlka situr nú og skrifar sína sögu átta árum seinna. Hennar upplifun af martröðinni sem þessi tími var. Hennar frásögn er eina frásögnin af þessum atburðum sem sögð er í gegnum augu og eyru saklausrar 10 ára gamallar stúlku. Hún var barn í heimi fullorðna og hún var barn sem þurfti að þykjast vera fullorðin. Ekki vegna þess að foreldrar hennar gerðu þær kröfur á hana, heldur vegna þess að reiðu karlarnir komu henni í þær aðstæður. Reiðu karlarnir létu ungu stúlkuna óttast að tjá sig, reiðu karlarnir urðu þess valdandi að unga stúlkan var ekki örugg á sínu eigin heimili. Stúlkan þorir að tjá sig í dag. Stúlkan heitir Kristrún Vala og er 18 ára. Ég er ekki lengur hrædd við reiðu karlana. Reiðu karlarnir komu ekki bara heim til mín og sátu um heimilið mitt. Reiðu karlarnir eru út um allt í samfélaginu. Reiðu karlarnir hótuðu nauðgunum og hótuðu að sitja um heimili kvenna. Reiðu karlarnir hafa bælt niður skoðanir kvenna, í stjórnmálum, í listum, í menntakerfinu, í öllu samfélaginu. Nú er snjóboltinn farinn að rúlla og fá reiðu karlarnir það ekki stoppað,“ segir Kristrún Vala í lok færslu sinnar sem sjá má í heild sinni hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Aðförin að Steinunni Valdísi „smánarblettur á stjórnmálasögu okkar“ Birgitta Jónsdóttir lýsir ofbeldi sem hún varð fyrir í matvöruverslun. 4. desember 2017 12:00 Taka á ofbeldi í Samfylkingunni Samfylkingin vinnur þessa dagana að því að taka upp verkferla sem gera eiga flokknum kleift að taka á kynferðisbrotum, kynferðislegri áreitni og einelti. 7. desember 2017 08:00 Steinunn Valdís: „Það er bara augljóst að þetta hefur hreyft við fólki, hreyft við konum“ Steinunn Valdís vill þó lítið tjá sig um viðbrögð flokkssystkina sinna í Samfylkingunni, þá og nú, og telur það ekki sitt að fara lengra með málið. Frásögn Steinunnar í Silfrinu af hótunum um kynferðislegt ofbeldi í sinn garð vakti mikla athygli í gær. 4. desember 2017 22:00 Segir mótmælin fyrir utan heimili Steinunnar Valdísar ekki mistök Lögmaður segir að ekki hafi verið gerð mistök við mótmælin fyrir utan heimili Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur. Ætlunin hafi aldrei verið að meiða neinn. Forstjóri Matís sér eftir mótmælunum. 5. desember 2017 07:00 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Sjá meira
Kristrún Vala Ólafsdóttir, dóttir Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur, fyrrvearndi alþingismanns og borgarstjóra, og manns hennar, Ólafs Haraldssonar, skrifar einlæga frásögn á Facebook-síðu sína í dag þar sem hún segir frá upplifun sinni af því þegar mótmælt var við heimili fjölskyldunnar í um fimm vikur vorið 2010. Kristrún segist hafa upplifað hræðslu vegna mótmæla „reiðu karlanna“ sem voru fyrir utan heimilið en hún hafi reynt að vera sterk fyrir mömmu sína. Á sunnudag tjáði sig Steinunn Valdís sig um mótmælin í Silfrinu á RÚV og upplifun sína af þeim en mótmælendurnir kröfðust afsagnar hennar vegna styrkja sem hún þáði á árunum 2006 til 2007. Í maí 2010 sagði Steinunn Valdís af sér þingmennsku. Dóttir Steinunnar var 10 ára gömul þegar mótmælin fóru fram. Í Facebook-færslunni segist hún ekki hafa látið það á sig fá þegar henni var sagt frá því einn daginn að um kvöldið myndi fólk að öllum líkindum koma og standa fyrir utan heimilið.Gerði krók á heimleiðinni til þess að hjóla fram hjá mótmælendunum „Verandi barn skildi stúlkan lítið sem ekkert hvað það þýddi og lét það lítið á sig fá. Þangað til að fréttirnar urðu að veruleika. Stúlkan horfði út um eldhúsgluggann og sá þar karla, reiða karla, sem einhverra hluta vegna voru þarna vegna þess að reiðu karlarnir sögðu að mamma hennar væri vond. 10 ára gamalt barnið fór fram í stofu, stúlkan var hrædd, hún spurði hvers vegna, henni var svarað en hún skildi ekki hvers vegna. Stúlkan vissi mæta vel að mamma hennar væri ekki vond, en hvers vegna voru karlarnir úti í garði að segja það? Stúlkan var hrædd við reiðu karlana. Stúlkan þorði ekki á æfingar vegna reiðu karlana. Hún gerði krók á leið sína heim til þess eins að þurfa ekki að hjóla framhjá reiðu körlunum,“ segir Kristrún Vala í Facebook-færslunni. Þá lýsir hún því hvernig mennirnir hafi tekið myndir af henni og vinkonum hennar einn daginn þar sem þær þurftu að ganga fram hjá þeim. „Stúlkan og vinkonurnar voru miður sín þegar þær stigu inn heima hjá stúlkunni. Fullorðna fólkið inni sagði þeim að þær þyrftu að biðja þá um að eyða myndunum. Stúlkan og vinkonur hennar þurftu 10 ára gamlar að fara aftur út í hóp reiðu karlana og biðja þá vinsamlegast um að þurrka út myndirnar sem fullorðnu karlmennirnir tóku af ungu stúlkunum. Stúlkan var hrædd. Hún þóttist hafa talað við þá en hún þorði því ekki. Stúlkan reyndi að vera sterk, hún reyndi að vera sterk fyrir mömmu. Því hún vissi að mamma væri sterk. En stúlkan grét mikið inni hjá sér. Í rúmar 5 vikur þurfti 10 ára gömul stúlkan að mana sig upp í að fara út af heimili sínu. Í rúmar 5 vikur grét stúlkan á kvöldin, stundum fékk hún martraðir um að reiðu karlarnir væru komnir inn í húsið. Stúlkan skildi aldrei til hins fyllsta hvers vegna karlarnir voru svona reiðir,“ segir Kristrún Vala.„Ég er ekki lengur hrædd við reiðu karlana“ Hún segir síðan frá því að þegar árin liðu fór hún að rekast á alls kyns ummæli um móður sína sem höfðu ekkert með stefnu hennar í stjórnmálum að gera heldur um persónu hennar og líkama. Kristrún segist ekki heldur hafa skilið hvers vegna talað var svona um mömmu hennar en hugsaði með sér að fyrst þetta væri sagt um hana hlyti að vera í lagi að segja svona líka um dótturina. „Þá hlaut stúlkan að þurfa að sætta sig við það þegar hún yrði stór að ef hún segði skoðanir sínar og stóð með sér þá mætti segja svona um hana, þá mætti hóta henni og ofsækja hana. Þessi unga stúlka situr nú og skrifar sína sögu átta árum seinna. Hennar upplifun af martröðinni sem þessi tími var. Hennar frásögn er eina frásögnin af þessum atburðum sem sögð er í gegnum augu og eyru saklausrar 10 ára gamallar stúlku. Hún var barn í heimi fullorðna og hún var barn sem þurfti að þykjast vera fullorðin. Ekki vegna þess að foreldrar hennar gerðu þær kröfur á hana, heldur vegna þess að reiðu karlarnir komu henni í þær aðstæður. Reiðu karlarnir létu ungu stúlkuna óttast að tjá sig, reiðu karlarnir urðu þess valdandi að unga stúlkan var ekki örugg á sínu eigin heimili. Stúlkan þorir að tjá sig í dag. Stúlkan heitir Kristrún Vala og er 18 ára. Ég er ekki lengur hrædd við reiðu karlana. Reiðu karlarnir komu ekki bara heim til mín og sátu um heimilið mitt. Reiðu karlarnir eru út um allt í samfélaginu. Reiðu karlarnir hótuðu nauðgunum og hótuðu að sitja um heimili kvenna. Reiðu karlarnir hafa bælt niður skoðanir kvenna, í stjórnmálum, í listum, í menntakerfinu, í öllu samfélaginu. Nú er snjóboltinn farinn að rúlla og fá reiðu karlarnir það ekki stoppað,“ segir Kristrún Vala í lok færslu sinnar sem sjá má í heild sinni hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Aðförin að Steinunni Valdísi „smánarblettur á stjórnmálasögu okkar“ Birgitta Jónsdóttir lýsir ofbeldi sem hún varð fyrir í matvöruverslun. 4. desember 2017 12:00 Taka á ofbeldi í Samfylkingunni Samfylkingin vinnur þessa dagana að því að taka upp verkferla sem gera eiga flokknum kleift að taka á kynferðisbrotum, kynferðislegri áreitni og einelti. 7. desember 2017 08:00 Steinunn Valdís: „Það er bara augljóst að þetta hefur hreyft við fólki, hreyft við konum“ Steinunn Valdís vill þó lítið tjá sig um viðbrögð flokkssystkina sinna í Samfylkingunni, þá og nú, og telur það ekki sitt að fara lengra með málið. Frásögn Steinunnar í Silfrinu af hótunum um kynferðislegt ofbeldi í sinn garð vakti mikla athygli í gær. 4. desember 2017 22:00 Segir mótmælin fyrir utan heimili Steinunnar Valdísar ekki mistök Lögmaður segir að ekki hafi verið gerð mistök við mótmælin fyrir utan heimili Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur. Ætlunin hafi aldrei verið að meiða neinn. Forstjóri Matís sér eftir mótmælunum. 5. desember 2017 07:00 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Sjá meira
Aðförin að Steinunni Valdísi „smánarblettur á stjórnmálasögu okkar“ Birgitta Jónsdóttir lýsir ofbeldi sem hún varð fyrir í matvöruverslun. 4. desember 2017 12:00
Taka á ofbeldi í Samfylkingunni Samfylkingin vinnur þessa dagana að því að taka upp verkferla sem gera eiga flokknum kleift að taka á kynferðisbrotum, kynferðislegri áreitni og einelti. 7. desember 2017 08:00
Steinunn Valdís: „Það er bara augljóst að þetta hefur hreyft við fólki, hreyft við konum“ Steinunn Valdís vill þó lítið tjá sig um viðbrögð flokkssystkina sinna í Samfylkingunni, þá og nú, og telur það ekki sitt að fara lengra með málið. Frásögn Steinunnar í Silfrinu af hótunum um kynferðislegt ofbeldi í sinn garð vakti mikla athygli í gær. 4. desember 2017 22:00
Segir mótmælin fyrir utan heimili Steinunnar Valdísar ekki mistök Lögmaður segir að ekki hafi verið gerð mistök við mótmælin fyrir utan heimili Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur. Ætlunin hafi aldrei verið að meiða neinn. Forstjóri Matís sér eftir mótmælunum. 5. desember 2017 07:00