Óttast að sterkir vindar geri eldana í Kaliforníu enn verri Kjartan Kjartansson skrifar 7. desember 2017 11:27 Hús fuðra upp í einum eldanna sem geisa í sunnanverðri Kaliforníu. Vísir/AFP Sérfræðingar vara því að veðuraðstæður eigi eftir að gera slökkviliðsmönnum enn erfiðara fyrir að ná tökum á kjarreldunum sem loga í suðurhluta Kaliforníu í dag. Hundruð slökkviliðsmanna glíma nú við eldana en þeir hafa meðal annars náð til hverfa auðmanna í Los Angeles. Eldarnir í Suður-Kaliforníu eru með þeim verstu í manna minnum. Yfirvöld í ríkinu hafa gefið út fjólubláa viðvörun, hæstu mögulega viðvörun vegna „gríðarlega alvarlegs eldveðurs“. Um 200.000 manns hefur verið skipað að yfirgefa heimili sín undanfarna daga og eru skyldurýmingar sums staðar enn í gildi. Heitt og þurrt hefur verið í veðri í sunnanverðri Kaliforníu. Staðbundnir vindar, svonefndir Santa Ana-vindar, hafa bæði stuðlað að þeim eldfimu aðstæðum og blásið lífi í eldana sem hafa kviknað.Myndbandið hér fyrir neðan var tekið á hraðbraut nærri Los Angeles snemma morguns.Shocking video shows wildfire raging next to highway full of early-morning commuters in Los Angeles. https://t.co/sbp5JvSesP pic.twitter.com/kUYDAoac3u— ABC News (@ABC) December 7, 2017 Spáð er að bæta muni í vindinn í dag með vindhviðum allt að 35 m/s, að því er segir í frétt CNN. Tim Chavez, sérfræðingur í hegðun elda, segir að eldarnir geti breytt mikið úr sér við þessar aðstæður. Stórir eldar loga nú þegar á nokkrum stöðum í Kaliforníu. „Það verður ekki hægt að glíma við eldana í vindi af þessu tagi,“ segir Ken Pimlott, yfirmaður slökkviliðsmála í Kaliforníu, að því er kemur fram í umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC. Nokkur hús í Bel-Air-hverfinu í Los Angeles hafa meðal annars orðið eldinum að bráð. Í hverfinu búa stórstjörnur og auðkýfingar eins og söngkonan Beyoncé og Elon Musk, eigandi Tesla og SpaceX. Yfirvöld hafa ekki getað slegið á hversu mörg íbúðarhús hafi brunnið í stærsta eldinum í Venturas-ýslu vegna þess að enn logar glatt í þeim. Að minnsta kosti 150 hús eru þó talin hafa eyðilagst fram að þessu.Myndunum af eldunum hér fyrir neðan tísti Randy Bresnik, bandarískur geimfari um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni.I was asked this evening if we can see the SoCal fires from space. Yes Faith, unfortunately we can. May the Santa Ana's die down soon. #Californiawildfire pic.twitter.com/qNzjTjWa4t— Randy Bresnik (@AstroKomrade) December 6, 2017 Tengdar fréttir Hundruð heimila orðið skógareldum að bráð Norðan af Los Angeles geisa nú illvígir skógareldar. 6. desember 2017 07:44 Þúsundum gert að yfirgefa heimili sín vegna skógarelda í Kaliforníu Eldurinn kviknaði snemma í gærkvöldi að staðartíma í Ventura-sýslu og breiddist hratt út þar sem hann var búinn að brenna um 4000 hektara af landi á aðeins nokkrum klukkutímum. 5. desember 2017 11:35 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Sérfræðingar vara því að veðuraðstæður eigi eftir að gera slökkviliðsmönnum enn erfiðara fyrir að ná tökum á kjarreldunum sem loga í suðurhluta Kaliforníu í dag. Hundruð slökkviliðsmanna glíma nú við eldana en þeir hafa meðal annars náð til hverfa auðmanna í Los Angeles. Eldarnir í Suður-Kaliforníu eru með þeim verstu í manna minnum. Yfirvöld í ríkinu hafa gefið út fjólubláa viðvörun, hæstu mögulega viðvörun vegna „gríðarlega alvarlegs eldveðurs“. Um 200.000 manns hefur verið skipað að yfirgefa heimili sín undanfarna daga og eru skyldurýmingar sums staðar enn í gildi. Heitt og þurrt hefur verið í veðri í sunnanverðri Kaliforníu. Staðbundnir vindar, svonefndir Santa Ana-vindar, hafa bæði stuðlað að þeim eldfimu aðstæðum og blásið lífi í eldana sem hafa kviknað.Myndbandið hér fyrir neðan var tekið á hraðbraut nærri Los Angeles snemma morguns.Shocking video shows wildfire raging next to highway full of early-morning commuters in Los Angeles. https://t.co/sbp5JvSesP pic.twitter.com/kUYDAoac3u— ABC News (@ABC) December 7, 2017 Spáð er að bæta muni í vindinn í dag með vindhviðum allt að 35 m/s, að því er segir í frétt CNN. Tim Chavez, sérfræðingur í hegðun elda, segir að eldarnir geti breytt mikið úr sér við þessar aðstæður. Stórir eldar loga nú þegar á nokkrum stöðum í Kaliforníu. „Það verður ekki hægt að glíma við eldana í vindi af þessu tagi,“ segir Ken Pimlott, yfirmaður slökkviliðsmála í Kaliforníu, að því er kemur fram í umfjöllun breska ríkisútvarpsins BBC. Nokkur hús í Bel-Air-hverfinu í Los Angeles hafa meðal annars orðið eldinum að bráð. Í hverfinu búa stórstjörnur og auðkýfingar eins og söngkonan Beyoncé og Elon Musk, eigandi Tesla og SpaceX. Yfirvöld hafa ekki getað slegið á hversu mörg íbúðarhús hafi brunnið í stærsta eldinum í Venturas-ýslu vegna þess að enn logar glatt í þeim. Að minnsta kosti 150 hús eru þó talin hafa eyðilagst fram að þessu.Myndunum af eldunum hér fyrir neðan tísti Randy Bresnik, bandarískur geimfari um borð í Alþjóðlegu geimstöðinni.I was asked this evening if we can see the SoCal fires from space. Yes Faith, unfortunately we can. May the Santa Ana's die down soon. #Californiawildfire pic.twitter.com/qNzjTjWa4t— Randy Bresnik (@AstroKomrade) December 6, 2017
Tengdar fréttir Hundruð heimila orðið skógareldum að bráð Norðan af Los Angeles geisa nú illvígir skógareldar. 6. desember 2017 07:44 Þúsundum gert að yfirgefa heimili sín vegna skógarelda í Kaliforníu Eldurinn kviknaði snemma í gærkvöldi að staðartíma í Ventura-sýslu og breiddist hratt út þar sem hann var búinn að brenna um 4000 hektara af landi á aðeins nokkrum klukkutímum. 5. desember 2017 11:35 Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Hundruð heimila orðið skógareldum að bráð Norðan af Los Angeles geisa nú illvígir skógareldar. 6. desember 2017 07:44
Þúsundum gert að yfirgefa heimili sín vegna skógarelda í Kaliforníu Eldurinn kviknaði snemma í gærkvöldi að staðartíma í Ventura-sýslu og breiddist hratt út þar sem hann var búinn að brenna um 4000 hektara af landi á aðeins nokkrum klukkutímum. 5. desember 2017 11:35
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent