Staða Jerúsalem: Um hvað snýst málið? Atli Ísleifsson skrifar 6. desember 2017 23:45 Frá frá borginni Jerúsalem. Vísir/Getty Staða Jerúsalem hefur lengi verið umdeild og ekki er líklegt að það breytist með ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta að viðurkenna borgina sem höfuðborg Ísraels. Allt frá stofnun Ísraelsríkis hefur Jerúsalem verið bitbein deiluaðila, en öll stóru trúarbrögðin þrjú á svæðinu – íslam, gyðingdómur og kristindómur – líta á hana sem heilaga borg.NRK, Aftonbladet og SVT hafa takið saman um hvað deilan snýst.Skipt í tvennt árið 1948 Með samþykkt Sameinuðu þjóðanna árið 1947 sem leiddi til stofnun Ísraelsríkis, var ákveðið að Jerúsalem skyldi verða alþjóðleg borg sem lyti stjórn Sameinuðu þjóðanna. Þannig varð það hins vegar ekki. Í stuttu stríði Araba og Ísraela árið 1948 var borginni svo skipt í tvennt þar sem gyðingar (Ísrael) réðu yfir vestari hlutanum, en Arabar (Jórdanía) þeim austari. Árið 1949 var því lýst yfir að Jerúsalem skyldi gerð að höfuðborg Ísraels, en það var hins vegar ekki viðurkennt af öðrum ríkjum. Árið 1967 hernámu Ísraelar austari hluta borgarinnar og innlimuðu hann. Var borgin sögð eilíf og óskiptanleg höfuðborg Ísraelsríkis. Aðsetur bæði ríkisstjórnar og þings Ísraela er að finna í Jerúsalem, og þá hafa gyðingar smám saman verið að taka yfir austari hluta borgarinnar – þeim hluta sem Arabar réðu áður yfir. Palestínumenn hafa hins vegar krafist þess að Jerúsalem skuli verða framtíðarhöfuðborg sjálfstæðs ríkis Palestínu. Í friðarviðræðunum á tíunda áratugnum lagði PLO, Frelsissamtök Palestínu, til að vestari hluti Jerúsalem skyldi áfram tilheyra Ísrael. Palestínumenn hafa hins vegar aldrei horfið frá þeirri kröfu að austari hlutinn verði höfuðborg ríkis þeirra.Öll sendiráðin í Tel Avív Vegna stöðu borgarinnar hefur alþjóðasamfélagið ekki viðurkennt Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels og þess í stað flokkað Tel Avív sem höfuðborg landsins. Þannig hefur ekkert sendiráð verið staðsett í Jerúsalem frá dögum Sex daga stríðsins árið 1967 en alls má nú finna 86 sendiráð erlendra ríkja í Tel Avív. Nú stendur sem sagt til að flytja það bandaríska til Jerúsalem. Bandaríkjaþing samþykkti árið 1995 lagafrumvarp sem gengur undir nafninu The Jerusalem Embassy Act. Þar stendur meðal annars að „frá árinu 1950 hefur borgin Jerúsalem verið höfuðborg Ísraelsríkis“. Í lögunum er hins vegar einnig að finna ákvæði sem veitir Bandaríkjaforseta heimild til að fresta gildistökunni um hálft ár vegna „þjóðaröryggissjónarmiða“, þykir ástæða til. Allir Bandaríkjaforsetar hafa því nýtt sér þetta ákvæði, tvisvar á ári, allt frá árinu 1995. Trump gerði slíkt hið sama í vor, en frestur til að nýta ákvæðið á ný rann hins vegar út síðasta mánudag. Tengdar fréttir Bandaríkin viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels Donald Trump sagðist hafa beint þeim orðum til utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna að undirbúa flutning sendiráðs Bandaríkjanna frá Tel Avív til Jerúsalem. 6. desember 2017 18:19 Abbas segir Bandaríkin vera að draga sig úr friðarferlinu Forseti Palestínumanna segir að yfirlýsing Bandaríkjaforseta sé í raun „yfirlýsing um úrsögn“ úr friðarviðræðum og grafi undan öllu friðarferlinu fyrir botni Miðjarðarhafs. 6. desember 2017 20:40 Segir ákvörðun Trump valda áhyggjum og vonbrigðum Guðlaugur Þór Þórðarson óttast að ákvörðun Donald Trump að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraelsríkis kunni að hafa neikvæð áhrif á friðarferlið fyrir botni Miðjarðarhafs. 6. desember 2017 23:02 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Fleiri fréttir Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Sjá meira
Staða Jerúsalem hefur lengi verið umdeild og ekki er líklegt að það breytist með ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta að viðurkenna borgina sem höfuðborg Ísraels. Allt frá stofnun Ísraelsríkis hefur Jerúsalem verið bitbein deiluaðila, en öll stóru trúarbrögðin þrjú á svæðinu – íslam, gyðingdómur og kristindómur – líta á hana sem heilaga borg.NRK, Aftonbladet og SVT hafa takið saman um hvað deilan snýst.Skipt í tvennt árið 1948 Með samþykkt Sameinuðu þjóðanna árið 1947 sem leiddi til stofnun Ísraelsríkis, var ákveðið að Jerúsalem skyldi verða alþjóðleg borg sem lyti stjórn Sameinuðu þjóðanna. Þannig varð það hins vegar ekki. Í stuttu stríði Araba og Ísraela árið 1948 var borginni svo skipt í tvennt þar sem gyðingar (Ísrael) réðu yfir vestari hlutanum, en Arabar (Jórdanía) þeim austari. Árið 1949 var því lýst yfir að Jerúsalem skyldi gerð að höfuðborg Ísraels, en það var hins vegar ekki viðurkennt af öðrum ríkjum. Árið 1967 hernámu Ísraelar austari hluta borgarinnar og innlimuðu hann. Var borgin sögð eilíf og óskiptanleg höfuðborg Ísraelsríkis. Aðsetur bæði ríkisstjórnar og þings Ísraela er að finna í Jerúsalem, og þá hafa gyðingar smám saman verið að taka yfir austari hluta borgarinnar – þeim hluta sem Arabar réðu áður yfir. Palestínumenn hafa hins vegar krafist þess að Jerúsalem skuli verða framtíðarhöfuðborg sjálfstæðs ríkis Palestínu. Í friðarviðræðunum á tíunda áratugnum lagði PLO, Frelsissamtök Palestínu, til að vestari hluti Jerúsalem skyldi áfram tilheyra Ísrael. Palestínumenn hafa hins vegar aldrei horfið frá þeirri kröfu að austari hlutinn verði höfuðborg ríkis þeirra.Öll sendiráðin í Tel Avív Vegna stöðu borgarinnar hefur alþjóðasamfélagið ekki viðurkennt Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels og þess í stað flokkað Tel Avív sem höfuðborg landsins. Þannig hefur ekkert sendiráð verið staðsett í Jerúsalem frá dögum Sex daga stríðsins árið 1967 en alls má nú finna 86 sendiráð erlendra ríkja í Tel Avív. Nú stendur sem sagt til að flytja það bandaríska til Jerúsalem. Bandaríkjaþing samþykkti árið 1995 lagafrumvarp sem gengur undir nafninu The Jerusalem Embassy Act. Þar stendur meðal annars að „frá árinu 1950 hefur borgin Jerúsalem verið höfuðborg Ísraelsríkis“. Í lögunum er hins vegar einnig að finna ákvæði sem veitir Bandaríkjaforseta heimild til að fresta gildistökunni um hálft ár vegna „þjóðaröryggissjónarmiða“, þykir ástæða til. Allir Bandaríkjaforsetar hafa því nýtt sér þetta ákvæði, tvisvar á ári, allt frá árinu 1995. Trump gerði slíkt hið sama í vor, en frestur til að nýta ákvæðið á ný rann hins vegar út síðasta mánudag.
Tengdar fréttir Bandaríkin viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels Donald Trump sagðist hafa beint þeim orðum til utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna að undirbúa flutning sendiráðs Bandaríkjanna frá Tel Avív til Jerúsalem. 6. desember 2017 18:19 Abbas segir Bandaríkin vera að draga sig úr friðarferlinu Forseti Palestínumanna segir að yfirlýsing Bandaríkjaforseta sé í raun „yfirlýsing um úrsögn“ úr friðarviðræðum og grafi undan öllu friðarferlinu fyrir botni Miðjarðarhafs. 6. desember 2017 20:40 Segir ákvörðun Trump valda áhyggjum og vonbrigðum Guðlaugur Þór Þórðarson óttast að ákvörðun Donald Trump að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraelsríkis kunni að hafa neikvæð áhrif á friðarferlið fyrir botni Miðjarðarhafs. 6. desember 2017 23:02 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Fleiri fréttir Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Sjá meira
Bandaríkin viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels Donald Trump sagðist hafa beint þeim orðum til utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna að undirbúa flutning sendiráðs Bandaríkjanna frá Tel Avív til Jerúsalem. 6. desember 2017 18:19
Abbas segir Bandaríkin vera að draga sig úr friðarferlinu Forseti Palestínumanna segir að yfirlýsing Bandaríkjaforseta sé í raun „yfirlýsing um úrsögn“ úr friðarviðræðum og grafi undan öllu friðarferlinu fyrir botni Miðjarðarhafs. 6. desember 2017 20:40
Segir ákvörðun Trump valda áhyggjum og vonbrigðum Guðlaugur Þór Þórðarson óttast að ákvörðun Donald Trump að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraelsríkis kunni að hafa neikvæð áhrif á friðarferlið fyrir botni Miðjarðarhafs. 6. desember 2017 23:02