Staða Jerúsalem: Um hvað snýst málið? Atli Ísleifsson skrifar 6. desember 2017 23:45 Frá frá borginni Jerúsalem. Vísir/Getty Staða Jerúsalem hefur lengi verið umdeild og ekki er líklegt að það breytist með ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta að viðurkenna borgina sem höfuðborg Ísraels. Allt frá stofnun Ísraelsríkis hefur Jerúsalem verið bitbein deiluaðila, en öll stóru trúarbrögðin þrjú á svæðinu – íslam, gyðingdómur og kristindómur – líta á hana sem heilaga borg.NRK, Aftonbladet og SVT hafa takið saman um hvað deilan snýst.Skipt í tvennt árið 1948 Með samþykkt Sameinuðu þjóðanna árið 1947 sem leiddi til stofnun Ísraelsríkis, var ákveðið að Jerúsalem skyldi verða alþjóðleg borg sem lyti stjórn Sameinuðu þjóðanna. Þannig varð það hins vegar ekki. Í stuttu stríði Araba og Ísraela árið 1948 var borginni svo skipt í tvennt þar sem gyðingar (Ísrael) réðu yfir vestari hlutanum, en Arabar (Jórdanía) þeim austari. Árið 1949 var því lýst yfir að Jerúsalem skyldi gerð að höfuðborg Ísraels, en það var hins vegar ekki viðurkennt af öðrum ríkjum. Árið 1967 hernámu Ísraelar austari hluta borgarinnar og innlimuðu hann. Var borgin sögð eilíf og óskiptanleg höfuðborg Ísraelsríkis. Aðsetur bæði ríkisstjórnar og þings Ísraela er að finna í Jerúsalem, og þá hafa gyðingar smám saman verið að taka yfir austari hluta borgarinnar – þeim hluta sem Arabar réðu áður yfir. Palestínumenn hafa hins vegar krafist þess að Jerúsalem skuli verða framtíðarhöfuðborg sjálfstæðs ríkis Palestínu. Í friðarviðræðunum á tíunda áratugnum lagði PLO, Frelsissamtök Palestínu, til að vestari hluti Jerúsalem skyldi áfram tilheyra Ísrael. Palestínumenn hafa hins vegar aldrei horfið frá þeirri kröfu að austari hlutinn verði höfuðborg ríkis þeirra.Öll sendiráðin í Tel Avív Vegna stöðu borgarinnar hefur alþjóðasamfélagið ekki viðurkennt Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels og þess í stað flokkað Tel Avív sem höfuðborg landsins. Þannig hefur ekkert sendiráð verið staðsett í Jerúsalem frá dögum Sex daga stríðsins árið 1967 en alls má nú finna 86 sendiráð erlendra ríkja í Tel Avív. Nú stendur sem sagt til að flytja það bandaríska til Jerúsalem. Bandaríkjaþing samþykkti árið 1995 lagafrumvarp sem gengur undir nafninu The Jerusalem Embassy Act. Þar stendur meðal annars að „frá árinu 1950 hefur borgin Jerúsalem verið höfuðborg Ísraelsríkis“. Í lögunum er hins vegar einnig að finna ákvæði sem veitir Bandaríkjaforseta heimild til að fresta gildistökunni um hálft ár vegna „þjóðaröryggissjónarmiða“, þykir ástæða til. Allir Bandaríkjaforsetar hafa því nýtt sér þetta ákvæði, tvisvar á ári, allt frá árinu 1995. Trump gerði slíkt hið sama í vor, en frestur til að nýta ákvæðið á ný rann hins vegar út síðasta mánudag. Tengdar fréttir Bandaríkin viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels Donald Trump sagðist hafa beint þeim orðum til utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna að undirbúa flutning sendiráðs Bandaríkjanna frá Tel Avív til Jerúsalem. 6. desember 2017 18:19 Abbas segir Bandaríkin vera að draga sig úr friðarferlinu Forseti Palestínumanna segir að yfirlýsing Bandaríkjaforseta sé í raun „yfirlýsing um úrsögn“ úr friðarviðræðum og grafi undan öllu friðarferlinu fyrir botni Miðjarðarhafs. 6. desember 2017 20:40 Segir ákvörðun Trump valda áhyggjum og vonbrigðum Guðlaugur Þór Þórðarson óttast að ákvörðun Donald Trump að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraelsríkis kunni að hafa neikvæð áhrif á friðarferlið fyrir botni Miðjarðarhafs. 6. desember 2017 23:02 Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Sjá meira
Staða Jerúsalem hefur lengi verið umdeild og ekki er líklegt að það breytist með ákvörðun Donald Trump Bandaríkjaforseta að viðurkenna borgina sem höfuðborg Ísraels. Allt frá stofnun Ísraelsríkis hefur Jerúsalem verið bitbein deiluaðila, en öll stóru trúarbrögðin þrjú á svæðinu – íslam, gyðingdómur og kristindómur – líta á hana sem heilaga borg.NRK, Aftonbladet og SVT hafa takið saman um hvað deilan snýst.Skipt í tvennt árið 1948 Með samþykkt Sameinuðu þjóðanna árið 1947 sem leiddi til stofnun Ísraelsríkis, var ákveðið að Jerúsalem skyldi verða alþjóðleg borg sem lyti stjórn Sameinuðu þjóðanna. Þannig varð það hins vegar ekki. Í stuttu stríði Araba og Ísraela árið 1948 var borginni svo skipt í tvennt þar sem gyðingar (Ísrael) réðu yfir vestari hlutanum, en Arabar (Jórdanía) þeim austari. Árið 1949 var því lýst yfir að Jerúsalem skyldi gerð að höfuðborg Ísraels, en það var hins vegar ekki viðurkennt af öðrum ríkjum. Árið 1967 hernámu Ísraelar austari hluta borgarinnar og innlimuðu hann. Var borgin sögð eilíf og óskiptanleg höfuðborg Ísraelsríkis. Aðsetur bæði ríkisstjórnar og þings Ísraela er að finna í Jerúsalem, og þá hafa gyðingar smám saman verið að taka yfir austari hluta borgarinnar – þeim hluta sem Arabar réðu áður yfir. Palestínumenn hafa hins vegar krafist þess að Jerúsalem skuli verða framtíðarhöfuðborg sjálfstæðs ríkis Palestínu. Í friðarviðræðunum á tíunda áratugnum lagði PLO, Frelsissamtök Palestínu, til að vestari hluti Jerúsalem skyldi áfram tilheyra Ísrael. Palestínumenn hafa hins vegar aldrei horfið frá þeirri kröfu að austari hlutinn verði höfuðborg ríkis þeirra.Öll sendiráðin í Tel Avív Vegna stöðu borgarinnar hefur alþjóðasamfélagið ekki viðurkennt Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels og þess í stað flokkað Tel Avív sem höfuðborg landsins. Þannig hefur ekkert sendiráð verið staðsett í Jerúsalem frá dögum Sex daga stríðsins árið 1967 en alls má nú finna 86 sendiráð erlendra ríkja í Tel Avív. Nú stendur sem sagt til að flytja það bandaríska til Jerúsalem. Bandaríkjaþing samþykkti árið 1995 lagafrumvarp sem gengur undir nafninu The Jerusalem Embassy Act. Þar stendur meðal annars að „frá árinu 1950 hefur borgin Jerúsalem verið höfuðborg Ísraelsríkis“. Í lögunum er hins vegar einnig að finna ákvæði sem veitir Bandaríkjaforseta heimild til að fresta gildistökunni um hálft ár vegna „þjóðaröryggissjónarmiða“, þykir ástæða til. Allir Bandaríkjaforsetar hafa því nýtt sér þetta ákvæði, tvisvar á ári, allt frá árinu 1995. Trump gerði slíkt hið sama í vor, en frestur til að nýta ákvæðið á ný rann hins vegar út síðasta mánudag.
Tengdar fréttir Bandaríkin viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels Donald Trump sagðist hafa beint þeim orðum til utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna að undirbúa flutning sendiráðs Bandaríkjanna frá Tel Avív til Jerúsalem. 6. desember 2017 18:19 Abbas segir Bandaríkin vera að draga sig úr friðarferlinu Forseti Palestínumanna segir að yfirlýsing Bandaríkjaforseta sé í raun „yfirlýsing um úrsögn“ úr friðarviðræðum og grafi undan öllu friðarferlinu fyrir botni Miðjarðarhafs. 6. desember 2017 20:40 Segir ákvörðun Trump valda áhyggjum og vonbrigðum Guðlaugur Þór Þórðarson óttast að ákvörðun Donald Trump að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraelsríkis kunni að hafa neikvæð áhrif á friðarferlið fyrir botni Miðjarðarhafs. 6. desember 2017 23:02 Mest lesið Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Innlent Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér Innlent Sprenghlægilegt og grafalvarlegt klúður ársins Innlent Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Innlent Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Bera til baka fregnir um að ferðamenn hafi veikst af menguðu áfengi Lýsa þungum áhyggjum af HM í Sádi-Arabíu „Kimdátar“ berjast og falla í Kúrsk Einkavæðingaráform gætu hrakið Ísrael úr Eurovision Úsbeki í haldi Rússa grunaður um drápið á Kirillov Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Ákærður fyrir sjöunda morðið Útsendarar SBU sagðir hafa ráðið herforingjann af dögum Losnar úr fangelsi og verður ekki framseldur til Japan Sjá meira
Bandaríkin viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraels Donald Trump sagðist hafa beint þeim orðum til utanríkisráðuneytis Bandaríkjanna að undirbúa flutning sendiráðs Bandaríkjanna frá Tel Avív til Jerúsalem. 6. desember 2017 18:19
Abbas segir Bandaríkin vera að draga sig úr friðarferlinu Forseti Palestínumanna segir að yfirlýsing Bandaríkjaforseta sé í raun „yfirlýsing um úrsögn“ úr friðarviðræðum og grafi undan öllu friðarferlinu fyrir botni Miðjarðarhafs. 6. desember 2017 20:40
Segir ákvörðun Trump valda áhyggjum og vonbrigðum Guðlaugur Þór Þórðarson óttast að ákvörðun Donald Trump að viðurkenna Jerúsalem sem höfuðborg Ísraelsríkis kunni að hafa neikvæð áhrif á friðarferlið fyrir botni Miðjarðarhafs. 6. desember 2017 23:02