#MeToo sögur lesnar upp á sunnudag: Rjúfa þögnina og stíga fram í sameiningu í krafti fjöldans Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 7. desember 2017 18:30 Hópur íslenskra kvenna kemur saman á Nýja sviði Borgarleikhússins á sunnudag og víðar um landið á sunnudag og lesa frásagnir úr #MeToo herferðinni. Vísir Síðustu vikur hafa konur í mörgum stéttum íslensks samfélags opnað sig um kynferðislega áreitni, kynbundið ofbeldi og misbeitingu valds sem þær hafa upplifað í sínu starfi. Þetta má rekja til vitundarvakningu til umræðunnar sem hófst í kjölfar ásakana gegn Harvey Weinstein. Óviðeigandi hegðun, áreitni og ofbeldi virðast ekki láta neina starfsstétt ósnortna. Á sunnudaginn 10. desember verður viðburður í Borgarleikhúsinu þar sem íslenskar konur lesa upp frásagnir kvenna sem stigið hafa fram í #MeToo herferðinni hér á landi. Viðburðinum er leikstýrt af Silju Hauksdóttur og Söru Martí Guðmundsdóttur. Samhliða því verða svipaðir viðburðir í Samkomuhúsinu á Akureyri og í Herðubreið á Seyðisfirði. Forsætisráðherra les upp #MeToo sögur Viðburðurinn verður klukkan 16 á sunnudag, á alþjóðadegi mannréttinda og lokadegi sextán daga átaks Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Meðal þeirra sem lesa í Reyjavík eru Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Steinunn Valdís Óskarsdóttir fyrrum borgarstjóri, leikkonurnar Kristbjörg Kjeld, Halldóra Geirharðsdóttir og Ilmur Kristjánsdóttir, tónlistarkonurnar Hildur og Sigríður Thorlacius, Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari, Hrafnhildur Lúthersdóttir ólympíufari, Björk Eiðsdóttir ritstjóri og fleiri. Í Svíþjóð sendu konur innan tónlistar, leiklistar, stjórnmála réttarkerfisins og fleiri starfsstétta frá sér yfirlýsingar og undirskriftalista þar sem breytinga var krafist. Hér á landi voru fljótlega stofnaðir margir lokaðir umræðuhópar á Facebook þar sem konur ræða nú þessi mál, deila reynslusögum og styðja hver aðra. Hóparnir eru misstórir, frá 300 upp í tæplega 3.000 konur, en hjá flestum er tilgangurinn að stíga svo fram opinberlega í sameiningu, í krafti fjöldans. Margar þessa kvenna hafa einnig sagt sínar sögu á samfélagsmiðlum sem hluti af #metoo herferðinni. Nokkrir stórir hópar kvenna hafa nú þegar sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu með hundruðum undirskrifta, stjórnmálakonur, konur í vísindum, konur í sviðslistum og kvikmyndagerð, konur í tæknigeiranum og tónlistarkonur. Mjög líklegt er að íþróttakonur, fjölmiðlakonur, konur í verkalýðshreifingunni, konur í réttargæslu flugfreyjur og konur í heilbrigðisgeiranum geri slíkt hið sama á næstunni og eflaust bætast fleiri sambærilegir hópar við á næstu vikum. Karlar taki ábyrgð Stjórnmálakonur sendu frá sér fyrstu yfirlýsinguna en undir hana skrifuðu hátt á fimmta hundrað kvenna sem tekið hafa þátt í íslenskum stjórnmálum. Höfðu þær þá rætt saman í nokkra daga í lokuðum hóp á Facebook. „Það verður að verða breyting á. Við krefjumst þess að allir karlar taki ábyrgð, að allir stjórnmálaflokkar taki af festu á málinu, setji sér viðbragðsreglur og lofi konum að þær þurfi ekki að þegja meir því þær muni fá stuðning.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Svandís Svavarsdóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Inga Sæland, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Lilja Alfreðsdóttir skrifuðu allar undir áskorunina. Sögðu þær frá áreitni og ofbeldi kollega og á meðal þeirra sem skrifuðu undir listann voru fyrrverandi og núverandi ráðherrar Íslands, þingmenn, borgar- og bæjarstjórar, borgar- og bæjarfulltrúar og stjórnmálakonur úr öllum flokkum. Sögurnar voru af bæði nýjum og eldri atvikum. Þingmenn, formenn og starfsmenn stjórnmálaflokka eru meðal þeirra sem hafa brotið gegn íslenskum stjórnmálakonum. Ein sagan sagði frá nauðgun í gleðskap á vegum stjórnmálaflokks. Vilja starfa án áreitni, ofbeldis og mismununarÞegar umræðan fór af stað um Weinstein og fleiri valdamenn í Hollywood stigu fram tæplega 600 leikkonur í Svíþjóð og sögðu frá reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi og áreitni af hálfu yfirmanna sinna og samstarfsfélaga. Birna Hafstein formaður Félags Íslenskra leikara fór í kjölfarið fram á það að staðan innan leiklistar á íslandi væri rannsökuð af fagfólki. Konur í sviðslistum og kvikmyndagerð stofnuðu umræðuhóp á Facebook og sendu svo frá sér yfirlýsingu undir yfirskriftinni Tjaldið fellur, þar sem 548 konur sem starfað hafa í stéttinni skrifuðu undir. Hundruð kvenna hafa deilt reynslusögum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunum innan leiklistarstéttarinnar á Íslandi. Í yfirlýsingunni krefjast konurnar sem skrifa undir að þær fái að vinna vinnu sína án áreitni, ofbeldis eða mismunar. Þá krefjast þær að yfirvöld, leikhús og framleiðslufyrirtæki taki af festu á málinu og komi sér upp viðbragðsáætlun og verkferlum. Samtök atvinnuveitenda í sviðslistum sendu í kjölfarið frá sér yfirlýsingu um að bregðast eigi við stöðunni innan menningargeirans. „Við tökum þá ábyrgð mjög alvarlega að skapa starfsfólki í menningarstofnunum öruggt starfsumhverfi og munum gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að tryggja að svo verði.“ Erfitt að setja mörk Konur í vísindum bættust svo í hóp þeirra kvenna sem deila sögum af áreitni, ofbeldi og valdaójafnvægi. Í lokuðum hóp á Facebook ræddu saman konur sem starfa innan vísindasamfélagsins, meðal annars í skólum, stofnunum og fyrirtækjum. „Þetta er stór og breiður hópur kvenna. Þarna er um að ræða beina kynferðislega áreitni reyndra fræði- og vísindamanna gegn konum. Þetta er mjög alvarlegt og ungar konur sem eru að vinna sig upp í stéttinni upplifa að þær eiga erfitt með að setja skýr mörk gagnvart slíkri áreitni,“ sagði Silja Bára Ómarsdóttir, aðjunkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, annar stofnenda hópsins. Katrín Ólafsdóttir, lektor í HR, og Silja Bára Ómarsdóttir, aðjúnkt við HÍ.Vísir/anton/anton „Konur í háskólasamfélaginu finna fyrir því eins og aðrar konur að þær eiga erfiðara uppdráttar á ýmsum sviðum. Hér er farið af stað samtal kvenna og það er ýmislegt sem kemur í ljós. Sumar frásagnir varða samband nemenda og kennara, til dæmis í framhaldsnámi þar sem nemandinn á allt sitt undir leiðbeinandanum,“ sagði Katrín Ólafsdóttir, lektor í viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. 330 konur í vísindasamfélaginu sendu svo frá sér sameiginlega yfirlýsingu undir yfirskriftinni Í skugga valdsins, þar sem skorað er á vísindasamfélagið að uppræta kynbundna og kynferðislega áreitni og ofbeldi sem þrífist þar, líkt og annars staðar. Með undirskriftalistanum sendu þær 106 reynslusögur. „Í sögunum sést skýrt hversu mikil áhrif þessi vandi hefur á starfsumhverfi kvenna í vísindum, bæði innan háskólasamfélagsins og í stofnunum og fyrirtækjum,“ sagði í tilkynningu frá konunum. Þar krefjast þær breytinga. Nauðsynlegt að gera íþróttirnar öruggarÍþróttakonur hafa þessa viku rætt saman og deilt reynslusögum í lokuðum Facebook hóp. Þegar þetta er skrifað eru meira en 600 núverandi og fyrrverandi íþróttakonur í hópnum og virðast margar hafa sögur af kynferðislegri áreitni, kynferðisofbeldi og karlamenningunni í íþróttum á Íslandi. „Það var kominn tími á þetta, þó fyrr hafi verið,“ sagði Hafdís Inga Hinriksdóttir fyrrum landsliðskona í handbolta í samtali við Vísi. Hún segir mjög góðar líkur á að íþróttakonurnar sendi frá sér sameiginlega yfirlýsingu. Hafdís Inga telur þörf á allsherjarbyltingu innan íþróttahreyfingarinnar.Aðsent „Íþróttirnar eru auðvitað bara þverskurður á samfélaginu og það er ekki nóg með að það sé ríkjandi kynjamisrétti þar þá er þar líka mjög mikið ofbeldi, hvort sem það er kynferðislegs eðlis eða andlegs. Það er því miður staðreynd málsins.“ Hafdís segir þöggun vera í kringum þessi mál innan íþróttanna. „Ég held að það sé tilvalið að nota umræðuna sem er núna í gangi í samfélaginu til að brjóta þessa múra innan íþróttanna. Það þarf að taka okkur þolendur trúanlega, það þarf að bregðast við. Það þarf að gera eitthvað til að sporna við ofbeldi í íþróttum því að við viljum bæta íþróttirnar og gera þær öruggari og þetta er partur af því.“ Áreitni innan lögreglunnarÁður hefur verið rætt um áreitni innan lögreglunnar. Í skýrslu sem Ríkislögreglustjóri lét vinna fyrir sig árið 2013 kom meðal annars fram að 30,8 prósemt kvenna og fjögur prósent karla í lögreglunni töldu sig þolendur kynferðislegrar áreitni innan lögreglunnar. Gerendur kynferðislegu áreitninnar eru karlkyns samstarfsmenn og karlkyns yfirmenn samkvæmt skýrslunni. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins sagði í samtali við Vísi í síðasta mánuði eftir pistil fyrrum lögreglukonu um áreitni að fagráð hafi starfað fyrir lögregluna í þessum málum frá árinu 2015. „Fagráðið er óháð stjórnendum lögreglunnar. Það er skipað utanaðkomandi aðilum sem fólk getur snúið sér til með kvartanir vegna mála eins og eineltis og kynferðislegrar áreitni.“ Er nú í gangi framhaldsrannsókn á vinnustaðamenningu lögreglunnar. „Ég held því miður að rannsóknin muni staðfesta þá mynd sem við höfum af stöðunni og að einelti og áreitni viðgangist enn.“ Alda Hrönn Jóhannsdóttir, aðstoðarlögreglustjóri lögreglunnar á Suðurnesjum skrifaði langan pistil á Facebook um þessi mál um síðustu helgi. Þar sagði hún kynferðislega og kynbundna áreitni viðgangast innan kerfisins og lögreglunnar og að mikil þöggun sé til staðar um þá háttsemi. „Ég hef lengi hugsað um að deila minni reynslu en hef verið hikandi, sjálfrar mín vegna og minna nánustu. Ég hef ákveðið að stíga fram með þá von í brjósti að saga mín og saga annarra verði til þess að breytingar verði á og að brugðist verði við áreitni og ofbeldi á vinnustöðum í samfélaginu öllu,” sagði Alda Hrönn meðal annars í sínum pistli. Konur innan réttargæslunnar ræða nú saman og deila sögum sín á milli og ætla að taka þátt í viðburðinum á sunnudag. Vísir/Getty Má ekki sópa undir teppiðAlþýðusamband Íslands, Bandalag Háskólamanna, BSRB og Kennarasamband Íslands hafa kallað eftir því að atvinnurekendur og stjórnvöld axli ábyrgð og stórefli aðgerðir til að útrýma kynferðislegri áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Sendu samtökin tilkynningu um þetta á fjölmiðla. „Þúsundir hugrakkra kvenna hafa að undanförnu stigið fram og sagt frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir á vinnustöðum með notkun myllumerkisins #metoo (#églíka) á samfélagsmiðlum.“ Félögin, sem eru samtök launafólks á Íslandi, segja að það sé á ábyrgð atvinnurekenda að fyrirbyggja og stöðva slíka hegðun og ætla þau að taka þátt í aðgerðum atvinnurekenda og stjórnvalda. Samkvæmt reglugerð um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum frá 2015 leggi ríkar skyldur á herðar atvinnurekenda. „Það á ekki að sópa kynferðislegri áreitni og ofbeldi undir teppið. Það þarf að útrýma því! Afleiðingar kynbundinnar og kynferðislegrar áreitni geta verið margvíslegar. Dæmi þar um er að þeir sem verða fyrir slíkri áreitni verði þunglyndir og kvíðnir. Alvarlegustu afleiðingar slíkrar áreitni valda fjarvistum vegna veikinda, óvissu um starfsöryggi og jafnvel starfsmissi. Þetta er sameiginlegur vandi okkar allra því afleiðingarnar hafa ekki bara áhrif á einstaklinginn, heldur einnig á fjölskyldu hans, vinnustaðinn og samfélagið.“ Konur í tækni- upplýsinga- og hugbúnaðariðnaði sendu frá sér yfirlýsingu ásamt 54 reynslusögum Á ekki að líðast Konur í tækni- upplýsinga- og hugbúnaðariðnaði sendu frá sér yfirlýsingu þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðisofbeldi, áreitni og kynbundinni mismunun í starfi. Þær krefjast þess að allir samverkamenn þeirra taki ábyrgð á að uppræta vandamálið, að yfirvöld stéttarfélög og fyrirtæki taki af festu á málinu og komi sér upp verkferlum og viðbragðsáætlun gegn kynbundinni áreitni. 265 konur skrifuðu undir yfirlýsinguna og henni fylgdu 54 frásagnir kvenna. Í yfirlýsingunni segir að óþarfi sé að taka fram að ekki allar karlar gerist sekir um áreitni eða mismunun, en hins vegar verði of margar konur fyrir því á starferli sínum og sé það með öllu óásættanlegt. „Við krefjumst þess að allir samverkamenn okkar taki ábyrgð á að uppræta vandamálið; að viðeigandi yfirvöld, stéttarfélög og fyrirtæki í hugbúnaðar-, vef- og tækni-iðnaði taki af festu á málinu og komi sér upp verkferlum og viðbragðsáætlun gegn kynbundinni áreitni. Kynbundið ofbeldi, áreitni og mismunun á ekki að líðast, hvorki á vinnustöðum né annarstaðar i samfélaginu,“ segir í yfirlýsingunni. Konurnar fara fram á fræðslu fyrir starfsfólk á birtingarmyndum kynferðislegrar áreitni og kynbundinnar mismununar og hvernig fyrirtækið muni taka á slíku ef upp kemur. „Við áréttum mikilvægi þess að fyrirtæki og starfsfólk taki umræðuna og setji sér saman siðareglur, líkt og tíðkast í erlendum stórfyrirtækjum, í fjölmiðlum og stjórnmálum, þar sem grunngildi í rekstri og samskiptum eru áréttuð, undirrituð og yfirfarin reglulega. Konur í tónlist krefjast þess að fá að vinna vinnuna okkar án áreitni, ofbeldis eða mismununar.Ætla ekki að þegja lengurKonur í tónlist rufu í dag þögnina og sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu. 333 konur skrifuðu undir yfirlýsingu KÍTÓN, félags kvenna í tónlist þar sem þær krefjast þess að geta unnið vinnu sína án áreitni, ofbeldis eða mismunar. Tilkynningin er byggð á yfirlýsingu kvenna í sviðslistum og kvikmyndagerð og fylgja 28 sögur tónlistarkvenna með yfirlýsingunni. Sögurnar má lesa í heild sinni neðar í fréttinni. „Við eigum ekki að þurfa að þegja lengur né leiða ástandið hjá okkur. Við verðskuldum að okkur sé trúað og sýndur stuðningur. Fyrst og fremst á misréttinu að linna. Við krefjumst þess að fá að vinna vinnuna okkar án áreitni, ofbeldis eða mismununar.“ Ætla tónlistarkonurnar að standa saman og hafa hátt.Fleiri yfirlýsingar væntanlegarHópur karlpresta og karldjákna í þjóðkirkjunni stofnuðu lokaðan umræðuhóp og sendu svo frá sér sameiginlega yfirlýsingu. Þar hétu þeir að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja konum öryggi í þjóðkirkjunni og annars staðar þar sem þeir hafa völd eða áhrif. Konur innan þjóðkirkjunnar hafa ekki tjáð sig um þetta málefni opinberlega. Í lokuðum hópi fjölmiðlakvenna eru í kringum 300 meðlimir sem eiga það sameiginlegt að hafa starfað á fjölmiðli hér á landi. Sömuleiðis ræða flugfreyjur þessi málefni í lokuðum umræðuhópi þar sem meðlimir eru nú yfir 950 og fer fjölgandi. Meðlimir umræðuhóps kvenna í heilbrigðisstéttinni eru nú í kringum 3.000 og fjöldi kvenna hefur þar deilt reynslusögum. Er líklegt að þessum sögum verði deilt opinberlega fljótlega en hópurinn er gríðarlega stór og eru þar konur frá mörgum stofnunum innan íslenska heilbrigðiskerfisins. Konurnar og frásagnirnar sem þær lesa á sunnudag eru úr röðum eftirfarandi #metoo hópa:Konur í sviðslistum og kvikmyndagerðKonur í stjórnmálumKonur í fjölmiðlumKonur í íþróttumKonur í tónlistKonur í tækni- og hugbúnaðariðnaðiKonur í verkalýðshrefingunniKonur í vísindumKonur í réttargæslu Nánar má lesa um #MeToo viðburðina á sunndag á Facebook:ReykjavíkAkureyriSeiðisfjörður MeToo Kynferðisofbeldi Leikhús Reykjavík Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Sjá meira
Síðustu vikur hafa konur í mörgum stéttum íslensks samfélags opnað sig um kynferðislega áreitni, kynbundið ofbeldi og misbeitingu valds sem þær hafa upplifað í sínu starfi. Þetta má rekja til vitundarvakningu til umræðunnar sem hófst í kjölfar ásakana gegn Harvey Weinstein. Óviðeigandi hegðun, áreitni og ofbeldi virðast ekki láta neina starfsstétt ósnortna. Á sunnudaginn 10. desember verður viðburður í Borgarleikhúsinu þar sem íslenskar konur lesa upp frásagnir kvenna sem stigið hafa fram í #MeToo herferðinni hér á landi. Viðburðinum er leikstýrt af Silju Hauksdóttur og Söru Martí Guðmundsdóttur. Samhliða því verða svipaðir viðburðir í Samkomuhúsinu á Akureyri og í Herðubreið á Seyðisfirði. Forsætisráðherra les upp #MeToo sögur Viðburðurinn verður klukkan 16 á sunnudag, á alþjóðadegi mannréttinda og lokadegi sextán daga átaks Sameinuðu þjóðanna gegn kynbundnu ofbeldi. Meðal þeirra sem lesa í Reyjavík eru Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Steinunn Valdís Óskarsdóttir fyrrum borgarstjóri, leikkonurnar Kristbjörg Kjeld, Halldóra Geirharðsdóttir og Ilmur Kristjánsdóttir, tónlistarkonurnar Hildur og Sigríður Thorlacius, Kolbrún Benediktsdóttir saksóknari, Hrafnhildur Lúthersdóttir ólympíufari, Björk Eiðsdóttir ritstjóri og fleiri. Í Svíþjóð sendu konur innan tónlistar, leiklistar, stjórnmála réttarkerfisins og fleiri starfsstétta frá sér yfirlýsingar og undirskriftalista þar sem breytinga var krafist. Hér á landi voru fljótlega stofnaðir margir lokaðir umræðuhópar á Facebook þar sem konur ræða nú þessi mál, deila reynslusögum og styðja hver aðra. Hóparnir eru misstórir, frá 300 upp í tæplega 3.000 konur, en hjá flestum er tilgangurinn að stíga svo fram opinberlega í sameiningu, í krafti fjöldans. Margar þessa kvenna hafa einnig sagt sínar sögu á samfélagsmiðlum sem hluti af #metoo herferðinni. Nokkrir stórir hópar kvenna hafa nú þegar sent frá sér sameiginlega yfirlýsingu með hundruðum undirskrifta, stjórnmálakonur, konur í vísindum, konur í sviðslistum og kvikmyndagerð, konur í tæknigeiranum og tónlistarkonur. Mjög líklegt er að íþróttakonur, fjölmiðlakonur, konur í verkalýðshreifingunni, konur í réttargæslu flugfreyjur og konur í heilbrigðisgeiranum geri slíkt hið sama á næstunni og eflaust bætast fleiri sambærilegir hópar við á næstu vikum. Karlar taki ábyrgð Stjórnmálakonur sendu frá sér fyrstu yfirlýsinguna en undir hana skrifuðu hátt á fimmta hundrað kvenna sem tekið hafa þátt í íslenskum stjórnmálum. Höfðu þær þá rætt saman í nokkra daga í lokuðum hóp á Facebook. „Það verður að verða breyting á. Við krefjumst þess að allir karlar taki ábyrgð, að allir stjórnmálaflokkar taki af festu á málinu, setji sér viðbragðsreglur og lofi konum að þær þurfi ekki að þegja meir því þær muni fá stuðning.“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, Svandís Svavarsdóttir, Heiða Björg Hilmisdóttir, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, Inga Sæland, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir og Lilja Alfreðsdóttir skrifuðu allar undir áskorunina. Sögðu þær frá áreitni og ofbeldi kollega og á meðal þeirra sem skrifuðu undir listann voru fyrrverandi og núverandi ráðherrar Íslands, þingmenn, borgar- og bæjarstjórar, borgar- og bæjarfulltrúar og stjórnmálakonur úr öllum flokkum. Sögurnar voru af bæði nýjum og eldri atvikum. Þingmenn, formenn og starfsmenn stjórnmálaflokka eru meðal þeirra sem hafa brotið gegn íslenskum stjórnmálakonum. Ein sagan sagði frá nauðgun í gleðskap á vegum stjórnmálaflokks. Vilja starfa án áreitni, ofbeldis og mismununarÞegar umræðan fór af stað um Weinstein og fleiri valdamenn í Hollywood stigu fram tæplega 600 leikkonur í Svíþjóð og sögðu frá reynslu sinni af kynferðislegu ofbeldi og áreitni af hálfu yfirmanna sinna og samstarfsfélaga. Birna Hafstein formaður Félags Íslenskra leikara fór í kjölfarið fram á það að staðan innan leiklistar á íslandi væri rannsökuð af fagfólki. Konur í sviðslistum og kvikmyndagerð stofnuðu umræðuhóp á Facebook og sendu svo frá sér yfirlýsingu undir yfirskriftinni Tjaldið fellur, þar sem 548 konur sem starfað hafa í stéttinni skrifuðu undir. Hundruð kvenna hafa deilt reynslusögum af kynferðisofbeldi, áreitni og mismunum innan leiklistarstéttarinnar á Íslandi. Í yfirlýsingunni krefjast konurnar sem skrifa undir að þær fái að vinna vinnu sína án áreitni, ofbeldis eða mismunar. Þá krefjast þær að yfirvöld, leikhús og framleiðslufyrirtæki taki af festu á málinu og komi sér upp viðbragðsáætlun og verkferlum. Samtök atvinnuveitenda í sviðslistum sendu í kjölfarið frá sér yfirlýsingu um að bregðast eigi við stöðunni innan menningargeirans. „Við tökum þá ábyrgð mjög alvarlega að skapa starfsfólki í menningarstofnunum öruggt starfsumhverfi og munum gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að tryggja að svo verði.“ Erfitt að setja mörk Konur í vísindum bættust svo í hóp þeirra kvenna sem deila sögum af áreitni, ofbeldi og valdaójafnvægi. Í lokuðum hóp á Facebook ræddu saman konur sem starfa innan vísindasamfélagsins, meðal annars í skólum, stofnunum og fyrirtækjum. „Þetta er stór og breiður hópur kvenna. Þarna er um að ræða beina kynferðislega áreitni reyndra fræði- og vísindamanna gegn konum. Þetta er mjög alvarlegt og ungar konur sem eru að vinna sig upp í stéttinni upplifa að þær eiga erfitt með að setja skýr mörk gagnvart slíkri áreitni,“ sagði Silja Bára Ómarsdóttir, aðjunkt við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands, annar stofnenda hópsins. Katrín Ólafsdóttir, lektor í HR, og Silja Bára Ómarsdóttir, aðjúnkt við HÍ.Vísir/anton/anton „Konur í háskólasamfélaginu finna fyrir því eins og aðrar konur að þær eiga erfiðara uppdráttar á ýmsum sviðum. Hér er farið af stað samtal kvenna og það er ýmislegt sem kemur í ljós. Sumar frásagnir varða samband nemenda og kennara, til dæmis í framhaldsnámi þar sem nemandinn á allt sitt undir leiðbeinandanum,“ sagði Katrín Ólafsdóttir, lektor í viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. 330 konur í vísindasamfélaginu sendu svo frá sér sameiginlega yfirlýsingu undir yfirskriftinni Í skugga valdsins, þar sem skorað er á vísindasamfélagið að uppræta kynbundna og kynferðislega áreitni og ofbeldi sem þrífist þar, líkt og annars staðar. Með undirskriftalistanum sendu þær 106 reynslusögur. „Í sögunum sést skýrt hversu mikil áhrif þessi vandi hefur á starfsumhverfi kvenna í vísindum, bæði innan háskólasamfélagsins og í stofnunum og fyrirtækjum,“ sagði í tilkynningu frá konunum. Þar krefjast þær breytinga. Nauðsynlegt að gera íþróttirnar öruggarÍþróttakonur hafa þessa viku rætt saman og deilt reynslusögum í lokuðum Facebook hóp. Þegar þetta er skrifað eru meira en 600 núverandi og fyrrverandi íþróttakonur í hópnum og virðast margar hafa sögur af kynferðislegri áreitni, kynferðisofbeldi og karlamenningunni í íþróttum á Íslandi. „Það var kominn tími á þetta, þó fyrr hafi verið,“ sagði Hafdís Inga Hinriksdóttir fyrrum landsliðskona í handbolta í samtali við Vísi. Hún segir mjög góðar líkur á að íþróttakonurnar sendi frá sér sameiginlega yfirlýsingu. Hafdís Inga telur þörf á allsherjarbyltingu innan íþróttahreyfingarinnar.Aðsent „Íþróttirnar eru auðvitað bara þverskurður á samfélaginu og það er ekki nóg með að það sé ríkjandi kynjamisrétti þar þá er þar líka mjög mikið ofbeldi, hvort sem það er kynferðislegs eðlis eða andlegs. Það er því miður staðreynd málsins.“ Hafdís segir þöggun vera í kringum þessi mál innan íþróttanna. „Ég held að það sé tilvalið að nota umræðuna sem er núna í gangi í samfélaginu til að brjóta þessa múra innan íþróttanna. Það þarf að taka okkur þolendur trúanlega, það þarf að bregðast við. Það þarf að gera eitthvað til að sporna við ofbeldi í íþróttum því að við viljum bæta íþróttirnar og gera þær öruggari og þetta er partur af því.“ Áreitni innan lögreglunnarÁður hefur verið rætt um áreitni innan lögreglunnar. Í skýrslu sem Ríkislögreglustjóri lét vinna fyrir sig árið 2013 kom meðal annars fram að 30,8 prósemt kvenna og fjögur prósent karla í lögreglunni töldu sig þolendur kynferðislegrar áreitni innan lögreglunnar. Gerendur kynferðislegu áreitninnar eru karlkyns samstarfsmenn og karlkyns yfirmenn samkvæmt skýrslunni. Sigríður Björk Guðjónsdóttir, lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins sagði í samtali við Vísi í síðasta mánuði eftir pistil fyrrum lögreglukonu um áreitni að fagráð hafi starfað fyrir lögregluna í þessum málum frá árinu 2015. „Fagráðið er óháð stjórnendum lögreglunnar. Það er skipað utanaðkomandi aðilum sem fólk getur snúið sér til með kvartanir vegna mála eins og eineltis og kynferðislegrar áreitni.“ Er nú í gangi framhaldsrannsókn á vinnustaðamenningu lögreglunnar. „Ég held því miður að rannsóknin muni staðfesta þá mynd sem við höfum af stöðunni og að einelti og áreitni viðgangist enn.“ Alda Hrönn Jóhannsdóttir, aðstoðarlögreglustjóri lögreglunnar á Suðurnesjum skrifaði langan pistil á Facebook um þessi mál um síðustu helgi. Þar sagði hún kynferðislega og kynbundna áreitni viðgangast innan kerfisins og lögreglunnar og að mikil þöggun sé til staðar um þá háttsemi. „Ég hef lengi hugsað um að deila minni reynslu en hef verið hikandi, sjálfrar mín vegna og minna nánustu. Ég hef ákveðið að stíga fram með þá von í brjósti að saga mín og saga annarra verði til þess að breytingar verði á og að brugðist verði við áreitni og ofbeldi á vinnustöðum í samfélaginu öllu,” sagði Alda Hrönn meðal annars í sínum pistli. Konur innan réttargæslunnar ræða nú saman og deila sögum sín á milli og ætla að taka þátt í viðburðinum á sunnudag. Vísir/Getty Má ekki sópa undir teppiðAlþýðusamband Íslands, Bandalag Háskólamanna, BSRB og Kennarasamband Íslands hafa kallað eftir því að atvinnurekendur og stjórnvöld axli ábyrgð og stórefli aðgerðir til að útrýma kynferðislegri áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Sendu samtökin tilkynningu um þetta á fjölmiðla. „Þúsundir hugrakkra kvenna hafa að undanförnu stigið fram og sagt frá kynferðislegri áreitni og ofbeldi sem þær hafa orðið fyrir á vinnustöðum með notkun myllumerkisins #metoo (#églíka) á samfélagsmiðlum.“ Félögin, sem eru samtök launafólks á Íslandi, segja að það sé á ábyrgð atvinnurekenda að fyrirbyggja og stöðva slíka hegðun og ætla þau að taka þátt í aðgerðum atvinnurekenda og stjórnvalda. Samkvæmt reglugerð um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum frá 2015 leggi ríkar skyldur á herðar atvinnurekenda. „Það á ekki að sópa kynferðislegri áreitni og ofbeldi undir teppið. Það þarf að útrýma því! Afleiðingar kynbundinnar og kynferðislegrar áreitni geta verið margvíslegar. Dæmi þar um er að þeir sem verða fyrir slíkri áreitni verði þunglyndir og kvíðnir. Alvarlegustu afleiðingar slíkrar áreitni valda fjarvistum vegna veikinda, óvissu um starfsöryggi og jafnvel starfsmissi. Þetta er sameiginlegur vandi okkar allra því afleiðingarnar hafa ekki bara áhrif á einstaklinginn, heldur einnig á fjölskyldu hans, vinnustaðinn og samfélagið.“ Konur í tækni- upplýsinga- og hugbúnaðariðnaði sendu frá sér yfirlýsingu ásamt 54 reynslusögum Á ekki að líðast Konur í tækni- upplýsinga- og hugbúnaðariðnaði sendu frá sér yfirlýsingu þar sem þær lýsa reynslu sinni af kynferðisofbeldi, áreitni og kynbundinni mismunun í starfi. Þær krefjast þess að allir samverkamenn þeirra taki ábyrgð á að uppræta vandamálið, að yfirvöld stéttarfélög og fyrirtæki taki af festu á málinu og komi sér upp verkferlum og viðbragðsáætlun gegn kynbundinni áreitni. 265 konur skrifuðu undir yfirlýsinguna og henni fylgdu 54 frásagnir kvenna. Í yfirlýsingunni segir að óþarfi sé að taka fram að ekki allar karlar gerist sekir um áreitni eða mismunun, en hins vegar verði of margar konur fyrir því á starferli sínum og sé það með öllu óásættanlegt. „Við krefjumst þess að allir samverkamenn okkar taki ábyrgð á að uppræta vandamálið; að viðeigandi yfirvöld, stéttarfélög og fyrirtæki í hugbúnaðar-, vef- og tækni-iðnaði taki af festu á málinu og komi sér upp verkferlum og viðbragðsáætlun gegn kynbundinni áreitni. Kynbundið ofbeldi, áreitni og mismunun á ekki að líðast, hvorki á vinnustöðum né annarstaðar i samfélaginu,“ segir í yfirlýsingunni. Konurnar fara fram á fræðslu fyrir starfsfólk á birtingarmyndum kynferðislegrar áreitni og kynbundinnar mismununar og hvernig fyrirtækið muni taka á slíku ef upp kemur. „Við áréttum mikilvægi þess að fyrirtæki og starfsfólk taki umræðuna og setji sér saman siðareglur, líkt og tíðkast í erlendum stórfyrirtækjum, í fjölmiðlum og stjórnmálum, þar sem grunngildi í rekstri og samskiptum eru áréttuð, undirrituð og yfirfarin reglulega. Konur í tónlist krefjast þess að fá að vinna vinnuna okkar án áreitni, ofbeldis eða mismununar.Ætla ekki að þegja lengurKonur í tónlist rufu í dag þögnina og sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu. 333 konur skrifuðu undir yfirlýsingu KÍTÓN, félags kvenna í tónlist þar sem þær krefjast þess að geta unnið vinnu sína án áreitni, ofbeldis eða mismunar. Tilkynningin er byggð á yfirlýsingu kvenna í sviðslistum og kvikmyndagerð og fylgja 28 sögur tónlistarkvenna með yfirlýsingunni. Sögurnar má lesa í heild sinni neðar í fréttinni. „Við eigum ekki að þurfa að þegja lengur né leiða ástandið hjá okkur. Við verðskuldum að okkur sé trúað og sýndur stuðningur. Fyrst og fremst á misréttinu að linna. Við krefjumst þess að fá að vinna vinnuna okkar án áreitni, ofbeldis eða mismununar.“ Ætla tónlistarkonurnar að standa saman og hafa hátt.Fleiri yfirlýsingar væntanlegarHópur karlpresta og karldjákna í þjóðkirkjunni stofnuðu lokaðan umræðuhóp og sendu svo frá sér sameiginlega yfirlýsingu. Þar hétu þeir að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að tryggja konum öryggi í þjóðkirkjunni og annars staðar þar sem þeir hafa völd eða áhrif. Konur innan þjóðkirkjunnar hafa ekki tjáð sig um þetta málefni opinberlega. Í lokuðum hópi fjölmiðlakvenna eru í kringum 300 meðlimir sem eiga það sameiginlegt að hafa starfað á fjölmiðli hér á landi. Sömuleiðis ræða flugfreyjur þessi málefni í lokuðum umræðuhópi þar sem meðlimir eru nú yfir 950 og fer fjölgandi. Meðlimir umræðuhóps kvenna í heilbrigðisstéttinni eru nú í kringum 3.000 og fjöldi kvenna hefur þar deilt reynslusögum. Er líklegt að þessum sögum verði deilt opinberlega fljótlega en hópurinn er gríðarlega stór og eru þar konur frá mörgum stofnunum innan íslenska heilbrigðiskerfisins. Konurnar og frásagnirnar sem þær lesa á sunnudag eru úr röðum eftirfarandi #metoo hópa:Konur í sviðslistum og kvikmyndagerðKonur í stjórnmálumKonur í fjölmiðlumKonur í íþróttumKonur í tónlistKonur í tækni- og hugbúnaðariðnaðiKonur í verkalýðshrefingunniKonur í vísindumKonur í réttargæslu Nánar má lesa um #MeToo viðburðina á sunndag á Facebook:ReykjavíkAkureyriSeiðisfjörður
MeToo Kynferðisofbeldi Leikhús Reykjavík Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Sjá meira