Íslendingar óskuðu eftir 3.550 miðum á fyrstu 24 tímum HM-miðasölunnar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. desember 2017 16:45 Það verður múgur og margmenni í Rússlandi á næsta ári. Vísir/Vilhelm Íslenskir stuðningsmenn óskuðu alls eftir 3.550 miðum á leiki á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu á fyrstu 24 tímum miðasölunnar sem hófst í gær. Þetta kemur fram í svari FIFA við fyrirspurn Vísis. Þar segir einnig að alls hafi 1.365 miðum verið úthlutað til íslenskra stuðningsmanna vegna fyrsta fasa miðasölunnar sem lauk 28. nóvember síðastliðinn. Í þeim fasa var alls 742.760 miðum úthlutað.Mikill spenningur er fyrir þáttöku Íslands á HM en dregið var í riðla fyrir mótið í síðustu viku. Ísland lenti í riðli með Argentínu, Króatíu og Nígeríu og mun landsliðið spila sína leiki í Moskvu, Volgograd og Rostov-við-Don. Líkt og komið hefur fram á Ísland rétt á átta prósent miða sem í boði eru á leikina þrjá í riðlakeppninni. Áætlað hefur verið að um 3.200 miðar séu í boði fyrir íslenska stuðningsmenn á hvern leik, að því er kom fram í vikunni á Fótbolta.netKnattspyrnusamband Íslands hefur reyndar þegar farið fram á það við FIFA, í samvinnu við önnur knattspyrnusambönd, að hlutfall miða sem standi stuðningsmönnum til boða verði hækkað, en ekki hafa fengist svör við þeirri bón. Miðasalan sem nú stendur yfir og hófst í gær mun ljúka 31. janúar næstkomandi en athygli er vakin á því að ekki er um fyrstur kemur, fyrstur fær” fyrirkomulag að ræða, heldur mun happdrætti ráða för ef umsóknir um miða verða fleiri en í boði eru. Hægt er að kaupa miða á staka leiki, svokallaða stuðningsmannamiða sem eru miðar á alla leiki Íslands í riðlakeppninni auk þess sem hægt er að að sækja um miða á alla mögulega leiki Íslands í útsláttarkeppninni, en fari svo að liðið komist ekki áfram eru miðarnir ógildir. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Ekkert mál að komast beint á leiki í HM Ísland er í riðli með Argentínu, Króatíu og Nígeríu og spilar í D-riðli á Heimsmeistaramótinu. Fréttablaðið skoðaði borgirnar sem Íslendingar munu heimsækja í sumar en auðvelt verður að komast á leikstaði. 2. desember 2017 07:00 KSÍ vill fá meira en átta prósent miða í boði á HM leiki Íslands næsta sumar Miðasala á leiki Íslands á HM í Rússlandi hefst aftur í dag en svo gæti farið að færri íslenskir fóboltaáhugamenn geti fengið miða en vilja. Knattspyrnusamband Íslands er að reyna að berjast fyrir því að íslenskir stuðningsmenn fái fleiri miða. 5. desember 2017 08:00 Helmingi ódýrara að bóka sjálfur ferð á HM Aðeins um 3.200 miðar gætu verið eyrnamerktir Íslendingum á hvern leik í Rússlandi. Athugun Fréttablaðsins sýnir að tveggja nátta ferð til Moskvu fyrir tvo, sem þú bókar sjálfur, kostar heldur minna en pakkaferð fyrir einn. 5. desember 2017 08:00 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
Íslenskir stuðningsmenn óskuðu alls eftir 3.550 miðum á leiki á Heimsmeistaramótinu í knattspyrnu á fyrstu 24 tímum miðasölunnar sem hófst í gær. Þetta kemur fram í svari FIFA við fyrirspurn Vísis. Þar segir einnig að alls hafi 1.365 miðum verið úthlutað til íslenskra stuðningsmanna vegna fyrsta fasa miðasölunnar sem lauk 28. nóvember síðastliðinn. Í þeim fasa var alls 742.760 miðum úthlutað.Mikill spenningur er fyrir þáttöku Íslands á HM en dregið var í riðla fyrir mótið í síðustu viku. Ísland lenti í riðli með Argentínu, Króatíu og Nígeríu og mun landsliðið spila sína leiki í Moskvu, Volgograd og Rostov-við-Don. Líkt og komið hefur fram á Ísland rétt á átta prósent miða sem í boði eru á leikina þrjá í riðlakeppninni. Áætlað hefur verið að um 3.200 miðar séu í boði fyrir íslenska stuðningsmenn á hvern leik, að því er kom fram í vikunni á Fótbolta.netKnattspyrnusamband Íslands hefur reyndar þegar farið fram á það við FIFA, í samvinnu við önnur knattspyrnusambönd, að hlutfall miða sem standi stuðningsmönnum til boða verði hækkað, en ekki hafa fengist svör við þeirri bón. Miðasalan sem nú stendur yfir og hófst í gær mun ljúka 31. janúar næstkomandi en athygli er vakin á því að ekki er um fyrstur kemur, fyrstur fær” fyrirkomulag að ræða, heldur mun happdrætti ráða för ef umsóknir um miða verða fleiri en í boði eru. Hægt er að kaupa miða á staka leiki, svokallaða stuðningsmannamiða sem eru miðar á alla leiki Íslands í riðlakeppninni auk þess sem hægt er að að sækja um miða á alla mögulega leiki Íslands í útsláttarkeppninni, en fari svo að liðið komist ekki áfram eru miðarnir ógildir.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Ekkert mál að komast beint á leiki í HM Ísland er í riðli með Argentínu, Króatíu og Nígeríu og spilar í D-riðli á Heimsmeistaramótinu. Fréttablaðið skoðaði borgirnar sem Íslendingar munu heimsækja í sumar en auðvelt verður að komast á leikstaði. 2. desember 2017 07:00 KSÍ vill fá meira en átta prósent miða í boði á HM leiki Íslands næsta sumar Miðasala á leiki Íslands á HM í Rússlandi hefst aftur í dag en svo gæti farið að færri íslenskir fóboltaáhugamenn geti fengið miða en vilja. Knattspyrnusamband Íslands er að reyna að berjast fyrir því að íslenskir stuðningsmenn fái fleiri miða. 5. desember 2017 08:00 Helmingi ódýrara að bóka sjálfur ferð á HM Aðeins um 3.200 miðar gætu verið eyrnamerktir Íslendingum á hvern leik í Rússlandi. Athugun Fréttablaðsins sýnir að tveggja nátta ferð til Moskvu fyrir tvo, sem þú bókar sjálfur, kostar heldur minna en pakkaferð fyrir einn. 5. desember 2017 08:00 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
Ekkert mál að komast beint á leiki í HM Ísland er í riðli með Argentínu, Króatíu og Nígeríu og spilar í D-riðli á Heimsmeistaramótinu. Fréttablaðið skoðaði borgirnar sem Íslendingar munu heimsækja í sumar en auðvelt verður að komast á leikstaði. 2. desember 2017 07:00
KSÍ vill fá meira en átta prósent miða í boði á HM leiki Íslands næsta sumar Miðasala á leiki Íslands á HM í Rússlandi hefst aftur í dag en svo gæti farið að færri íslenskir fóboltaáhugamenn geti fengið miða en vilja. Knattspyrnusamband Íslands er að reyna að berjast fyrir því að íslenskir stuðningsmenn fái fleiri miða. 5. desember 2017 08:00
Helmingi ódýrara að bóka sjálfur ferð á HM Aðeins um 3.200 miðar gætu verið eyrnamerktir Íslendingum á hvern leik í Rússlandi. Athugun Fréttablaðsins sýnir að tveggja nátta ferð til Moskvu fyrir tvo, sem þú bókar sjálfur, kostar heldur minna en pakkaferð fyrir einn. 5. desember 2017 08:00