Hafa útilokað mansal í umfangsmiklu vændismáli Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. desember 2017 15:50 Maðurinn sem grunaður er í málinu var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur þegar hann og konan voru úrskurðuð í gæsluvarðhald. Þau voru látin laus í gærkvöldi. Vísir/Anton Brink Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur útilokað að þrjár konur frá Perú, sem grunur leikur á að par hafi gert út í vændi, séu þolendur mansals. Þetta segir Snorri Birgisson, lögreglufulltrúi og yfirmaður mansalsteymis lögreglunnar, í samtali við Vísi. Parið, íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri og kona frá Perú sem er á fertugsaldri, hefur setið í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Varðhaldið átti að renna út í dag en Snorri segir að parinu hafi verið sleppt í gærkvöldi að loknum skýrslutökum. „Við töldum ekki ástæðu til að halda þeim áfram eða fara fram á farbann. Rannsóknin er enn í gangi og það er búið að yfirheyra vitni og sakborninga, og við eigum eftir að afla frekari gagna einnig, en við töldum ekki ástæðu til að halda fólkinu áfram í gæslu,“ segir Snorri. Hann vill ekki tjá sig um það hvort játning liggi fyrir í málinu en hin grunuðu voru yfirheyrð þrisvar sinnum á meðan þau voru í haldi lögreglu. Varðandi þann þátt málsins sem snýr að því hvort að konurnar hafi verið þolendur mansals segir Snorri: „Við erum búin að útiloka það að þær hafi verið þolendur mansals. Rannsóknin beinist núna að því að grunur leikur á að fólkið hafi haft milligöngu um vændi annarra.“Konurnar á þrítugs-og fertugsaldri Snorri segir að það sem sé til skoðunar í málinu sé að einstaklingar sem stunda vændi geta verið í því af fúsum og frjálsum vilja en vita ef til vill ekki nákvæmlega hvað þeir eru að fá fyrir það þar sem þeir eru kannski að vinna fyrir einhvern annan. „Þá eru þessir einstaklingar ekki að sjá alla peninga sem fást fyrir kaupin á vændi. Þá erum við farin að rannsaka, eins og í þessu tiltekna máli, að fólk hafi verið að taka pening af öðrum án þess þó að þar leiki grunur á að um sé að ræða þolendur mansals. Við teljum í sjálfu sér að þessar stúlkur hafi komið hingað af fúsum og frjálsum vilja,“ segir Snorri og á þar við konurnar sem parið er grunað um að hafa gert út í vændi. Aðspurður um hvað þær séu gamlar segir Snorri þær vera á þrítugs-og fertugsaldri en hann vill ekki tjá sig um hvort þær hafi þekkt hina grunðu í málinu áður en þær komu hingað til lands. Eins og fram hefur komið telur lögreglan sig vita um tugi kaupenda í málinu. Snorri segir að sé ekki byrjað að yfirheyra þá en það muni fara af stað þegar búið er að ljúka þeim þáttum málsins sem snúa að parinu. „Þáttur kaupendanna er annar. Þeir eru grunaðir um að kaupa vændi svo það verður annað brot en í þessu sama máli. Við höfum lagt megináherslu á það að ljúka þessum þætti sem snýr að milligönguna og svo tökum við hitt bara í framhaldi,“ segir Snorri. Tengdar fréttir Lögðu hald á þrjár milljónir króna í umfangsmiklu vændismáli Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á um þrjár milljónir króna í húsleitum sem gerðar voru í tengslum við umfangsmikið vændismál sem lögreglan hefur nú til rannsóknar. 5. desember 2017 12:19 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur útilokað að þrjár konur frá Perú, sem grunur leikur á að par hafi gert út í vændi, séu þolendur mansals. Þetta segir Snorri Birgisson, lögreglufulltrúi og yfirmaður mansalsteymis lögreglunnar, í samtali við Vísi. Parið, íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri og kona frá Perú sem er á fertugsaldri, hefur setið í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Varðhaldið átti að renna út í dag en Snorri segir að parinu hafi verið sleppt í gærkvöldi að loknum skýrslutökum. „Við töldum ekki ástæðu til að halda þeim áfram eða fara fram á farbann. Rannsóknin er enn í gangi og það er búið að yfirheyra vitni og sakborninga, og við eigum eftir að afla frekari gagna einnig, en við töldum ekki ástæðu til að halda fólkinu áfram í gæslu,“ segir Snorri. Hann vill ekki tjá sig um það hvort játning liggi fyrir í málinu en hin grunuðu voru yfirheyrð þrisvar sinnum á meðan þau voru í haldi lögreglu. Varðandi þann þátt málsins sem snýr að því hvort að konurnar hafi verið þolendur mansals segir Snorri: „Við erum búin að útiloka það að þær hafi verið þolendur mansals. Rannsóknin beinist núna að því að grunur leikur á að fólkið hafi haft milligöngu um vændi annarra.“Konurnar á þrítugs-og fertugsaldri Snorri segir að það sem sé til skoðunar í málinu sé að einstaklingar sem stunda vændi geta verið í því af fúsum og frjálsum vilja en vita ef til vill ekki nákvæmlega hvað þeir eru að fá fyrir það þar sem þeir eru kannski að vinna fyrir einhvern annan. „Þá eru þessir einstaklingar ekki að sjá alla peninga sem fást fyrir kaupin á vændi. Þá erum við farin að rannsaka, eins og í þessu tiltekna máli, að fólk hafi verið að taka pening af öðrum án þess þó að þar leiki grunur á að um sé að ræða þolendur mansals. Við teljum í sjálfu sér að þessar stúlkur hafi komið hingað af fúsum og frjálsum vilja,“ segir Snorri og á þar við konurnar sem parið er grunað um að hafa gert út í vændi. Aðspurður um hvað þær séu gamlar segir Snorri þær vera á þrítugs-og fertugsaldri en hann vill ekki tjá sig um hvort þær hafi þekkt hina grunðu í málinu áður en þær komu hingað til lands. Eins og fram hefur komið telur lögreglan sig vita um tugi kaupenda í málinu. Snorri segir að sé ekki byrjað að yfirheyra þá en það muni fara af stað þegar búið er að ljúka þeim þáttum málsins sem snúa að parinu. „Þáttur kaupendanna er annar. Þeir eru grunaðir um að kaupa vændi svo það verður annað brot en í þessu sama máli. Við höfum lagt megináherslu á það að ljúka þessum þætti sem snýr að milligönguna og svo tökum við hitt bara í framhaldi,“ segir Snorri.
Tengdar fréttir Lögðu hald á þrjár milljónir króna í umfangsmiklu vændismáli Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á um þrjár milljónir króna í húsleitum sem gerðar voru í tengslum við umfangsmikið vændismál sem lögreglan hefur nú til rannsóknar. 5. desember 2017 12:19 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
Lögðu hald á þrjár milljónir króna í umfangsmiklu vændismáli Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á um þrjár milljónir króna í húsleitum sem gerðar voru í tengslum við umfangsmikið vændismál sem lögreglan hefur nú til rannsóknar. 5. desember 2017 12:19