Velta fyrir sér ráðstöfun óstofnaðs íslensks þjóðarsjóðs Daníel Freyr Birkisson skrifar 6. desember 2017 12:07 Ásta S. Fjeldsted er framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Viðskiptaráð Íslands veltir fyrir sér hugmyndinni um þjóðarsjóð sem kastað er fram í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Um væri að ræða sjóð að fyrirmynd olíusjóðs Norðmanna. Skrifin eru hluti af lið sem heitir „skoðun“ og er aðgengilegur á vefsíðu ráðsins. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hugmyndin um íslenskan þjóðarsjóð er viðruð. Umræðan hefur staðið í um það bil tvo áratugi og skipaði Alþingi til að mynda auðlindanefnd árið 1998 sem lagði til stofnun íslensks þjóðarsjóðs þar sem arður og gjöld af auðlindum þjóðarinnar yrðu ávaxtaðar.Nýta þarf útflutningsverðmæti ÍslandsKemur fram í pistli Viðskiptaráðs að nýta þurfi aukningu innan auðlindadrifinna greina. Vægi sjávarútvegs- og álframleiðslu hafi minnkað en á móti kemur sjáum við hraðan vöxt innan ferðaþjónustunnar. Hagvöxtur síðasta árs upp á sjö prósent undirstrikar efnahagslegan stöðugleika, en sérfræðingar hafa spáð því að vöxturinn lækki nú. Því er haldið fram flestallir geti sammælst um að leggja ætti í slíkan sjóð. Óvissa væri hins vegar um það hvenær fjármagn væri tekið út og í hvað það væri notað. Þjóðarsjóður ætti ekki að fjármagna verkefni yfirstandandi kjörtímabils, eða næsta ef út í það er farið. Er þar lagt til að söfnun fari fram í sjóðinn í þó nokkurn tíma svo ávöxtun hans nýtist sem best. Að lokum leggur Viðskiptaráð upp smá dæmi um ávöxtun sjóðsins, út frá arðgreiðslum Landsvirkjunar: Fram hefur komið að arðgreiðslur frá Landsvirkjun gætu hafist í kringum árið 2020 og þá numið um 15 milljörðum kr. á ári. Ef svipuð upphæð yrði lögð í sjóðinn á ári hverju, og gert ráð fyrir 4 prósent ávöxtun, stæði sjóðurinn í 480 milljörðum kr. árið 2040. Ávöxtun sem hægt væri að ráðstafa úr sjóðinum eftir tíu ár frá stofnun (2030) næmi 7–8 milljörðum kr. ef svipuð fjármálaregla yrði sett hér og í Noregi. Árið 2040 fengjust 18 milljarðar kr. Til samanburðar stefna útgjöld til hjúkrunar- og dvalarrýma í 40 milljörðum kr. á þessu ári. Í stjórnarsáttmálanum nýja segir eftirfarandi:„Þjóðarsjóður verður stofnaður utan um arð af auðlindum landsins og byrjað á orkuauðlindinni. Hlutverk sjóðsins verður að byggja upp viðnám til að mæta fjárhagslegum áföllum. Afmarkaður hluti ráðstöfunarfjár sjóðsins verður notaður til að efla nýsköpun og styðja við vöxt og þroska sprotafyrirtækja. Með því verður fræjum sáð til eflingar nýrra vel launaðra starfa í framtíðinni. Einnig verður hluti nýttur til átaks í uppbyggingu hjúkrunarrýma fyrir elstu kynslóðina.“Gífurlegur vöxtur norska olíusjóðsinsNorðmenn sáu fyrir sér að olíulindir þeirra væru ekki ótæmandi og að olíuverð gæti breyst með auknu framboði annars staðar. Norski þjóðarsjóðurinn var því stofnaður árið 1990 og hófst innflæði í hann sex árum seinna. Markaðsvirði hans hefur vaxið hratt undanfarin ár og eru eignir hans upp á um 250 prósent af landsframleiðslu. Fjárfesting hans fer að fullu fram erlendis svo að olíupeningarnir ýti ekki undir innlenda þenslu. Hann heyrir undir norska þingið og fjármálastofnunum þar í landi og fylgir hann þeirri reglu að ekki megi ganga á höfuðstólinn, heldur einungis nota ávöxtun hans – sem nemur um 4 prósent á ári. Mest lesið Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira
Viðskiptaráð Íslands veltir fyrir sér hugmyndinni um þjóðarsjóð sem kastað er fram í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar. Um væri að ræða sjóð að fyrirmynd olíusjóðs Norðmanna. Skrifin eru hluti af lið sem heitir „skoðun“ og er aðgengilegur á vefsíðu ráðsins. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem hugmyndin um íslenskan þjóðarsjóð er viðruð. Umræðan hefur staðið í um það bil tvo áratugi og skipaði Alþingi til að mynda auðlindanefnd árið 1998 sem lagði til stofnun íslensks þjóðarsjóðs þar sem arður og gjöld af auðlindum þjóðarinnar yrðu ávaxtaðar.Nýta þarf útflutningsverðmæti ÍslandsKemur fram í pistli Viðskiptaráðs að nýta þurfi aukningu innan auðlindadrifinna greina. Vægi sjávarútvegs- og álframleiðslu hafi minnkað en á móti kemur sjáum við hraðan vöxt innan ferðaþjónustunnar. Hagvöxtur síðasta árs upp á sjö prósent undirstrikar efnahagslegan stöðugleika, en sérfræðingar hafa spáð því að vöxturinn lækki nú. Því er haldið fram flestallir geti sammælst um að leggja ætti í slíkan sjóð. Óvissa væri hins vegar um það hvenær fjármagn væri tekið út og í hvað það væri notað. Þjóðarsjóður ætti ekki að fjármagna verkefni yfirstandandi kjörtímabils, eða næsta ef út í það er farið. Er þar lagt til að söfnun fari fram í sjóðinn í þó nokkurn tíma svo ávöxtun hans nýtist sem best. Að lokum leggur Viðskiptaráð upp smá dæmi um ávöxtun sjóðsins, út frá arðgreiðslum Landsvirkjunar: Fram hefur komið að arðgreiðslur frá Landsvirkjun gætu hafist í kringum árið 2020 og þá numið um 15 milljörðum kr. á ári. Ef svipuð upphæð yrði lögð í sjóðinn á ári hverju, og gert ráð fyrir 4 prósent ávöxtun, stæði sjóðurinn í 480 milljörðum kr. árið 2040. Ávöxtun sem hægt væri að ráðstafa úr sjóðinum eftir tíu ár frá stofnun (2030) næmi 7–8 milljörðum kr. ef svipuð fjármálaregla yrði sett hér og í Noregi. Árið 2040 fengjust 18 milljarðar kr. Til samanburðar stefna útgjöld til hjúkrunar- og dvalarrýma í 40 milljörðum kr. á þessu ári. Í stjórnarsáttmálanum nýja segir eftirfarandi:„Þjóðarsjóður verður stofnaður utan um arð af auðlindum landsins og byrjað á orkuauðlindinni. Hlutverk sjóðsins verður að byggja upp viðnám til að mæta fjárhagslegum áföllum. Afmarkaður hluti ráðstöfunarfjár sjóðsins verður notaður til að efla nýsköpun og styðja við vöxt og þroska sprotafyrirtækja. Með því verður fræjum sáð til eflingar nýrra vel launaðra starfa í framtíðinni. Einnig verður hluti nýttur til átaks í uppbyggingu hjúkrunarrýma fyrir elstu kynslóðina.“Gífurlegur vöxtur norska olíusjóðsinsNorðmenn sáu fyrir sér að olíulindir þeirra væru ekki ótæmandi og að olíuverð gæti breyst með auknu framboði annars staðar. Norski þjóðarsjóðurinn var því stofnaður árið 1990 og hófst innflæði í hann sex árum seinna. Markaðsvirði hans hefur vaxið hratt undanfarin ár og eru eignir hans upp á um 250 prósent af landsframleiðslu. Fjárfesting hans fer að fullu fram erlendis svo að olíupeningarnir ýti ekki undir innlenda þenslu. Hann heyrir undir norska þingið og fjármálastofnunum þar í landi og fylgir hann þeirri reglu að ekki megi ganga á höfuðstólinn, heldur einungis nota ávöxtun hans – sem nemur um 4 prósent á ári.
Mest lesið Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Góð kjör á afmælissýningu Toyota Samstarf Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Viðskipti innlent Hafa bæst í eigendahóp PwC Viðskipti innlent Fleiri fréttir Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Sjá meira