Baráttan heldur áfram hjá Michael Schumacher Tómas Þór Þórðarson skrifar 6. desember 2017 08:30 Jean Todt og Michael Schumacher voru óstöðvandi saman. vísir/getty Jean Todt, fyrrverandi liðsstjóri Ferrari í Formúlu 1 segir sjöfalda heimsmeistarann Michael Schumacher enn vera „að berjast“ eins og hann orðar það en þýski ökuþórinn lenti í skelfilegu slysi árið 2013. Express greinir frá. Schumacher slasaðist alvarlega á höfði þegar hann var á skíðum í frönsku ölpunum árið 2013 en hann hefur ekki sést síðan að slysið varð fyrir fjórum árum. Hann var lengi á spítala en er undir stöðugri ummönnun heima hjá sér. Todt var tekinn inn í frægðarhöll Formúlu 1 á mánudagskvöldið og hélt við tilefnið tilfinningaþrungna ræðu um Schumacher en Todt var liðsstjóri Ferrari á gullaldarárum liðsins þegar sá þýski var ósnertanlegur í rauða bílnum. „Við söknum Michael. Hann er enn þá þarna að berjast. Baráttan heldur áfram. Michael er mér mjög sérstakur og hann var einstakur fyrir bílaíþróttir. Hann á sérstakan stað í hjarta mínu. Hann er vinur minn,“ sagði Todt. Sabine Kehm, sem sá um öll mál fyrir Michael Schumacher, tók einnig til máls við inntöku Todt í frægðarhöllina og talaði um þann þýska sem margir telja vera þann besta í sögunni. „Við vitum öll að Michael Schumacher ætti að vera hérna og ég veit að hann hefði elskað það. Hann bar svo mikla virðingu fyrir öllumhérna inni. Það væri honum heiður að vera hérna,“ sagði Sabine Kehm. Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Jean Todt, fyrrverandi liðsstjóri Ferrari í Formúlu 1 segir sjöfalda heimsmeistarann Michael Schumacher enn vera „að berjast“ eins og hann orðar það en þýski ökuþórinn lenti í skelfilegu slysi árið 2013. Express greinir frá. Schumacher slasaðist alvarlega á höfði þegar hann var á skíðum í frönsku ölpunum árið 2013 en hann hefur ekki sést síðan að slysið varð fyrir fjórum árum. Hann var lengi á spítala en er undir stöðugri ummönnun heima hjá sér. Todt var tekinn inn í frægðarhöll Formúlu 1 á mánudagskvöldið og hélt við tilefnið tilfinningaþrungna ræðu um Schumacher en Todt var liðsstjóri Ferrari á gullaldarárum liðsins þegar sá þýski var ósnertanlegur í rauða bílnum. „Við söknum Michael. Hann er enn þá þarna að berjast. Baráttan heldur áfram. Michael er mér mjög sérstakur og hann var einstakur fyrir bílaíþróttir. Hann á sérstakan stað í hjarta mínu. Hann er vinur minn,“ sagði Todt. Sabine Kehm, sem sá um öll mál fyrir Michael Schumacher, tók einnig til máls við inntöku Todt í frægðarhöllina og talaði um þann þýska sem margir telja vera þann besta í sögunni. „Við vitum öll að Michael Schumacher ætti að vera hérna og ég veit að hann hefði elskað það. Hann bar svo mikla virðingu fyrir öllumhérna inni. Það væri honum heiður að vera hérna,“ sagði Sabine Kehm.
Formúla 1 Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Van Dijk boðnar átta milljónir á dag í laun Enski boltinn Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Aðeins spilað 731 mínútu af fótbolta síðan 2023 Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Fleiri fréttir F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira