Sport

Serena gæti snúið aftur á mótið sem hún vann ólétt í fyrra

Serena Williams sést hér fagna sigri á Opna ástralska meistaramótinu í janúar síðastliðnum.
Serena Williams sést hér fagna sigri á Opna ástralska meistaramótinu í janúar síðastliðnum. Vísir/AFP
Serena Williams gæti snúið aftur á tennisvöllinn eftir barnsburð á opna ástralska mótið í janúar sem er fyrsta af fjórum risamótum ársins. Frá þessu greinir mótsstjórinn Craig Tiley í viðtali við Herald Sun en BBC greinir frá.

Hin 36 ára gamla Serena vann mótið í fyrra í sjöunda sinn þegar hún var nýorðinn ólétt en hún tók sér frí frá tennis eftir það og eignaðist sitt fyrsta barn fyrr á þessu ári.

„Hún er komin með vegabréfsáritun og er að æfa. Það er engin spurning í okkar huga að hún er klár,“ segir Tiley sem reiknar með að Williams spili á mótinu.

Serena Williams hefur unnið 23 risatitla á ferlinum eða einum færri en sú ástralska Margaret Court. Serenu myndi ekki leiðast að jafna við hana í Ástralíu.

„Hún vill bæta metið hennar Margaret Court. Það yrði svakalegt afrek ef henni tækist það,“ segir Craig Tiley.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×