Notkun Facebook Kids vart heimil hér á landi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 5. desember 2017 23:28 Facebook opnaði í gær sérstakt spjallsvæði barna, Messenger Kids, þar sem börn yngri en þrettán ára geta talað saman og sent myndir og myndbönd sín á milli. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla segist efast um að að ný Evrópulöggjöf um persónuvernd heimili notkun forritsins hér á landi. Facebook kynnti forritið til leiks í gær en það er sniðið að börnum yngri en þrettán ára. Um er að ræða spjallforrit sem líkist Facebook Messenger og virkar það þannig að börn geta talað saman sín á milli. Foreldrar þurfa að samþykkja aðgang barna sinna og geta þannig haft eftirlit með samtölum þeirra. Börnin geta svo spjallað saman, skipst á myndböndum og myndum. Forritið var gefið út þar sem um tuttugu milljónir barna undir þrettán ára aldri nota Facebook að staðaldri, þrátt fyrir að slíkt sé bannað. Forritið á að auðvelda foreldrum að fylgjast með, en í dag má aðeins nálgast forritið í Bandaríkjunum. Að öllum líkindum verður þó hægt að ná í það hér á landi á næstunni.Stenst vart Evrópulöggjöf Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, segist efast um það að ný Evrópulöggjöf um persónuvernd, sem tekur gildi á næsta ári, heimili notkun forritsins hér á landi þar sem Facebook safni miklum upplýsingum um notendur og nýtir í markaðstilgangi. Hún segir það siðferðislegt álitamál hversu miklu við deilum um börn og hvað upplýsingar um börn séu nýttar í. Facebook hefur þó gefið út að upplýsingar um notendur verði ekki notaðar í markaðslegum tilgangi. „Síðan er það þetta með þroska barna. Hversu vel eru þau í stakk búin til að nota samskiptamiðla? Þessi aldursviðmið eru þarna af ástæðu. Ástæðan er sú að það er talið að börn sem eru yngri en þetta hafi ekki þroska,“ segir Hrefna. Í ár hafa starfsmenn Heimilis og skóla farið inn í sjöttu bekki í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu og segir Hrefna að stór hluti ellefu ára barna noti samfélagsmiðla. „Þau eru að nota þetta til að senda eitthvað sín á milli og eiga samskipti, oftast uppbyggileg, en þau eru hins vegar mjög ung þegar þau eru að fara þangað inn og þá eru meiri líkur á að þau misstígi sig.“ Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
Facebook opnaði í gær sérstakt spjallsvæði barna, Messenger Kids, þar sem börn yngri en þrettán ára geta talað saman og sent myndir og myndbönd sín á milli. Framkvæmdastjóri Heimilis og skóla segist efast um að að ný Evrópulöggjöf um persónuvernd heimili notkun forritsins hér á landi. Facebook kynnti forritið til leiks í gær en það er sniðið að börnum yngri en þrettán ára. Um er að ræða spjallforrit sem líkist Facebook Messenger og virkar það þannig að börn geta talað saman sín á milli. Foreldrar þurfa að samþykkja aðgang barna sinna og geta þannig haft eftirlit með samtölum þeirra. Börnin geta svo spjallað saman, skipst á myndböndum og myndum. Forritið var gefið út þar sem um tuttugu milljónir barna undir þrettán ára aldri nota Facebook að staðaldri, þrátt fyrir að slíkt sé bannað. Forritið á að auðvelda foreldrum að fylgjast með, en í dag má aðeins nálgast forritið í Bandaríkjunum. Að öllum líkindum verður þó hægt að ná í það hér á landi á næstunni.Stenst vart Evrópulöggjöf Hrefna Sigurjónsdóttir, framkvæmdastjóri Heimilis og skóla, segist efast um það að ný Evrópulöggjöf um persónuvernd, sem tekur gildi á næsta ári, heimili notkun forritsins hér á landi þar sem Facebook safni miklum upplýsingum um notendur og nýtir í markaðstilgangi. Hún segir það siðferðislegt álitamál hversu miklu við deilum um börn og hvað upplýsingar um börn séu nýttar í. Facebook hefur þó gefið út að upplýsingar um notendur verði ekki notaðar í markaðslegum tilgangi. „Síðan er það þetta með þroska barna. Hversu vel eru þau í stakk búin til að nota samskiptamiðla? Þessi aldursviðmið eru þarna af ástæðu. Ástæðan er sú að það er talið að börn sem eru yngri en þetta hafi ekki þroska,“ segir Hrefna. Í ár hafa starfsmenn Heimilis og skóla farið inn í sjöttu bekki í grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu og segir Hrefna að stór hluti ellefu ára barna noti samfélagsmiðla. „Þau eru að nota þetta til að senda eitthvað sín á milli og eiga samskipti, oftast uppbyggileg, en þau eru hins vegar mjög ung þegar þau eru að fara þangað inn og þá eru meiri líkur á að þau misstígi sig.“
Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira