Tvíburasystur sem voru aðskildar frá fæðingu eiga 95 ára afmæli í dag Benedikt Bóas skrifar 6. desember 2017 06:30 Þær tvíburasystur voru spariklæddar og glæsilegar þegar þær hittust í gær. Kristbjörg til vinstri ásamt systur sinni Bergljótu til hægri. vísir/Ernir „Það er ekki alveg vitað hvor kom á undan. Sögum ber ekki saman,“ segir Kristbjörg Haraldsdóttir en hún heldur upp á 95 ára afmæli sitt í dag. Tvíburasystir Kristbjargar, Bergljót, segir að uppeldismóðir hennar hafi nú yfirleitt bent á að hún hafi komið á undan. Eftir að hafa kynnst þeim systrum þá er það trúlega rétt. Systurnar komu í heiminn á þessum degi árið 1922. Móðir þeirra lést nokkrum dögum síðar. Þær ólust því ekki upp saman. „Mamma deyr 9. desember af barnsförum. Það var lítið samband okkar á milli. Hún var á Tjörnesi en ég fyrir sunnan,“ segir Bergljót og Kristbjörg bætir við: „Við vorum reyndar saman einn vetur á Kópaskeri þegar við vorum sextán ára,“ segir Kristbjörg en kemst ekki lengra því systir hennar grípur fram í: „Þá var ég svo vond við þig.“ Og Kristbjörg svarar: „Þú hefur alltaf verið það.“ Dætur hennar, sem eru í kaffi með henni, skella upp úr og þær systur brosa hlýlega til hvor annarrar. Svo rifja þær upp eina fallega jólasögu þegar Bergljót gaf systur sinni Nivea-krem en það var fyrsta kremið sem Kristbjörg fékk. „Það kom í þremur stærðum og ég fékk miðstærðina. Það er búið núna,“ segir hún og hlær. Kristbjörg segist sjaldan hafa orðið öfundsjúk út í systur sína en þegar Bergljót hafi fengið hjól í fermingargjöf hafi örlað á dálítilli öfund. „Uppeldisbróðir minn fékk líka hjól og ég man að ég varð pínu svekkt þarna,“ segir hún. „Ég var eina stelpan í sveitinni sem átti hjól. Allar stelpurnar vildu prófa það því það var alveg rosalega flott,“ segir Bergljót og glottir. Þær systur segja að breytingar sem þær hafi upplifað séu margar og miklar. Þeim líst illa á að sjá öll börnin stara ofan í símana sína. „Þau verða heilsulaus af þessu. Þetta er hræðilegt að sjá,“ segir Kristbjörg. Þess má geta að hvorug systranna er á Facebook. Jólaundirbúningur er á fullu hjá systrunum og verður laufabrauð skorið út hjá Kristbjörgu 16. desember. Skera á út heilar 440 kökur. „Þetta eru orðin svo mörg heimili. Meira að segja kærasti barnabarns míns og hann er frá Ástralíu,“ segir Kristbjörg. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira
„Það er ekki alveg vitað hvor kom á undan. Sögum ber ekki saman,“ segir Kristbjörg Haraldsdóttir en hún heldur upp á 95 ára afmæli sitt í dag. Tvíburasystir Kristbjargar, Bergljót, segir að uppeldismóðir hennar hafi nú yfirleitt bent á að hún hafi komið á undan. Eftir að hafa kynnst þeim systrum þá er það trúlega rétt. Systurnar komu í heiminn á þessum degi árið 1922. Móðir þeirra lést nokkrum dögum síðar. Þær ólust því ekki upp saman. „Mamma deyr 9. desember af barnsförum. Það var lítið samband okkar á milli. Hún var á Tjörnesi en ég fyrir sunnan,“ segir Bergljót og Kristbjörg bætir við: „Við vorum reyndar saman einn vetur á Kópaskeri þegar við vorum sextán ára,“ segir Kristbjörg en kemst ekki lengra því systir hennar grípur fram í: „Þá var ég svo vond við þig.“ Og Kristbjörg svarar: „Þú hefur alltaf verið það.“ Dætur hennar, sem eru í kaffi með henni, skella upp úr og þær systur brosa hlýlega til hvor annarrar. Svo rifja þær upp eina fallega jólasögu þegar Bergljót gaf systur sinni Nivea-krem en það var fyrsta kremið sem Kristbjörg fékk. „Það kom í þremur stærðum og ég fékk miðstærðina. Það er búið núna,“ segir hún og hlær. Kristbjörg segist sjaldan hafa orðið öfundsjúk út í systur sína en þegar Bergljót hafi fengið hjól í fermingargjöf hafi örlað á dálítilli öfund. „Uppeldisbróðir minn fékk líka hjól og ég man að ég varð pínu svekkt þarna,“ segir hún. „Ég var eina stelpan í sveitinni sem átti hjól. Allar stelpurnar vildu prófa það því það var alveg rosalega flott,“ segir Bergljót og glottir. Þær systur segja að breytingar sem þær hafi upplifað séu margar og miklar. Þeim líst illa á að sjá öll börnin stara ofan í símana sína. „Þau verða heilsulaus af þessu. Þetta er hræðilegt að sjá,“ segir Kristbjörg. Þess má geta að hvorug systranna er á Facebook. Jólaundirbúningur er á fullu hjá systrunum og verður laufabrauð skorið út hjá Kristbjörgu 16. desember. Skera á út heilar 440 kökur. „Þetta eru orðin svo mörg heimili. Meira að segja kærasti barnabarns míns og hann er frá Ástralíu,“ segir Kristbjörg.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Sjá meira