Íslenska bókin er innflutt og handverk gæti glatast úr landi Sveinn Arnarsson skrifar 6. desember 2017 07:00 Íslendingar telja sig bókhneigða. Nú er svo komið að prentun harðspjaldabóka mun að mestu leggjast af á Íslandi á næsta ári. vísir/vilhelm Í jólabókaflóðinu í ár eru 202 titlar prentaðir á Íslandi. Það er fækkun um 70 titla frá árinu áður. Aðeins einn af hverjum þremur titlum er prentaður hér á landi. Í Kína, Slóveníu, Finnlandi, Lettlandi og Eistlandi eru samtals prentaðir 268 titlar fyrir íslenska jólabókaflóðið í ár.Georg Páll Skúlason, formaður GrafíuLjóst er að með breytingum hjá prentsmiðjunni Odda, þess eðlis að þeir muni hætta að prenta harðspjaldabækur strax í byrjun næsta árs, er ljóst að nánast öll prentun fyrir jólabókaflóðið mun flytjast úr landi. Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins, segir þetta ekki heppilega þróun. Hann hafi í lengstu lög reynt að prenta bækur hér á landi. Mikilvægt sé að handverkið, prentun og bókband, glatist ekki hér á landi. „Þetta er ekki heillavænlegt fyrir okkur Íslendinga, sem viljum kenna okkur við að vera bókaþjóð, að prentun sé alfarið að flytjast úr landi. Það er mjög mikilvægt að þetta handverk glatist ekki,“ segir Egill Örn.Egill Örn Jóhannsson, Framkvæmdarstjóri Forlagsins„Einnig erum við að klóra okkur í kollinum yfir hvernig endurprentun eldri titla verður hjá okkur þegar Oddi getur ekki lengur prentað fyrir okkur,“ bætir Egill Örn við. Georg Páll Skúlason, formaður Grafíu sem er félag bókagerðarmanna, segist hafa áhyggjur af því að enn meiri prentun streymi úr landi. Fáir mennti sig í iðngreininni, prentun og bókbandi til að mynda, og af því hefur Georg Páll sérstakar áhyggjur. „Það verður mjög erfitt að viðhalda þeirri þekkingu sem þarf ef áfram heldur sem horfir í prentuninni. En þetta er víst partur af samkeppninni við útlönd að ódýrari markaðir gera prentsmiðjum hér á landi erfitt fyrir,“ segir Georg Páll. Grafía harmaði á sínum tíma ákvörðun Odda um að hætta harðspjaldaprentun hér á landi. Hún fæli í sér fækkun starfa og að áhrif þess yrðu óafturkræf. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Sjá meira
Í jólabókaflóðinu í ár eru 202 titlar prentaðir á Íslandi. Það er fækkun um 70 titla frá árinu áður. Aðeins einn af hverjum þremur titlum er prentaður hér á landi. Í Kína, Slóveníu, Finnlandi, Lettlandi og Eistlandi eru samtals prentaðir 268 titlar fyrir íslenska jólabókaflóðið í ár.Georg Páll Skúlason, formaður GrafíuLjóst er að með breytingum hjá prentsmiðjunni Odda, þess eðlis að þeir muni hætta að prenta harðspjaldabækur strax í byrjun næsta árs, er ljóst að nánast öll prentun fyrir jólabókaflóðið mun flytjast úr landi. Egill Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Forlagsins, segir þetta ekki heppilega þróun. Hann hafi í lengstu lög reynt að prenta bækur hér á landi. Mikilvægt sé að handverkið, prentun og bókband, glatist ekki hér á landi. „Þetta er ekki heillavænlegt fyrir okkur Íslendinga, sem viljum kenna okkur við að vera bókaþjóð, að prentun sé alfarið að flytjast úr landi. Það er mjög mikilvægt að þetta handverk glatist ekki,“ segir Egill Örn.Egill Örn Jóhannsson, Framkvæmdarstjóri Forlagsins„Einnig erum við að klóra okkur í kollinum yfir hvernig endurprentun eldri titla verður hjá okkur þegar Oddi getur ekki lengur prentað fyrir okkur,“ bætir Egill Örn við. Georg Páll Skúlason, formaður Grafíu sem er félag bókagerðarmanna, segist hafa áhyggjur af því að enn meiri prentun streymi úr landi. Fáir mennti sig í iðngreininni, prentun og bókbandi til að mynda, og af því hefur Georg Páll sérstakar áhyggjur. „Það verður mjög erfitt að viðhalda þeirri þekkingu sem þarf ef áfram heldur sem horfir í prentuninni. En þetta er víst partur af samkeppninni við útlönd að ódýrari markaðir gera prentsmiðjum hér á landi erfitt fyrir,“ segir Georg Páll. Grafía harmaði á sínum tíma ákvörðun Odda um að hætta harðspjaldaprentun hér á landi. Hún fæli í sér fækkun starfa og að áhrif þess yrðu óafturkræf.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Fleiri fréttir Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Sjá meira