Ríkisstjórnin með 78 prósenta stuðning Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. desember 2017 02:00 Þó svo að Katrín Jakobsdóttir sé undrandi og glöð segir hún mikilvægt að ríkisstjórnin standi undir þeim væntingum sem til hennar eru gerðar. vísir/stefán Næstum átta af hverjum tíu sem afstöðu taka í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis, eða 78 prósent, segjast styðja ríkisstjórnina. En 22 prósent segjast ekki styðja hana. Ekki virðist vera munur á afstöðu til ríkisstjórnarinnar eftir kyni. Hins vegar er nokkur munur þegar horft er til aldurs. Þannig segjast 85 prósent kjósenda í aldurshópnum 50 ára og eldri styðja ríkisstjórnina en 15 prósent styðja hana ekki. Aftur á móti segjast einungis 73 prósent í aldurshópnum 18-49 ára styðja hana á meðan 27 prósent segjast ekki styðja hana. Gallup birtir á vef sínum ítarlegar upplýsingar um stuðning við ríkisstjórnir síðustu tvo áratugina. Samkvæmt þeim upplýsingum mælist engin ríkisstjórn með viðlíka stuðning á þessari öld, ef undanskilin er ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar sem mældist 83 prósent mánuði eftir alþingiskosningarnar 2007.Úr niðurstöðum könnunar Fréttablaðsins„Ég er auðvitað bæði undrandi og glöð með þennan stuðning og þakklát fyrir þann meðbyr sem við fáum í upphafi,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna. Katrín segir að niðurstaða könnunarinnar breyti því ekki að hún sé fyrst og fremst að hugsa um verkefnin fram undan. „Þótt gott sé að fá meðbyr í upphafi þá kallar þetta á enn ríkari kröfur um að standa undir þeim væntingum sem fólk hefur,“ segir Katrín. Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærsti flokkur landsins í skoðanakönnuninni með rúmlega 26 prósenta fylgi. Vinstri græn eru næststærsti flokkurinn með 23,5 prósent og Samfylkingin er svo þriðji stærsti flokkurinn með rúmlega 13 prósent. Framsóknarflokkurinn fengi síðan rúmlega 11 prósenta fylgi, Píratar tæplega átta prósent og Miðflokkurinn rúmlega sjö prósent. Þá er Viðreisn með tæplega fimm prósenta fylgi og Flokkur fólksins með slétt fjögur prósent.Fjöldi þngsæta eftir flokkum og skipting þeirra.Yrðu þetta niðurstöður kosninga myndi Sjálfstæðisflokkurinn fá 19 þingmenn kjörna, Vinstri græn myndu fá 17 og Framsóknarflokkurinn átta. Samfylkingin myndi verða stærsti stjórnarandstöðuþingflokkurinn með níu þingmenn. Píratar og Miðflokkurinn myndu hafa fimm menn hvor þingflokkur. Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunarinnar myndi þingflokkum fækka úr átta í sex ef kosið væri í dag því hvorki Viðreisn né Flokkur fólksins myndu fá kjörna þingmenn. Þetta eru fyrstu niðurstöður skoðanakönnunar sem birtar eru á fylgi flokka eftir að skrifað var undir stjórnarsáttmála ríkisstjórnar VG, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Hann var undirritaður á fimmtudag í síðustu viku og á föstudaginn tóku nýir ráðherrar við lyklavöldum í ráðuneytum sínum. Fyrsti fundur Alþingis eftir kosningar verður fimmtudaginn 14. desember, það er í næstu viku. Þann dag verður Alþingi sett að undangenginni guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Um kvöldið flytur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra stefnuræðu sína. Venju samkvæmt verður fjárlagafrumvarpið fyrsta málið sem lagt verður fyrir þingið. Þá verður jafnframt lagt fram frumvarp til fjáraukalaga þessa árs. Búist er við því að Alþingi fundi milli jóla og nýárs. Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur en VG eru á mikilli siglingu. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Næstum átta af hverjum tíu sem afstöðu taka í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis, eða 78 prósent, segjast styðja ríkisstjórnina. En 22 prósent segjast ekki styðja hana. Ekki virðist vera munur á afstöðu til ríkisstjórnarinnar eftir kyni. Hins vegar er nokkur munur þegar horft er til aldurs. Þannig segjast 85 prósent kjósenda í aldurshópnum 50 ára og eldri styðja ríkisstjórnina en 15 prósent styðja hana ekki. Aftur á móti segjast einungis 73 prósent í aldurshópnum 18-49 ára styðja hana á meðan 27 prósent segjast ekki styðja hana. Gallup birtir á vef sínum ítarlegar upplýsingar um stuðning við ríkisstjórnir síðustu tvo áratugina. Samkvæmt þeim upplýsingum mælist engin ríkisstjórn með viðlíka stuðning á þessari öld, ef undanskilin er ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar sem mældist 83 prósent mánuði eftir alþingiskosningarnar 2007.Úr niðurstöðum könnunar Fréttablaðsins„Ég er auðvitað bæði undrandi og glöð með þennan stuðning og þakklát fyrir þann meðbyr sem við fáum í upphafi,“ segir Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstri grænna. Katrín segir að niðurstaða könnunarinnar breyti því ekki að hún sé fyrst og fremst að hugsa um verkefnin fram undan. „Þótt gott sé að fá meðbyr í upphafi þá kallar þetta á enn ríkari kröfur um að standa undir þeim væntingum sem fólk hefur,“ segir Katrín. Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærsti flokkur landsins í skoðanakönnuninni með rúmlega 26 prósenta fylgi. Vinstri græn eru næststærsti flokkurinn með 23,5 prósent og Samfylkingin er svo þriðji stærsti flokkurinn með rúmlega 13 prósent. Framsóknarflokkurinn fengi síðan rúmlega 11 prósenta fylgi, Píratar tæplega átta prósent og Miðflokkurinn rúmlega sjö prósent. Þá er Viðreisn með tæplega fimm prósenta fylgi og Flokkur fólksins með slétt fjögur prósent.Fjöldi þngsæta eftir flokkum og skipting þeirra.Yrðu þetta niðurstöður kosninga myndi Sjálfstæðisflokkurinn fá 19 þingmenn kjörna, Vinstri græn myndu fá 17 og Framsóknarflokkurinn átta. Samfylkingin myndi verða stærsti stjórnarandstöðuþingflokkurinn með níu þingmenn. Píratar og Miðflokkurinn myndu hafa fimm menn hvor þingflokkur. Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunarinnar myndi þingflokkum fækka úr átta í sex ef kosið væri í dag því hvorki Viðreisn né Flokkur fólksins myndu fá kjörna þingmenn. Þetta eru fyrstu niðurstöður skoðanakönnunar sem birtar eru á fylgi flokka eftir að skrifað var undir stjórnarsáttmála ríkisstjórnar VG, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Hann var undirritaður á fimmtudag í síðustu viku og á föstudaginn tóku nýir ráðherrar við lyklavöldum í ráðuneytum sínum. Fyrsti fundur Alþingis eftir kosningar verður fimmtudaginn 14. desember, það er í næstu viku. Þann dag verður Alþingi sett að undangenginni guðsþjónustu í Dómkirkjunni. Um kvöldið flytur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra stefnuræðu sína. Venju samkvæmt verður fjárlagafrumvarpið fyrsta málið sem lagt verður fyrir þingið. Þá verður jafnframt lagt fram frumvarp til fjáraukalaga þessa árs. Búist er við því að Alþingi fundi milli jóla og nýárs. Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur en VG eru á mikilli siglingu.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent