Björgólfur hluthafi verktakafyrirtækis sem reisir hugmyndahús í Vatnsmýrinni Hörður Ægisson skrifar 6. desember 2017 08:15 Grósku, nýtt hugmyndahúss á sviði Vísindagarða Háskóla Íslands í Vatnsmýrinni, verður 17.500 fermetrar að stærð. Framkvæmdafélagið Arnarhvoll ehf., sem er nýtt verktakafyrirtæki og er meðal annars í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar fjárfestis, hefur undirritað samning um byggingu Grósku, nýs hugmyndahúss á sviði Vísindagarða Háskóla Íslands í Vatnsmýrinni. „Samningurinn um Grósku er fyrsti samningurinn sem við undirritum og bygging Grósku fyrsta stóra verkefnið sem við tökum að okkur. Það er ánægjulegt að hugsa til þess að það skuli vera uppbygging hugmyndahúss á Vísindagörðum Háskólans og jafnframt höfuðstöðvar CCP,“ segir Karl Þráinsson, forstjóri Arnarhvols. Húsið verður fullbúið 17.500 fermetrar að stærð en fyrsta skóflustungan að nýbyggingunni var tekin í febrúar á þessu ári. Karl starfaði áður sem forstjóri Íslenskra aðalverktaka en hætti þar störfum í ársbyrjun 2016 og tók sér þá stöðu stjórnarformanns hjá fyrirtækinu. Hann segir að Arnarhvoll, sem hóf starfsemi um mitt þetta ár, muni í framhaldinu huga að öðrum stórum verkefnum víða um land og ætli sér að vera „leiðandi á verktakamarkaði í framtíðinni“.Auk Björgólfs Thors er Arnarhvoll í eigu fagfjárfestasjóðsins GAMMA:Construo, Andra Sveinssonar, Árna Geirs Magnússonar, Birgis Más Ragnarssonar og Karls Þráinssonar.vísir/gvaAuk Björgólfs Thors er félagið í eigu fagfjárfestasjóðsins GAMMA:Construo, Andra Sveinssonar, Árna Geirs Magnússonar, Birgis Más Ragnarssonar og Karls. Andri og Birgir Már, sem hafa verið samstarfsmenn og viðskiptafélagar Björgólfs um árabil, hafa meðal annars komið að kaupum á eignum á Suðurnesjum í gegnum félagið BK eignir sem síðar var keypt af Almenna leigufélaginu, sem er í eigu sjóðs í stýringu GAMMA. Björgólfur Thor er í dag stór hluthafi í tölvuleikjaframleiðandanum CCP og fjarskiptafyrirtækinu Nova. Áætlað er að hið nýja hugmyndahús verði tekið í notkun 2019. Húsið skiptist í margar einingar þar sem nýsköpunar- og frumkvöðlafyrirtækjum gefst kostur á að leigja aðstöðu. Þá er einnig gert ráð fyrir verslunum, kaffihúsi og annarri þjónustu á jarðhæð auk ráðstefnusalar. Leiðrétting: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að Andri Sveinsson og Birgir Már Ragnarsson hefðu meðal annars komið að fjármögnun kísilmálmverksmiðjunnar Thorsil. Það er ekki rétt og er beðist velvirðingar á þeim mistökum.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Framkvæmdafélagið Arnarhvoll ehf., sem er nýtt verktakafyrirtæki og er meðal annars í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar fjárfestis, hefur undirritað samning um byggingu Grósku, nýs hugmyndahúss á sviði Vísindagarða Háskóla Íslands í Vatnsmýrinni. „Samningurinn um Grósku er fyrsti samningurinn sem við undirritum og bygging Grósku fyrsta stóra verkefnið sem við tökum að okkur. Það er ánægjulegt að hugsa til þess að það skuli vera uppbygging hugmyndahúss á Vísindagörðum Háskólans og jafnframt höfuðstöðvar CCP,“ segir Karl Þráinsson, forstjóri Arnarhvols. Húsið verður fullbúið 17.500 fermetrar að stærð en fyrsta skóflustungan að nýbyggingunni var tekin í febrúar á þessu ári. Karl starfaði áður sem forstjóri Íslenskra aðalverktaka en hætti þar störfum í ársbyrjun 2016 og tók sér þá stöðu stjórnarformanns hjá fyrirtækinu. Hann segir að Arnarhvoll, sem hóf starfsemi um mitt þetta ár, muni í framhaldinu huga að öðrum stórum verkefnum víða um land og ætli sér að vera „leiðandi á verktakamarkaði í framtíðinni“.Auk Björgólfs Thors er Arnarhvoll í eigu fagfjárfestasjóðsins GAMMA:Construo, Andra Sveinssonar, Árna Geirs Magnússonar, Birgis Más Ragnarssonar og Karls Þráinssonar.vísir/gvaAuk Björgólfs Thors er félagið í eigu fagfjárfestasjóðsins GAMMA:Construo, Andra Sveinssonar, Árna Geirs Magnússonar, Birgis Más Ragnarssonar og Karls. Andri og Birgir Már, sem hafa verið samstarfsmenn og viðskiptafélagar Björgólfs um árabil, hafa meðal annars komið að kaupum á eignum á Suðurnesjum í gegnum félagið BK eignir sem síðar var keypt af Almenna leigufélaginu, sem er í eigu sjóðs í stýringu GAMMA. Björgólfur Thor er í dag stór hluthafi í tölvuleikjaframleiðandanum CCP og fjarskiptafyrirtækinu Nova. Áætlað er að hið nýja hugmyndahús verði tekið í notkun 2019. Húsið skiptist í margar einingar þar sem nýsköpunar- og frumkvöðlafyrirtækjum gefst kostur á að leigja aðstöðu. Þá er einnig gert ráð fyrir verslunum, kaffihúsi og annarri þjónustu á jarðhæð auk ráðstefnusalar. Leiðrétting: Í upphaflegri útgáfu fréttarinnar sagði að Andri Sveinsson og Birgir Már Ragnarsson hefðu meðal annars komið að fjármögnun kísilmálmverksmiðjunnar Thorsil. Það er ekki rétt og er beðist velvirðingar á þeim mistökum.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira