Fleiri ungir menn í Gistiskýlinu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 5. desember 2017 20:00 Síðustu daga höfum við fjallað um aðstæður heimilislausra. Gistiskýlið er neyðarskýli í miðbænum sem fyrst og fremst menn í neyslu sækja. Þar gista 25 menn á hverri nóttu og þegar kalt er í veðri þarf oft að vísa frá fimm til tíu manns. Menn geta verið í skýlinu frá fjögur á daginn til tíu morguninn eftir. Reglan fyrstur kemur, fyrstur fær gildir og menn með lögheimili í Reykjavík ganga fyrir. Mennirnir fá heitan mat, uppábúið rúm og þvottur þeirra er þveginn ef þeir óska þess. Áður voru tíu prósent hópsins útlendingar en með samstarfi við pólsk samtök, Barka-verkefnið, hafa 12 Pólverjar snúið heim í áfengismeðferð. „En aftur á móti höfum við fengið nýjan hóp, yngri menn sem eru í fjölbreyttari neyslu," segir Þór Gíslason, forstöðumaður Gistiskýlisins. „Það getur verið að rými hafi skapast þegar Pólverjarnir fóru og þeir hafi farið að leita meira hingað.“ Þór segir erfiðan húsnæðismarkað einnig hafa sín áhrif. „Þessi hópur er sá fyrsti sem dettur út af leigumarkaði þegar hann harðnar og síðasti sem fær inni. Það er kannski almenna skýringin á þessum mikla vexti heimilislausra," segir Þór. Af þeim 80-90 manna hópi sem alla jafna sækir þjónustuna eru einhverjir sem hafa komið hverja einustu nótt í áratugi og líta á staðinn sem heimili sitt. Þór segir að það vanti fjölbreytt langtímaúrræði, til að mynda búsetu með stuðningi eða langtímadvöl úti í sveit, fyrir fjölbreyttan hóp utangarðsmanna. Hann kallar eftir samstarfi ríkis og sveitarfélaga en eins stendur borgin að mestu ein að húsnæðismálum þessa hóps. „Ef við horfum á það hver ber mestan hag af því að vel gangi þá er það fyrst og fremst ríkið, því þá verða færri innlagnir á sjúkrahús, bráðamóttöku og geðbatteríin, og einnig minna álag á lögregluna. Þannig að það er mjög mikilvægt að það sé unnið heildstætt og sameiginlega að þessum málum.“ Tengdar fréttir Sofa í bílakjallara eða ruslageymslu Heimilislausir einstaklingar í Reykjavík telja borgaryfirvöld hafa brugðist og gagnrýna úrræðaleysi. Þrír einstaklingar hafa komið sér upp tjöldum í Öskjuhlíð og búa þar. Annar maður hefur sofið í bílakjallara Ráðhúss Reykjavíkur í nokkra mánuði. 2. desember 2017 20:00 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Sjá meira
Síðustu daga höfum við fjallað um aðstæður heimilislausra. Gistiskýlið er neyðarskýli í miðbænum sem fyrst og fremst menn í neyslu sækja. Þar gista 25 menn á hverri nóttu og þegar kalt er í veðri þarf oft að vísa frá fimm til tíu manns. Menn geta verið í skýlinu frá fjögur á daginn til tíu morguninn eftir. Reglan fyrstur kemur, fyrstur fær gildir og menn með lögheimili í Reykjavík ganga fyrir. Mennirnir fá heitan mat, uppábúið rúm og þvottur þeirra er þveginn ef þeir óska þess. Áður voru tíu prósent hópsins útlendingar en með samstarfi við pólsk samtök, Barka-verkefnið, hafa 12 Pólverjar snúið heim í áfengismeðferð. „En aftur á móti höfum við fengið nýjan hóp, yngri menn sem eru í fjölbreyttari neyslu," segir Þór Gíslason, forstöðumaður Gistiskýlisins. „Það getur verið að rými hafi skapast þegar Pólverjarnir fóru og þeir hafi farið að leita meira hingað.“ Þór segir erfiðan húsnæðismarkað einnig hafa sín áhrif. „Þessi hópur er sá fyrsti sem dettur út af leigumarkaði þegar hann harðnar og síðasti sem fær inni. Það er kannski almenna skýringin á þessum mikla vexti heimilislausra," segir Þór. Af þeim 80-90 manna hópi sem alla jafna sækir þjónustuna eru einhverjir sem hafa komið hverja einustu nótt í áratugi og líta á staðinn sem heimili sitt. Þór segir að það vanti fjölbreytt langtímaúrræði, til að mynda búsetu með stuðningi eða langtímadvöl úti í sveit, fyrir fjölbreyttan hóp utangarðsmanna. Hann kallar eftir samstarfi ríkis og sveitarfélaga en eins stendur borgin að mestu ein að húsnæðismálum þessa hóps. „Ef við horfum á það hver ber mestan hag af því að vel gangi þá er það fyrst og fremst ríkið, því þá verða færri innlagnir á sjúkrahús, bráðamóttöku og geðbatteríin, og einnig minna álag á lögregluna. Þannig að það er mjög mikilvægt að það sé unnið heildstætt og sameiginlega að þessum málum.“
Tengdar fréttir Sofa í bílakjallara eða ruslageymslu Heimilislausir einstaklingar í Reykjavík telja borgaryfirvöld hafa brugðist og gagnrýna úrræðaleysi. Þrír einstaklingar hafa komið sér upp tjöldum í Öskjuhlíð og búa þar. Annar maður hefur sofið í bílakjallara Ráðhúss Reykjavíkur í nokkra mánuði. 2. desember 2017 20:00 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Sjá meira
Sofa í bílakjallara eða ruslageymslu Heimilislausir einstaklingar í Reykjavík telja borgaryfirvöld hafa brugðist og gagnrýna úrræðaleysi. Þrír einstaklingar hafa komið sér upp tjöldum í Öskjuhlíð og búa þar. Annar maður hefur sofið í bílakjallara Ráðhúss Reykjavíkur í nokkra mánuði. 2. desember 2017 20:00