Mengun frá áformuðu fiskeldi jafngildir mengun frá 120 þúsund manna byggð Þorbjörn Þórðarson skrifar 5. desember 2017 19:15 Mengun sem fylgir fyrirhuguðu fiskeldi í Fáskrúðsfirði jafngildir skólpi frá 120 þúsund manna byggð í firðinum. Stjórn Loðnuvinnslunnar hf. mótmælir áformunun harðlega. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að fara þurfi varlega í uppbyggingu á fiskeldi. Fiskeldi Austfjarða hf. hefur nú þegar ónýtt leyfi fyrir 3.000 tonna framleiðslu á regnbogasilungi og laxi í Fáskrúðsfirði. Til viðbótar eru í ferli hjá Umhverfisstofnun og Skipulagsstofnun áætlanir um 7.854 tonna framleiðsluaukningu. Þá áforma Laxar fiskeldi ehf. 4.000 tonna laxeldi í firðinum. Gangi þetta eftir stefnir í 15.000 tonna eldisframleiðslu í Fáskrúðsfirði, sem er svipað og á öllu landinu í dag. Þessu er harðlega mótmælt í yfirlýsingu Loðnuvinnslunnar sem reiðir sig á ómengaðan sjó úr Fáskrúðsfirði í sinni framleiðslu. Þar segir: „Almennt er miðað við að við framleiðslu á einu tonni af laxi verði til úrgangur sem samsvarar klóakrennsli frá átta manns (heimild Landssamtök fiskeldisstöðva) og því jafngildir mengun frá 15.000 tonna laxeldi í Fáskrúðsfirði því að skólpi frá 120 þúsund manna byggð verði veitt óhreinsuðu í fjörðinn.“Sjá einnig: Sjókvíar á Íslandi menga á við óhreinsað skólp Reykvíkinga „Loðnuhrognaframleiðslan er tuttugu prósent af okkar veltu og við höfum verulegar áhyggjur af þessu því straumurinn er inn fjörðinn norðanmegin og út fjörðinn sunnamegin. Samkvæmt skýrslum (sem hafa verið unnar innsk. blm.) er fjörðurinn tíu daga að endurnýja sig. Þetta er gífurleg mengun. Það er alveg ljóst,“ segir Friðrik Mar Guðmundsson framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar.Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir að byggja þurfi upp fiskeldi „með ýtrustu varúð í samræmi við ráðgjöf vísindamanna þannig að líffræðilegri fjölbreytni verði ekki ógnað.“ Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sagðist ekki hafa kynnt sér þetta tiltekna mál þegar fréttastofan náði tali af honum í morgun. „Ég er á þeirri skoðun, eins og stjórnarsáttmálinn kveður á um, að við eigum að fara að lögum, fara varlega og hafa regluverkið, vinnulagið og reglurnar, sem allir eigi að starfa eftir, þannig að menn viti að hverju þeir gangi,“ segir Kristján Þór. Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira
Mengun sem fylgir fyrirhuguðu fiskeldi í Fáskrúðsfirði jafngildir skólpi frá 120 þúsund manna byggð í firðinum. Stjórn Loðnuvinnslunnar hf. mótmælir áformunun harðlega. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að fara þurfi varlega í uppbyggingu á fiskeldi. Fiskeldi Austfjarða hf. hefur nú þegar ónýtt leyfi fyrir 3.000 tonna framleiðslu á regnbogasilungi og laxi í Fáskrúðsfirði. Til viðbótar eru í ferli hjá Umhverfisstofnun og Skipulagsstofnun áætlanir um 7.854 tonna framleiðsluaukningu. Þá áforma Laxar fiskeldi ehf. 4.000 tonna laxeldi í firðinum. Gangi þetta eftir stefnir í 15.000 tonna eldisframleiðslu í Fáskrúðsfirði, sem er svipað og á öllu landinu í dag. Þessu er harðlega mótmælt í yfirlýsingu Loðnuvinnslunnar sem reiðir sig á ómengaðan sjó úr Fáskrúðsfirði í sinni framleiðslu. Þar segir: „Almennt er miðað við að við framleiðslu á einu tonni af laxi verði til úrgangur sem samsvarar klóakrennsli frá átta manns (heimild Landssamtök fiskeldisstöðva) og því jafngildir mengun frá 15.000 tonna laxeldi í Fáskrúðsfirði því að skólpi frá 120 þúsund manna byggð verði veitt óhreinsuðu í fjörðinn.“Sjá einnig: Sjókvíar á Íslandi menga á við óhreinsað skólp Reykvíkinga „Loðnuhrognaframleiðslan er tuttugu prósent af okkar veltu og við höfum verulegar áhyggjur af þessu því straumurinn er inn fjörðinn norðanmegin og út fjörðinn sunnamegin. Samkvæmt skýrslum (sem hafa verið unnar innsk. blm.) er fjörðurinn tíu daga að endurnýja sig. Þetta er gífurleg mengun. Það er alveg ljóst,“ segir Friðrik Mar Guðmundsson framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar.Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar segir að byggja þurfi upp fiskeldi „með ýtrustu varúð í samræmi við ráðgjöf vísindamanna þannig að líffræðilegri fjölbreytni verði ekki ógnað.“ Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, sagðist ekki hafa kynnt sér þetta tiltekna mál þegar fréttastofan náði tali af honum í morgun. „Ég er á þeirri skoðun, eins og stjórnarsáttmálinn kveður á um, að við eigum að fara að lögum, fara varlega og hafa regluverkið, vinnulagið og reglurnar, sem allir eigi að starfa eftir, þannig að menn viti að hverju þeir gangi,“ segir Kristján Þór.
Mest lesið Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Erlent Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ Innlent Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Innlent „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Innlent Árásarmannsins enn leitað Erlent Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Innlent Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Innlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Fleiri fréttir Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sjá meira