Lögðu hald á þrjár milljónir króna í umfangsmiklu vændismáli Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. desember 2017 12:19 Maðurinn sem grunaður er um aðild að málinu er hér leiddur fyrir dómara í nóvember síðastliðnum. Vísir/Anton Brink Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á um þrjár milljónir króna í húsleitum sem gerðar voru í tengslum við umfangsmikið vændismál sem lögreglan hefur nú til rannsóknar. Par, íslenskur karl og kona frá Perú, er í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna vegna málsins en varðhaldið rennur út á morgun. Konan er á fertugsaldri en maðurinn á fimmtugsaldri. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn, segir ekki liggja fyrir hvort farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald en verið að yfirheyra parið og verður ákvörðun um varðhaldið tekin þegar yfirheyrslum er lokið. Undanfarið hefur rannsóknin miðað að því að afla gagna og undirbúa yfirheyrslur dagsins.Allar konurnar frá Perú Greint hefur verið frá því að grunur leiki á því að parið hafi gert þrjár konur út í vændi. Þær eru allar frá Perú, líkt og konan sem er í haldi vegna málsins, og hafa þær yfirgefið landið. Aðspurður hvort það liggi fyrir hvort að konurnar þrjár séu þolendur mansals segir Grímur það hluta af rannsókninni. „Það kom líka fram í upphafi að þeim voru boðin viðeigandi úrræði ef um slíkt væri að ræða en þær þáðu þau ekki og fóru af landi,“ segir Grímur.En eru einhver tengsl á milli kvennanna þriggja og hinnar grunuðu í málinu? „Það er líka til rannsóknar í þessu máli hvort að það sé einhver milliganga eða þvingun en það er allavega ljóst að konurnar voru með sín vegabréf þannig að þær gátu farið af landinu,“ segir Grímur.Konurnar þrjár áttu hluta af peningunum sem lagt var hald á Konurnar hafi ekki verið ólöglega hér á landi en ríkisborgarar frá Perú þurfa ekki vegabréfaáritun til að koma hingað til Íslands. Konurnar hafi komið hingað sem ferðamenn og hafi verið innan þeirra 90 daga marka sem ferðamenn utan Schengensvæðisins mega dvelja inni á svæðinu. Komið hefur fram að lögreglan telji sig vita um tugi kaupenda í málinu. Grímur segir að engar yfirheyrslur hafi farið fram yfir neinum þeirra en það standi til. Hann vill ekki svara því hvernig lögreglan komst á snoðir um það hverjir eru hugsanlegir kaupendur, til að mynda hvort að parið hafi haldið skrá yfir viðskiptavini. „Þetta er bara eitthvað sem rannsóknin hefur leitt að einhverju leyti hverjir þetta eru án þess að ég fari nánar út í það,“ segir Grímur. Í húsleitunum var lagt hald á tölvur, síma og fjármuni. Grímur segir upphæðina sem hald var lagt á nema um þremur milljónum króna. „Þetta voru um þrjár milljónir í heildina en eitthvað af því áttu þessar konur sem eru farnar af landi brott og fengu þær til baka það sem þær áttu.“ Grímur vill ekki svara því hvort að játning liggi fyrir í málinu. Tengdar fréttir Parið í gæsluvarðhaldi til 6. desember Par sem grunað er um umfangsmikla vændisstarfsemi var leitt fyrir dómara í hádeginu sem féllst á gæsluvarðhaldsskröfu lögreglu. 22. nóvember 2017 13:30 Konurnar allar frá Suður-Ameríku Þrjár konur, sem allar eru frá Suður-Ameríku og grunur leikur á að hafi verið gerðar út í vændi hér á landi af pari sem situr í gæsluvarðhalid, eru annað hvort farnar af landi brott eða á leiðinni úr landi. 27. nóvember 2017 14:33 Telja sig vita um tugi kaupenda í umfangsmiklu vændismáli Allir verða þeir boðaðir til skýrslutöku á næstunni. Þá er talið að starfsemin hafi verið starfrækt í nokkra mánuði. 24. nóvember 2017 18:33 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á um þrjár milljónir króna í húsleitum sem gerðar voru í tengslum við umfangsmikið vændismál sem lögreglan hefur nú til rannsóknar. Par, íslenskur karl og kona frá Perú, er í gæsluvarðhaldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna vegna málsins en varðhaldið rennur út á morgun. Konan er á fertugsaldri en maðurinn á fimmtugsaldri. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn, segir ekki liggja fyrir hvort farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald en verið að yfirheyra parið og verður ákvörðun um varðhaldið tekin þegar yfirheyrslum er lokið. Undanfarið hefur rannsóknin miðað að því að afla gagna og undirbúa yfirheyrslur dagsins.Allar konurnar frá Perú Greint hefur verið frá því að grunur leiki á því að parið hafi gert þrjár konur út í vændi. Þær eru allar frá Perú, líkt og konan sem er í haldi vegna málsins, og hafa þær yfirgefið landið. Aðspurður hvort það liggi fyrir hvort að konurnar þrjár séu þolendur mansals segir Grímur það hluta af rannsókninni. „Það kom líka fram í upphafi að þeim voru boðin viðeigandi úrræði ef um slíkt væri að ræða en þær þáðu þau ekki og fóru af landi,“ segir Grímur.En eru einhver tengsl á milli kvennanna þriggja og hinnar grunuðu í málinu? „Það er líka til rannsóknar í þessu máli hvort að það sé einhver milliganga eða þvingun en það er allavega ljóst að konurnar voru með sín vegabréf þannig að þær gátu farið af landinu,“ segir Grímur.Konurnar þrjár áttu hluta af peningunum sem lagt var hald á Konurnar hafi ekki verið ólöglega hér á landi en ríkisborgarar frá Perú þurfa ekki vegabréfaáritun til að koma hingað til Íslands. Konurnar hafi komið hingað sem ferðamenn og hafi verið innan þeirra 90 daga marka sem ferðamenn utan Schengensvæðisins mega dvelja inni á svæðinu. Komið hefur fram að lögreglan telji sig vita um tugi kaupenda í málinu. Grímur segir að engar yfirheyrslur hafi farið fram yfir neinum þeirra en það standi til. Hann vill ekki svara því hvernig lögreglan komst á snoðir um það hverjir eru hugsanlegir kaupendur, til að mynda hvort að parið hafi haldið skrá yfir viðskiptavini. „Þetta er bara eitthvað sem rannsóknin hefur leitt að einhverju leyti hverjir þetta eru án þess að ég fari nánar út í það,“ segir Grímur. Í húsleitunum var lagt hald á tölvur, síma og fjármuni. Grímur segir upphæðina sem hald var lagt á nema um þremur milljónum króna. „Þetta voru um þrjár milljónir í heildina en eitthvað af því áttu þessar konur sem eru farnar af landi brott og fengu þær til baka það sem þær áttu.“ Grímur vill ekki svara því hvort að játning liggi fyrir í málinu.
Tengdar fréttir Parið í gæsluvarðhaldi til 6. desember Par sem grunað er um umfangsmikla vændisstarfsemi var leitt fyrir dómara í hádeginu sem féllst á gæsluvarðhaldsskröfu lögreglu. 22. nóvember 2017 13:30 Konurnar allar frá Suður-Ameríku Þrjár konur, sem allar eru frá Suður-Ameríku og grunur leikur á að hafi verið gerðar út í vændi hér á landi af pari sem situr í gæsluvarðhalid, eru annað hvort farnar af landi brott eða á leiðinni úr landi. 27. nóvember 2017 14:33 Telja sig vita um tugi kaupenda í umfangsmiklu vændismáli Allir verða þeir boðaðir til skýrslutöku á næstunni. Þá er talið að starfsemin hafi verið starfrækt í nokkra mánuði. 24. nóvember 2017 18:33 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Innlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Erlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Erlent Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Innlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Fleiri fréttir Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Sjá meira
Parið í gæsluvarðhaldi til 6. desember Par sem grunað er um umfangsmikla vændisstarfsemi var leitt fyrir dómara í hádeginu sem féllst á gæsluvarðhaldsskröfu lögreglu. 22. nóvember 2017 13:30
Konurnar allar frá Suður-Ameríku Þrjár konur, sem allar eru frá Suður-Ameríku og grunur leikur á að hafi verið gerðar út í vændi hér á landi af pari sem situr í gæsluvarðhalid, eru annað hvort farnar af landi brott eða á leiðinni úr landi. 27. nóvember 2017 14:33
Telja sig vita um tugi kaupenda í umfangsmiklu vændismáli Allir verða þeir boðaðir til skýrslutöku á næstunni. Þá er talið að starfsemin hafi verið starfrækt í nokkra mánuði. 24. nóvember 2017 18:33